Frækorn


Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 6

Frækorn - 22.11.1906, Blaðsíða 6
282 FRÆKORN fræðinga, er sögðu: sRessi lýður sem ekki þekkir lögmálið«, er bölv- aður. Og það getur víst gefið sumum ástæðu til að spyrja: »Ætli »N. K.« vilji ekki líka halda því fram, að »sonur timburmannsins frá Nazaret og »ómentuðu fiskimenn- irnir« frá Oalílea hafi heyrt til sams- konar almenningi, sem það nefnir svona virðulega?« »Sonur timbursmiðsins« og »fiski- mennirnir« trúðu alveg einsog »sauð- svarti« almúginn kristilegi, að ritning- in sé guðs orð. Og það er þó huggun, sem almúg- inn hefir gagnvart fyrirlitningu »N. K.« Og ætli þetta sé ekki líka ágætis- vopn til varnar öllum biblíutrúarmönn- um ? Vindla-aska. Flestir menn kasta vindlaösku og álíta hana einkis nýta, aðeins til óþrifa. |j Þó er aska í raun og veru eitthvert hið hreinasta efni setn til er. Vindla ösku má nota á ýmsan hátt. Hún er ágæt til að fægja áhöld úr málmi. Gull og silfur, sem fallið cr á, má fá alveg hreint með því að nudda það upp úr þessari ösku, lítið eitt af öskunni er látið í flónelstusku og málmurinn núinn vand- lega og fær hann þá brátt sinn uppruna- lega gljáa. Pessi aska rispar ekki hið minsta. A sama hátt ntá hreinsa hluti úr kop- ar, nikkeli og öðrum ntálmblendingi, þó verður ávalt að gæta þess að núa í hring en ekki upp og niður eða fram ogaftur. A kopar- og málmáhöld koma stundum ljótir blettir, þá má hræra öskuna saman við nokkra dropa af vel hreinsaðri stein- olíu, svo leðjan verður þykk eins og rjómi; þetta er borið á blettina og látið sitja á þeim um stund, síðan er það nú- ið vandlega af, svo er hluturinn skolað- ur úr volgu vatni, þurkaður og fægður með mjúkri tusku. Rað er líka sagt að ná megi hvítum blettum af póleruðum húsgögnum með vindlaösku, blettum sem koma af heitu vatni. þá er askan líka hrærð saman við steinolíu, borin á blettinn og látin liggja þar um stund, á meðan brennir maður korki í ljósi, og nuddar svo blettina sem askan er á með brenda endanum á kork- inum þar til þeir hverfa smámsaman. Það á að núa í, hring. Síðan er ask- an þvegin af með þvottaskinni, og þeg- ar blettirnir eru orðnir þurir, eru þeir fægðir með flónelstusku vættri í steinolíu, Ef blettirnir eru ekki mjög gamlir nást þeir venjulegast af á þennahátt; getur að minsta kosti ætíð minkað þá. Bóndastaðan er góð og óháð staða. Bóndinn þarf ekki að óttast, að missa atvinnu sína. Frjáls stjórnar hann sínu smáa ríki — heimilinu. Daglega eykst honum þekk- ing á eðlisháttum dýranna og jurtanna, er hann umgengst, og því betur sem honum lærist að starfa í samræmi við náttúruna, því eðlilegri og affarasælli verður framleiðslan í búi hans. — Með djörfung og þreki gengur hann sína leið, og með forsjálni og viturleik vinnur hann sigur á erfiðleikunum, er verða á vegi hans. Pl. Hjálp við biblíurannsókn Arfleiýð heilagra. 1. Landið var lofað Abraham: 1. Mós. 12, 7.; 13, 14-17; 17, 8.; 26, 3. 4.; 28, 13-14. 2. Þetta fyrirheit er enn ekki upp- fylt: Pgb. 7, 5.; Heb. 11, 8. 9. 13. 39. 3. Fyrirheitið var svo víðtækt, að jörðin sé arfleifðin: Róm. 4, 13.; Heb. 11, 13.; Sálm. 37, 11, 29.;Matt. 5, 5.; Orðskv. 11, 31.; Sálm. 115, 16. 4. Jörðin skal verða endurnýjuð: Op. 21, 5. Dan. 2, 44 ; 7, 27. 5. Hinir trúuðu eru erfingjar með Abraham: Gal. 3, 7, 9. 29.; Róm. 4, 16.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.