Frækorn - 28.06.1906, Qupperneq 8
208
FRÆKORN
Dreyfus-málið.
Loks hefir frakkneska stjórnin orðið við
beiðni Dreyfus, um að taka mál hans
til nýrrar rannsóknar. 15. þ. m. var ó-
gildingardómnum stefnt saman til að
kveða á uni, hvort eigi sé gildar ástæður
til að taka málið fyrir á ný. —
1
Allur heimurinn héfir öll þessi ár vitað,
að Dreyfus var píslarvottur samsærisgyð-
ingahatara og saklaus dæmdur, svívirtur
og píndur. Og hefir það legið eins og
svartnr svívirðingarblettur á frakknesku
réttarfari. En sæmdaraukki er það frakk-
nesku þjóðinni, ef réttlætistilíinning henn-
ar knýr loks sannleikann fram í þessu
máli.
Heimboðið.
Dönsk blöð segja frá því með mik-
illi ánægju, að nú sé fengin vissa fyrir
heimsókn alþingismanna. Blöðin flytja
bréf frá forsetum alþingis um komu
þeirra allra (að einum undanteknum),
og skýra frá því, hvernig ætlast er til,
að tíminn verði notaður, meðan þing-
mennirnir gista Danmörk. — Reir koma
til kaupmannahafnar 18. júlí síðdegis,
þeim verður veitt hátíðleg móttaka næsta
dag f. hádegi, í háskólanum, og verður
konungur þar ásamt öðrum fleiri. — Föstu-
daginn 20. júlí eru þeir boðnir út til
konungshallarinnar í Fredensborg til- að
þiggja þar miðdegisveizlu. Laugardag-
inn fara þeir til Oðinsvé, á sunnudaginn
borða þeir miðdegisverð í Odd-Fellow
j höllinni og koma til Skoðsborg seinni
hluta dags. Svo fara þeir suður um
Sjáland; fara yfir Korsör til Kolding,
Askov, Esbjerg, Herning Arhús og fl. st.
— 30. júlí fara þeir heim aftur.
Slys
vildi hér til í trésmíðaverksmiðjunni »Völ-
undur-< hinn 25. þ. m. Drengur var að
í taka á móti borðum úr sögunarvélinni,
! en varð með hægri hendina fyrir söginni,
sem tók hana næstum af um ulnliðinn.
Drengurinn er sagt að heiti Rórður Jó-
j hannesson, Sigurðssonar, og eigi heima
í Vesturgötu hér í bænum.
— Annað slys vildi hér til þriðju-
j daginn 26. þ. m., þar sem vélafræðingur
Rorkeli Clemenz var að reyna byssu, að
í 8 ára gamalt barn, Kjartan, sonur Por-
varðar Rorvarðarsonar prentsmiðjueiganda,
varð fyrir skoti, sem gekk inn í brjóst-
ið á honum. Von er um, að drengurinn
haldi lífi.
D. Östlund
kom heim með »Ceres«' 24. þ. m. —
Hafði farið til Danmerkur og Noregs.
SAMKOMUHÚSIÐ ÐETEL,
j Sunnudaga:
KL 2 e. h. Sunnudagaskóli.
Kl. 61/2 e. h. Fyrirlestur.
Miðvikudaga:
Kl. 8V4 e. h. Bibliusamtal.
Laugardaga:
Kl. ll.f. h Bœnasamkoma og bibliulestur
Prentsm. „Frækorna."