Frækorn


Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 3

Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 3
FRÆKORN 379 kenningu ekki þess verðar, að maður skrifti þær; einhvernveginn hreinsast þær af manni í hreinsunareldinum, og það virðist sem sú hreinsun hljóti að vera fremur auðfengin, þar eð ekki liggur meira á að komast hjá henni með því að iðrast og játa smá- syndirnar. Vér skulum aftur láta pateren sýna þessar syndir enn nákvæmar í kaþólsku kirkjunnar myrka ljósi(» Edgar« ,bls.492): “Og á hverju getur maður nú þekt, hvort yfirsjón sé stór eða fyrirgefanleg synd?" „Dauðasynd á sér stað, þegar þetta þrent á, við hana : 1) þegar það er mikilsvarðandi mál- efni, 2) þegar maður viðurkennir, að verkið orðið eða hugsunin sé stór synd, og 3) þegar maður samt algjörlega samþykkir að drýgja synd- ina. Vanti eitt af þessu þrennu, þá er syndin ekki stór, en í mesta máta fyrirgefanleg synd, sem manni er ekki skylt að skrit'ta." „Þáspyrj- ið þér enn fremur: Hve nær er um mikils- varðandi mál að tala?" • „F.g svara: reikningsfræðislega er ekki hægt að ákveða það. En ef þér viljið hafa eitthvað til að miða við, þá segir maður vapalega, að hluturinn sé ekki mikill, t. d. við þjófnað, þeg- ar það, sem stolið er, ekki er. nægilegt til við- urhalds þess, sem stolið er frá, fyrir einn dag. Það er því ekki stór synd að stelafáeínumaur- um, að stela nokkrum krónum geturverið það, ef sá er fátækur, sem stolið er frá; ætíð er þ^ð stór synd að stela 50 kr. Eg hef valið þjófnaðinn sem fræðandi dærni upp á þetta, af því að mikilvægi málsins kemur þar bezt fram." Hverniglízt lúthersk-kristinni alþýðu á annað eins? Kaþólski »sannleiks-postulinn« segir hér, að það sé fremur lítilfjörlegt og fyrirgefanlegt að stela, bara það sé ekki of mikið og maður sá, sem stol- ið er frá, sé ekki fátækur (!!!) Kaþólskur,rétt-trúaðurkristinn maður getur samkvæmt þessu lifað alt sitt líf í þjófnaði, smá-þjófnaði; hann er ekki skyldur að játa atferli sitt og iðr- ast þess. Kenningar klerksins koma illa heim við orð heilagrar ritningar í heild sinni. Vér skulum hér að eins til- færa einn stað: »En þannig er yður ekki Kristur kendur; ef þér annars hafið numið hann og eruð í honum uppfræddir, eins og sannleikurinn er í Jesú (inni- falinn): Að þér af leggið eftir hinni fyrri breytni, hinn gamla manninn sem spiltur er af tælandi girndum, en að þér endurnýist í anda yðar hugskots, og íklæðist hinum nýja manni, sem skapaður er eftir guði í réttlæti og heilagleika sannleikans. Af- leggið því lygar og talið sannleika hver við sinn náunga, því vér erum hver annars limir.« »Og gefið ekki djöflinum rúm. Þjóf- urinn steli ekki framar.« (Ef. 4,20—27.) — Að hvorri kenningunni hallastu, heiðraði lesari ? (Meira.) „Danmark derude.“ Oss hefir verið sent 1. tbl. af nýju mánaðarriti undir þessu nafni. Rað mun eiga að verða siglinga- og verzl- unarblað. Margir menn hér á íslandi munu hafa gagn af að lesa blaðið. í þessu 1. tbl. er meðal annars grein um ritsímann til Færeyia og íslands (með mynd af ritsímastöðvunum í Rórshöfn og á Seyðisfirði. Svo er auk margs annars grein um Dani og íslendinga, og er þar talað um, að Danir ættu að hafa meiri rétt á sér á íslandi en aðrar þjóðir, — jafnrétti með íslendingum — þótt vægt sé í það farið.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.