Frækorn


Frækorn - 28.06.1906, Qupperneq 5

Frækorn - 28.06.1906, Qupperneq 5
FRÆKORN 205 »Eruð þér endurfæddur?« »Hvað ?« »Jesús segir: Nema maðurinn end- urfæðist, getur hann ekki séð guðs ríki.« »Eg hef aldrei heyrt neitt um end- urfæðingu.« »Vitió þér, að þér hafið drýgt þá stærstu synd, sem nokkur maður get- ur drýgt?* »Eg hefi enga slíka synd drýgt.« »Hver haldið þér að sé hin mesta synd ?« »Morð.« »Nei, yður skjátlast mjög. Látum oss sjá, hvað guð segir.« Eg fletti upp í Matt. 22, 37. 38. og las : »Elska skaltu drottin guð þinn af öliu hjarta, allri sálu þinni og öllu hugskoti þínu. Þetta er hið æðsta og helsta boðorð.« »Hvaða boðorð er þetta?« »Hið æðsta og helsta.« »Hafið þér haldið það? Hafið þér elskað guð af öllu hjarta, af allri sálu og öllu hugskoti yðar? Hafið þér sett guð fremstan í öllu — í kaup- skap, í skemtunum, í félagslífi, í póli- tík?« »Nei, það hef eg ekki.« »Hvað hafið þér þá gert ?« »Eg hefi brotið það boðorð.« »Hvaða boðorð er það?« »Hið æðsta og helsta boðorð.« »Hvað hafið þér þá gert?« »Eg hefi brotið hið æðsta og helsta boðorð guðs. Eg hefi drýgt þá mestu synd, sem nokkur maður getur drýgt. En eg hefi aldrei séð það fyrri.« Nokkur orð til guðsafneitarans. Sannanirnar fyrir tilveru guðs eru svo margar og merkilegar, að sérhver ætti að geta gefið sér tóm til þess að fá fullvissu um það, að guð er til. Náttúran sannar oss tilveru guðs. í henni allri sést merki hins alvalda skapara. Alstaðar sjást lög, sam- hengi, regla. Hvort sem náttúran er athuguð í því smáa eða í því stóra, ber hún þess glögg merki, að til sé-guðleg vizka og áform, sem alt lagar sig eftir. Taktu smásjá þína og líttu á hið minsta lifandi, og fyr- ir þér verður alstaðar speki og al- mættis hönd eilífs guðs. Eða taktu sjónauka þinn og horfðu út í hinn ómælandi geim. Einnig þar verð- ur fyrir þér hið sama: skaparinn er óaðskiljanlegur allri hugsun um heiminn, sem umkringir þig á á alla vegu. Efég sýndi þér úr mitt og spurði: >Heldurþú,að nokkur haíibúið þaðtil?« þá mundir þú svara: »Já, vissulega.« En hvers vegna svarar þúþannig? Sástu, að það var búið til ?« »Nei.« »Sástu nokkurntíma úr búið til ?« »Nei.« »Hví trúir þú þá, að það hafi ver- ið búið til af nokkrum ?« »Af því alt vitnar ,um hugvitssaman meistara, vísirarnir, tölurnar á skíf- unni, kassinn, alt vitnar um, að það á meistara.« Vér skulum hugsa oss, að eg svaraði: Rú ferð villur vegar; úrið á eng- an meistara; það varð til af sjálfu sér; af hendingu fóru óteljandi smá- agnir að dansa hver um aðra um ómæl- anlega löngan tíma, og dönsuðu loks saman, eins og þær eru nú ; þannig varð ioks úr út úr þessu.c Rú mundir líklega segja eitthvað á þessa leið, um mig og orðin mín : ^Ressi maður álítur sig hámentað-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.