Frækorn


Frækorn - 05.07.1906, Page 6

Frækorn - 05.07.1906, Page 6
214 FRÆKORN götustrákum bæjarins til að gera hið sama!« Faðir minn varð með hverju orði reiðari, og áður en Rúðólfur gat rétt- lætt sig frekar tók faðir minn staf og barði hann miskunarlaust með honum. j í fyrstu þagði bróðir minn, en að lok- um knúði sársaukinn hann til gráts, og hann bar hegninguna mjög aum- lega. Pegar hann grét þannig, fanst mér sem eitthvað stinga mig í brjóstið og j eg varð svo órólegur. »Eg vildi að faðir minn færi nú að hætta; nú er hann búinn að fá nóg.« »Snautaðu nú í rúmið,« sagði faðir minn, þegar hann loks hætti. »Nú vona eg að þú forðist framvegis jafnt ilsku sem skreytni.« Síðan opnaði hann dyrnar og lét bróður minn fara upp í herbergi okk- ar. Regar Rúðólfur gekk ettir gang- inum, þar sem eg enn þá stóð, leit hann til mín með því augnaráði, sem eg enn þá minnist og sé í huganum þrátt fyrir það, þótt svo langt sé síðan. Augu hans voru full af tárum og lýstu hrýgð eins og vildu þau segja »ertu nú loksins ánægður?* Eg fór inn í stofuna með föður mínum, en þar var svo leiðinlegt og kyrlátt þetta kveld. Pabbi mælti ekki orð frá munni og mamma ekki heldur, en augu hennar hvíldu svo alvarlega á mér eins og vildi hún einnig ásaka mig fyrir illvirki mitt, og eg fann hvervetna hið ásakandi augnaráð Rúð- ólfs hvíla á mér. Eg þoldi ekki að vera inni en varð að fara út. Pað var kyrt veður og stjörnubert, en stjörnurnar virtust einnigvera svo al- varlegar í kveld eins og væru þær augu Rúðólfs, þær brostu ekki, eins og venjulega, hlýlega niður til mín. Ókyrð mín óx enn meir. »Hversvegna skyldu þær horfa með Rúðólfs augnaráði niður til mín?« spurði eg sjálfann mig. Eg var hrædd- ur við að heyra svar hjarta míns, en það braust fram mót vilja mínum: »Vegna þess að þú með skreytni hefir stofnað bróður þínum í ógæfu.« Nú hafði eg játað þetta fyrir sjálfum mér; hjarta mitt sló hratt, og eg gat hvergi róiegur verið. Eg fór inn og bauð góða nótt, en eg faðmaði ekki glaður mömmu mína sem minn var vandi, þegar eg bauð henni góða nótt með kossi, því kossinn var svo daufur og ógnandi, og eg fór upp í herbergið mitt. Eg var hræddur við að ganga þar inn og mæta bróður mínum augliti tii auglitis. Fyrir utan dyrnar stóð eg þess vegna og hlust- aði hvort hann mundi sofa, og þegar eg varð eigi var við neina hreyfingu, opnaði eg dyrnar og gekk inn. Hann svaf ekki, en lá hreyfingarlaus og dró þungt andann. Eg afklæddi mig í flýti og skreiddist í rúmið mitt. En þegar eg var kominn í ró, ruddust hugsanirnar fram með nýju afli. Eg heyrði högg föður míns með stafn- um og hljóð Rúðólfs. >Og alt þetta varð hann að líða fyrir skreytni mína og hina illu hefndargirni,* hvíslaði einhver rödd í hjarta mér. Orð föð- ur míns: »nú vona eg að þú forðist framvegis jafnt ilsku sem skreytni,« hljómuðu fyrir eyrum mínum, og eg fann að þau lentu á sjálfum mér. Hvers vegna fyrirleit eg ekki sjálfan mig og iðraðist ilsku minnar? Gæti eg aðeins gert hið skeða óskeð, og hefði ekkert hugsað um það. »Ó, að eg aldrei hefði gert það,« stundi ein- hver rödd í mér, Frh.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.