Frækorn - 05.07.1906, Side 4
212
FRÆKORN
1. Taktu ekki þátt í neinni skemt-
un, sem þú ert ekki viss um að sé j
teyfileg. Regar þú, í þessu efni, ert
í óvissu, áttu að láta það ógert, sem
um er að ræða. Margar eru þær
skemtanir, sem engin vafi getur leik-
ið á að séu leyfilegar. »Sá, sem er
efasamur, er dæmdur, því að alt það,
sem ekki er af trú, það er synd.«
(Róm. 14, 32). Margur kristilega sinn-
aður æskumaöur mun segja: »Eg er
ekki viss um, að þessi skemtun sé
syndsamleg.« En ertu viss um, að
hún sé leyfileg ? Ef ekki, þá sleptu
henni.
2. Taktu ekki þátt í neinni skemt-
un, sem þú hyggur að ekki muni
vera guði til dýrðar. »Hvort sem þér
þessvegna etið eða drekkið, eða hvað
sem þér gjörið, þá gjörið alt guði
til dýrðar.« (1. Kor. 10, 31). Pegar
þú ert í efa um einhverja skemtun,
þá ættirðu að spyrja sjálfan þig:
»Get eg gert þetta guði til dýrðar?«
3. Taktu ekki þátt í neinni skemt-
un sem dregur úr áhrifum þínum
hjá einhverjum. Þær skemtanir eru
til, sem ef til vill eru saklausar í sjálfu
sér, en oss er eigi unt að taka þátt
í þeim án þess að missa þau áhrif,
sem vér getum haft á einhvern mann.
En það er innilegasta ósk og þrá
hins sannkristna manns, að líf hans
hafi hin víðtækustu áhrif á alla. Pað
er svo margt *em þarf að vinna, en
verkamennirnir eru fáir. Þess vegna
óskar hver kristinn maður, að hann
gæti haft öfflugustu áhrif á samferða-
menn sína á lífsleiðinni. Verði ein-
hver skemtun til þess að draga úr
þeim áhrifum, sem mundu á einhvern
hátt verða til blessunar og guðs ríki
til eflingar, er sannarlega gefið of mik-
ið fyrir hana. Legg ekki té þitt, sem
guð hefir gefið þér, út fyrir slíka j
skemtun. Ung og alvarlega trúuð
kona þráði að geta leitt menn til
Krists. Hún ásetti sér að tala við
ungan vin sinn um að koma til Krists,
og meðan hún tók sér hvíld á danz-
skemtun einni, sagði hún við þenna
unga mann, er hún danzaði með:
»Georg, ertu kristinn maður?« »Nei«,
svaraði hann, »það er eg ekki, eruð
þér það?« »Já« svaraði hún, »það
er eg.« »Hvernig getið þér þá tekið
þátt í þessari danzskemtun?« svaraði
hinn ungi maður.
Pað er víst, að börn heimsins á-
líta, að margar skemtanir hans séu
guðs börnum ósæmilegar, hvort sem
þau hafa rétt fyrir sér eða ekki. Vér
megum ekki láta slíkt draga úr þeim
áhrifum, sem vér getum haft á aðra,
Krists ríki til eflingar. Peim skemt-
unum, sem heimsins Lörn skoða oss
ósamboðnar, skulum vér ganga fram
hjá.
4. Taktu ekki þátt í neinni skemt-
un, sem þú getur ekki helgað með
bæn, þ. e. sem þú getur ekki beðið
guð að blessa. Bið þú guð að blessa
þér skemtanir þínar, eins og þú bið-
ur hann að blessa þín daglegu störf.
5. Sæktu enga þá skemtun, sem
þú getur ekki ímyndað þér að Kristur
hefði tekið þátt í. Kristur fór til
skemtana, meðan hann var hérájörð-
unni. Hann fór í brúðkaupið í Kana
(Jóh. 2.), og hann gjörði sitt til að
auka gleðina þar. En þær skemtanir
nútímans eru án efa margar, sem Krist-
ur mundi ekki taka þátt í. Mundi
hinn heilagi, sem vér köllum »Herra«
una sér í hinu andlega lofti sumra
skemtana nútímans?
6. Taktu ekki þátt í neinni þeirri
skemtun, sem þú getur ekki með ró-
egri samvizku verið staddur í, þeg-
I ar Jesús kemur. — Blessaður er sá,