Frækorn - 28.06.1906, Blaðsíða 3
FRÆKORN
203
reyndist þeim samt hollur og góður kon-
ungur.
Karl XV.
krýndist 5. ágúst 1860. Hann varð þjóð-
kærastur konungur eftir 1814.
Oscar II.
krýndist 18. júlí 1873.
Hin nýafstaðna krýning hins núver-
andi konungs yfir Noregi er merkur við-
burður að því leyti, að norska þjóðin
hefir nú konung útaf fyrir sig, og að
öðru leyti vegna þess, hve friðsamlega
og heppilega hún náði þessu mikla sjálf-
stæðistakmarki sínu. Stjórnarbyltingin í
Noregi er eins dæmi í sögunni.
Ó, að framtíð Noregs yrði auðug að
öllu því, sem gott og göfugt er.
Safnaðarlíf.
Enginn kristinn, sanntrúaður maður
ætti að halda sér burtu frá samfélagi trú-
aðra manna.
Söfnuðurinn er guðleg stofnun ; Jesús
Kristur er höfundur hans, og þessi stofn-
un skal haldast til heims enda. »Hlið
helvítis munu ekki sigra hann.« Matt. 16,
18.
Lítum vér á þessa guðlegu stofnun
sem heild, þá verðum vér að skilja og
muna, að í rauninni er hinn guðlegi söfn-
uður sameining allra þeirra, sem í lifandi
trú heyra drotni til. Hann er höfuðið,
þeir limirnir. En hann, sem er höfuðið
og einn hefir hina fullkomnu þekkingu,
hann einn þekkir til fullnustu, hverjireru
meðlimir safnaðar hans. Enginn limanna
þekkir alla hina limina. »Drottinn þekkir j
sína«, en vér ekki til fulls. Og því er j
ekkert eðlilegra, en að sannkristinn mað- |
ur dæmi ekki hart, og sýni öðrum mönn-
um kærleiksríkt bróðurþel.
Hinn sanni söfnuður drottins er út- j
breiddur um alla jörðu, og því getur j
enginn kristinn maður náð til allra með-
1 bræðra sinna á jörðu, en það er heldur
ekki nauðsynlegt.
F*að, sem þar á móti er áríðandi fyrir
alla kristna menn, er, að leita samfélags
við aðra trúaða menn, og siíkt samfélag
er söfnuður drottins í minna stíl — ef
vér mættum komast þannig að orði.
I slíkum félögum getur verið einn eða
fleiri, sem ekki í raun og veru trúa á
Jesúm Krist og lifa í honum. Slíkt hef-
ir ástandið ætíð verið, — altaf frá því
að Jesús Kristur hefði um sig sinn litla
söfnuð af tólf mönnum og alt til vorra
daga. En það góða, sem félag kristinna
manna veitir, er samt svo miklu meira
um vert, að enginn ttúaður rnaður get-
ur haft nokkra ástæðu til að halda sér
frá safnaðarlífinu vegna þess, að einstak-
ir meðlimir séu ófullkomnir.
Auðvitað er það alvarleg spurning, til
hvers félags maður á að leita, þegar um
safnaðarlíf er að ræða. Hvert trúarfélag-
ið á fætur öðru kallar: »Kom til mín!«
og spurningin er því talsvert vandabund-
in.
Vér skulum hér gefa nokkrar almenn-
ar reglur:
Leitaðu til þess safnaðar, þar sem
biblíunni er trúað, prédikað samkvæmt
henni, og breitt sem nákvæmast eftir
henni. Forðastu söfnuði, þar sem talað
j er gegn biblíunni sem fullkominni trúar-
j reglu.
Leitaðu til þess safnaðar, þar sem andi
bænarinnar ríkir, og meðlimirnir koma
saman til þess að styrkjast af sameigin-
legri bæn. Sá söfnuður, sem vanrækir
bænarlífið, getur ekki orðið þér til styrkt-
ar eins og sá getur, sem setur bænarlífið
efst á dagskrá sína.
Leitaðu til þess safnaðar, sem hefir á-
huga á því að menn komi til Krists í
lifandi trú og starfar með alvöru að þvf.
Og þegar þú hefir gerst meðlimur