Frækorn


Frækorn - 28.04.1907, Qupperneq 1

Frækorn - 28.04.1907, Qupperneq 1
VIII. ARG. REYKJAVÍK, 28. APRÍL 1907. 17. TBL. Séra Friðrik J. Bergmann og trúarflokkarnir. Langt er það, síðan vér höfum les- ið jafn-sanngjörn orð af presti um trúarílokkana eins og í lúnni nyju bók séra Friðriks Bergmanns: »Vafurlogar«. í fyrirlestrinum »Grjótkast< segirhann meðal annars: »Hér þurfa góðir menn að gangast fyrir. Sem stendtir finst mér þjóð vor þurfi langmest á gætnum stilling- armönnum að halda, sem ræða kunna mál hennar með spekt og ró, gæta hófs í hverjum hlut, eru réttlátir og sanngjarnir í garð annara, en forðast æsingar og stóryrði. Pað eru heldur aldrei stóryrðin, sem vinna sigur. Rað heyrist oft betur til þeirra, sem tala lágt, en hinna sem æpa hæst. Eins í trúmálum og þeim ágrein- ingi, sem út af þeim rís. Pað eru mannanna helgustu mál. Hvergi þarf meir á bróðurhug og hjartalagi að halda en þar. Einnig þar skiftast menn í flokka, ýmist með ólíkar trúar- játningar eða ólíkar stefnur. Pað er eigi unt hjá þessu að komast, eins og ástatt er. Getur líka til þess orð- ið að knýja fram réttari skilning og göfugri lífsbreytni. En þá mega trú- málafiokkarnir eigi sjá að eins hræsni og ódrengskap hver hjá öðrum. Eða þeir, sem safna vilja inn í guðsríki, álíta það alt ónýtan skríl, sem eigi kemur nokkurn veginn sjálfkrafa. Marg- an kirkjumanninn mundi furða á sessu- nautum sínum í himnaríki. Vér sannfærum aldrei nokkurn mann með illindum. Engum ættum vér betri að vera en þeim, er oss finst að vilst hafi í skoounum. Peir þurfa mest á kærleika vorum að halda. Og vér mest á kærleika þeirra að halda, ef vér viljum fá þá til að skilja oss. Mönnum gengur oftaH nær miklu bet- ur að skilja með hjarta en höfði«. »Hví skyldu únítarar og Lúthers- trúarmenn hafa horn í síðu hvers ann- ars, til þess nú að taka eitthvert dæmi? Hverjum um sig er ant um trú sína og kirkju. Hverjum fyrir sig um það hugað, að ætla má, að sannfæra sem flesta. Með hverju móti skyldu þeir geta þetta bezt ? Með höggum og slög- vUtn og grjóti? Meðhörðum orðum og sleggjudómum? Nei. En með því móti að láta hver öðr- um sem mestan bróðurkærleika í té, að þeim er unt, reyna að skilja hver annan sem bezt, og vera hver öðrum sem ástúðlegastir samferðamenn. Sá, sem auðugastur er af kærleika )g á- vöxtum hans, sannfærir flesta, hvort heldur hann er únítari eða Lút- hers-trúarmaður. Rað er öldungis víst. Svona hvívetna. Flokkarnir fara að verða býsna margir. Rað eru þjóð- kirkjumenn, og það eru fríkirkjumenn. Pað eru heimatrúboðsmenn og að-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.