Frækorn


Frækorn - 21.06.1906, Qupperneq 7

Frækorn - 21.06.1906, Qupperneq 7
FRÆKORN 199 Heitið. veginn burt reka. Eg hefi kornið, og því hefir þú tekið á móti mér; eg þakka þér íyrir það. « Eg sagði: »Hefir hann tekið á móti yður?« Hann svaraði: »Eg finn ekki til þess.« Eg sagði: »Eg spurði ekki um hvað þér fynduð til. Hvað segir Jesús ?« Hann svaraði: »Þann, sem kemur til mín, mun eg engan veginn burt reka.t »Komuð þér til hans?« »Já.« >Hvað hefir Jesús þá gert?« »Hann hefir tekið á móti mér.« »Farið þér nú upp í herbergi yðar*, sagði eg. »Djöfullinn mun ráðast voðalega á yður, það veit eg, en þér skuluð beygja kné yðar yfir Jóh. 6, 37, og sigra hann með því, og þér skuluð trúa því, sem Jesús segir, án tillits til þess, sem óvinurinn hvíslar að yður.« Hann fór upp í herbergi sitt, og hann barðist harðlega, en hann beygði kné sín yfir Jóh. 6, 37., og hann kom út úr herbergi sínu með Ijós himinsins yfir andliti sínu. Hann byrj- aði innan skamms að prédika guðs j orð, og í dag er hann einn hinnn beztu starfsmanna fyrir guðs ríki. Guðs orð er sannleikur gagnvart djöflinum, gagnvart ótta þinum, gagn- vart öllu. Eg stend á grundvelli guðs orðs, er eg segi við menn, að ef þeir komi til Jesú Krists, muni hann taka á móti þeim. Viltu koma? — R. A. Torrey. — Theodór Árnason þýddi- Framh. »Ef þú ekki ferð burtu«, saðgi Rúð- ólfur »skalt þú verða barinn, komdu aftur ef þú þorir.« »Pú skalt láta það ógert að ónáða okkur,« sögðu hinir drengirnir, »leik- urinn gekk svo friðsamlega áður en þú komst«, og þeir litu alls ekki vin- gjarnlega til mín. »Hann getur þá lofað mér að renna mér«, var alt og sumt er eg svaraði, og drengirnir röðuðu sér aftur til að renna sér niður eftir. En þegar sleðarnir voru komnir á stað, hljóp eg til og spyrnti við sleða Rúðólfs, svo hann snerist og lenti í skurðinn. Drengirnir runnu hver á annan í eina bendu, og tómir sleðar runnu niður brekkuna, en eg stóð og hló að ilsku minni. Brátt voru þeir staðnir upp, en bróðir minn varð fyrstur. Hann gekk fast upp að mér og setti snögglega fótinn fyrir míg, og áður en mig varði henti hann mér niður í snjóinn, en gerði mér ekkert annað. Pegar eg lá þannig varnar- laus, safnaðist allur hópurinn að mér, og sumir spörkuðu í mig um leið og hinir sögðu: »Retta hefir hann verð- skuldað. »Við skulum reka hann heim, því annars verður hann altaf að ónáða okkur,« sagði einn drengurinn, og þessi uppástunga var að vörmu spori uppfylt. »Snautaðu heim, þú hefir gert nóg ilt af þér«, og með höggum oghrind- ingum ráku þeir mig niður brekkuna, og allir drengirnir veittu mér eftirför dálítinn spöl eftir þjóðveginum, og margan snjóköggulinn og margt högg- ið fékk eg. Eg skældi af ölium mætti,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.