Frækorn


Frækorn - 28.06.1906, Blaðsíða 6

Frækorn - 28.06.1906, Blaðsíða 6
FRÆKORN 206 an, en hann talar eins og vitlaus maður.» — Og þú mundir hafa rétt til að tala þannig — en hve miklu meir vitnar ekki náttúran öll um sinn höfund, sinn skapara og meistara, heldur en úrið um hugvitssmiðinn sinn ! Aðeins einn lítill hluti náttúr- unnar, auga þitt, er langtum merkara smíði en úrið er, og samt sem áður, sumir svo kallaðir vísindamenn segja það, að heimur þessi hafi einu sinni verið ósamstæðar smáagnir, sem um afar langan tíma dönsuðu og sveifluð- ust, þangað til úr því varð heimur. — Slíkar kenningar kalla menn heimsspeki. Guð er ekki tekinn með. Alt á að hafa fengið tilveru án hans. — Já, þetta nefnist heimsspeki, en væri réttara nefnt heimsku-speki. Dr. X. Kærlciki Krists til föðursins. Eftir dr. Torrey. Framh. Fyrír utan söfnuðinn. Menn segja oft: »þetta er lítilsvert.« En það er ekki til dítilsverður hlutur.« Hin minsta óhlýðni er skaðleg fyrir söfn- uðinn. Sumir yðar minnast þess, hversu ham- ingjusamir þér voruð. En það er nú búið að vera. Rað var einu sinni, að þér urðuð hrifnir af að heyra fagra sálma, en nú er það ekki lengur. Hvers vegna? Af því þú ert fallinn burt frá söfnuð- inum — frá samfélaginu við guð. »Ef þér haldið mín boðorð, munuð þér halda minni elsku, eins og eg hélt boðorð föður míns og held hans elsku.« Sá, sem gjörir guðs vilja, er í innilegu vináttusambandi við Jesúm. Um slíka eiga heima þessiorð: »Sjá bræður mína. Því hver, sem gjörir guðs vilja, sá er minn bróðir, systir og móðir.« Mark. 3,35. Nú getur maður elskað alla menn — og það eigum vér að gjöra, en sé það góður maður, elskar hann sinn eigin bróður og systur og sérstaklega móður sína með meiri innilegleika en hann getur elskað nokkurn annan. Engin önnur kona í heiminum hefði getað fylt pláss móður minnar. Það geta hafa verið aðrar konur eins full- komnar og hún — þó ekki margar. Aðrar konur gátu hafa haft fegri málróm — þó ekki fyrir mínum eyrum. Hún var móðir mín. Hjarta mitt barðist, þeg- ar hún nálgaðist. Alt til þessa dags hefi eg ekki getað litið mynd hennar án þess að verða hrærður, þótt hún hafi legið í gröfinni síðan 1877. En nú segir Jesús okkur, að sá, sem er hlýðinn guði, stendur honum jafn-nær eins og bróðir, systir og móðir. O! hvílík einkaréttindi að hlýða guði, að vera bróðir, systir og móðir jesú Krists. Hjá Jóh. 15, 9. stendur: »Eins og faðirinn hefir elskað mig eins hefi eg elskað yður, verið staðfastir í minni elsku.« Hér segir Jesús oss, að kærleiki hans til þess, sem heldur hans boðorð, sé eins og kærleiki föðursins til hans. Hefir þú nokkurntíma hugsað um hinn eilífa kær- leika föðursins til sonarins. Hann var ímynd föðursins Hversu undrunarverð- ur kærleikur var föður og sonar frá ei- lífð, áður en stjarna sást á himninum, áður en þessi hnöttur var skapaður, áð- ur en til voru englar, kerúbar og ser- affar, áður en nokkuð af því skapaða hafði fengið tilveru sína, frá eilífð elskaði faðirinn soninn, og Jesús segir, að ef vér hiýðum honum og höldum hans boð, þá vill hann elska okkur einmitt með sama kærleika og faðirinn elskar hann með. Það borgar sig að hlýða honum. Framh.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.