Frækorn


Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 2

Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 2
378 FRÆKORN hún hverfa skal til upphafs síns sem báran — endurheimt í hafið. Bœkur og rit. Einar Benediktsson: Hafblik. Kvœði og söngvar. Reykjavík 1906. Kostnaðar- maður: Sigurður Kristjánsson. Bók þessi er hinn bezti og auðugasti skáldskapur, sem nýlega hefir út komið á íslenzkri tungu. Og að sumu leyti á hann sér engan líka. Einar Bene- diktsson er hugsanaríkur, djúpur, inni- legur og frumlegur rithöfundur. Ekkert lætur honum betur en að yrkja. Hon- um er btugðið um að vera þungskilinn, og það er ef til vill satt; skáldskapur hans er oftast svo þrunginn hugsunum og efni, að menn verða að hugsa til þess að njöta. íslenzkar bókmentir eru því miður alt of auðugar að orðagjálfri, fimbulfambi, upptuggum af því, sem bú- ið er að segja ótal sinnum. Rví er hrein- asta unun að fá bók, þar sem hvert ein- asta erindi er sannur skáldskapur. Vér höfum á öðrum stað í þessu tbl. »Fræk.« tilfært upphafskvæði bókarinnar: »Stefjahreimur«. Rað eina kvæði finst oss lýsa mjög vel skáldskap Einars Bene- diktssonar. Rað er hið djúpa og innilega, sem leitar að »kjarna lífsins«, er hefir gildi f augum skáldsins, og nautnirnar eru að- eins þess nafns verðugar. ef þær eru un- un og »gleði hins góða« í oss, eins og þessi vísa tekur svo snildarlega fram: »011 sæla’ er gleði’hins góða, hún gjörir að höll hvert kot, án hennar er auður hismi og hreysi hvert konungs-slot.« F*að er talsvert ólíkt holdsnautnar-evan- gelíidanska tíðarandans, þettasem »Hafblik« 1 flytur. Og að Einar Benediktsson átti þetta til, verður vafalaust mörgum fagnaðar- efni: »En inst átti harpa hjartans einn brag, sem hrærðist ei, vaknaði ei af neinu, hvernig sem leikið var — utan af einu, einu — því rétta. En það var einn dag, að hönd greip rétt í hörpunnar streng. Nú hljómar hann hvar sem eg fer og geng, með nýju málmhljóði, heilu og hreinu.« Bókin er mjög vel prentuð og á kostn- I aðarmaður heiður og þökk skilið fyrir það, sem hann hefir til hennar lagt. Nokkrar leiðinlegar prentvillur hafa I slæðst inn í bókina vegna fjarveru höf. við prentunina, en hinar verstu eru leið- j réttar. Góð mynd af höfundinum fylgir bók- inni. ‘''C-Ts Sannleikur um kaþólsku kirkjuna. Frh. Hinn kaþólski »pater« í »Edgar« í fer því næst að kenna mönnum svo- lítið úrkaþólskum »fræðum« um synd- , ina. Spurningunni: »Hvað er stór og j hvað er fyrirgefanleg synd ?« svarar hann þannig (»Edgar«, bls. 491): „Með stórri synd, eða dauðasynd skilst synd, sem rænir sálina hinu yfirriáttúrlega lífi, sem er hin helgandi náð. Með minni eða fyrir- gefanlegri synd, sem ekki gerir að engu líf hinnar helgan i náðar og ekki gerir oss að ó- vinunr guðs, þótt hún að vísu veki misþóknun guðs. Dauðasyndin leiðir hinsvegar hina eilífu fyrirdæmingu af sér; fyrir hina fyrirgefanlegu synd verður hegnt í hreinsunarstaðnum, ef hún verður eaki burt tekin eða fyrir hana bætt fyrir dauðann." »Smærri syndirnar« eru annarsmargs- j konar, og eru samkvæmt kaþólskri

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.