Frækorn


Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 7

Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 7
FRÆKORN 383 Fréttir. Símskeyti til Blaðskeytasam- lagsins. (»Reykjavík«, *Dagblaðið«,»Frækorn«.) Eftirprentun bönnuð. Katipmannahöfn, 15 ,8.ls — Vopnaðir ræn- ingjaflokkar af Búum gera óskunda í Suður- Afríku. Engan veginn verður það skoðað sem uppreisn, og óspektirnar væntanlegá þýðingar- litlar. Botha Búahershöfðingi hefir boðið lands- stjórninni þjónusfu sína til að bæla niður ó- aldarflokkana. Berlín. — 73 almennir málfundir hafa sam- þykt áskoranir til stjórnarinnar um að opna landamærin fyrir tollfríum innflutningi kjöts og krefjast almennrar tolla-lækkunar á mat- vælum. Bæjarstjórn Berlínar hefir og sent ríkisþingi og kanzlaranum santskonar áskoranir. Af samskotunum til þeirra, er tjón biðu i landskjálftanum í San Francisco, hefir 1 milli- ón (3,750,000 kr.) verið stolið. Kaupmannahöfn, 19. nóv., 8,10 árd. - Bulow kanzlari hélt mikla og merkilega ræðu í ríkis- þinginu þýzka fyrir helgina. Hélt hann þar vörn uppi fyrir stjórnmálastefnu keisarans i utanríkismálum. Hann kvað þvi fjarri fara, að Þýzkaland væri einangrað í heiminum. Sam- komulag þess víð önnur ríki væri gott. Aldrei gæti svo illa farið, að svo stór þjóð stæði hjálp- arlaus, ef í harðbakka slæi. Reyndi nokkur önnur þjóð að þröngva kosti þess, mundi hún reyna það, að þar kæmi hart á móti hörðu. „Politiken" skýrir frá, að Krapotkin fursti láti sér einkar ant um íslands mál, og sé nokk- ur líkindi til að hann heimsæki ísland um leið og konungur vor í sumar komandi. Amundsen, er sigldi „Gjaa" vestur og norð- ur um Ameríku, er nú heimkominn til Nor- egs og er honum fagnað með mikilli dýrð og dálæti. (Krapotkin fursti er Rússi og af göfugum ættum, fxddur 1840; varð herforingi og lagði mjög stund á jarðfraeði og landfræði. Ferð- aðist um Síberíu og Kína, varð ritari land- fræðisfélagsins í Pétursborg og kammerherra hjá keisarynjunni. Á ferðum í Svisslandi og Belgíu kyntist hann kenningum jafnaðarmanna og gekk í alþjóðafélag þeirra slnternationale*. Gerði hann sitt til, er hann kom heim (1872) að breiða þær kenningar út á Rússlandi, en dul- búinn þó' á kvöldin, því að hann var í mikl- um metum við hirðina. Hann var þó svikinn, svo að alt komst upp og var honum varpað í dýflizu. Hann var síðan dæmdur til dauða, og var líkneski gert af honum og hengt, cr ekki náðist í sjálfan hann. Fyrst flúði hann til Svisslands, en Rúsastjórn gekk svo hart að stjórninni þar, að hún þorði ekki annað en vísa honunr úr landi (1881). Pá fór hann til Parísar og settist þar að. Hann varð sifelt rótnæniari í skoðunum og nálgaðist mjög skoð- anir stjórnleysingja (anarkista), æsti hann menn mjög upp móti Rússastjórn. 1883 lét Frakka- stjórn höfða sakamál gegn honum fyrir það, að hann hvetti til manndrápa. Hann var þá dæmdnr í 5 ára dýflizu-vist, en náðaður eftir fá ár (1886). Hélt þá til Lundúna og hefir dvalið þar síðan,en RússastjóVn hefir þar jafn- an spæjaralið til að hafa gætur á honum, því að hún hefir lengi haft hann grunaðan (og ekki ástæðulaust, að sumir æfla) um að hann hafi verið aðalforkólfur margra morðtilrauna af hendi níhilista. — Hann er einn aí mest metnu fræðimönnum heimsins. Fyrir fám ár- um gaf hann út „Æfisögu níhilista eftir sjálf- an hann" (c: æfisögu sína)r kom hún jafn- snemma í Ameríku, Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi, og hafði hann fengið Georg Brandes til að rita formála fyrir bókiuni, sem er afar- fróðleg og skemtileg bók. Lnndsb ókasafn vort er svo frægt að eiga hana ekki, og eru víst eins dæmi um jafn stórtsafn. -Dbl.) Ýmsar fréttir. Landlœknisembcettið er 7. þ. m. veitt Guðm. Björnssyni fyrv. héraðslækni Rvíkur. Prestur verzlunarstjóri. séra Jes A. Gíslason í Mýrdalsþingum hefir lagt niður prestsskap eftirlaunalaust og ætlar að gerast verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum. K. F. U. M, Kristilegt félag ungra manna er nú að heita má búið að fullgjöra nýtt fundarhús í stað hússins við Lækjartorg, sem það seldi nýja bankanum ásamt tilheyrandi lóð. Hió nýja hús er bygt á grunninum þar sem Félagsbak- ari'ið var. Húsíð er fremur myndarlegt. Afmœli. 50 ára afmæli hélt læknir, bankagjaldkeri og stórtemplar Þórður J. Thóroddsen 14. þ. m. „Frækorn" óska til hamingju.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.