Frækorn - 28.04.1907, Síða 2
126
FRÆKORN
ventistar. Það eru an datrúarmenn.
Og það eru loks þeir, sem engu segj-
ast trúa. Margar fvlkingar í liði svo
litlu. Pað er eigi til nokkurs hlutar
að verða \ ondur út af því. En réyna
mætti að draga fylkingarnar saman,
kenna þeim öllum að verjast sameig-
inlegum óvinum leggja undir sig lönd,
sem enn eru óunnin, en hætta öllu
grjótkasti. Mundu þær þá eigi smám
saman gleyma þeim smámunum, er
þeim kann á milli að bera, og renna
saman í þéttskipaða bræðrafylking?
En svo megum v^r heldur ekki
gleyma, að allir þessir flokkar eiga
eitthvert erindi. Ósjaldan ber það
við að það erindi sé nokkuð neikvæít.
En neikvæðar stefnur geta orðið til
þess að knýja fram aðrar jákvæðar.
Bezt, að hver flokkur skili erindi sínu
sem rækilegast, og hinir séu sem fús-
astir að skilja. Ólgan og og æsingin
kemur mest fram íyrir mótþróa flokk-
anna að skilja hver ann.-n. Pegar
erindi einhvers flokks hefir skilið ver-
ið og það sannleiksatriði, sem hann
hat'ði til brunns að bera öðlast við-
urkcnning, hefir flokkurinn vanalega
leyst ætlunarverk sitt af hendi og er
fallinn úr sögunni*.
Eilif er hans miskunsemi.
I hinum í 36. sálrni telur Davíð upp
velgjörðir drottins við fólk sitt. Hann
segir frá undraverkum drottins, frá sköp-
uninni, dásemdum hans í Egyptalandi, frá
því, hve dásamlega drottinn frelsaði fólk
sitt úr þtældómnum í Egyptalandi, hvern-
ig hann leiddi þjóðina um eyðimörkina,
hvernig hann sigraði volduga konunga og
frelsaði þjóðina út af valdi óvina sinna,
og loks segir hann, að guð gefur öllu,
þoldi fæðu; og í hverju erindi segir hann
til að enda með: »Eilif er hans miskunn-
semi.<'
Á líkan hátt hefir drottinn farið að við
þá, sem hans eru.
í minni reynslu finst mér, að það hafa
komið fram á svipaðan hátt, eins og vér
lesum í hinum 136. sálttti. Hve undur-
samlega hefur guð ekki sýnt það í lífi
mínu, að miskunnsemi hans er eilíf? einn-
ig mig frelsaði hann út af Egyptalands
þrældómi, þegar eg var bundinn hlekkj-
um syndarinnar og var hjálparlaus. Hann
leiddi mig um hafið rauða — blóðiðjesú
Krists —, og gegnum það haf gátu synd-
ir mínar ekki fylgt mér. Alla tíð hef eg
séð dásemdir hans. Veikleiki hefir hótað
að eyðileggja mig; drottinn hefir tekið
sjúkdóminn frá mér og gert mig hraustari
en eg var. Erfiðleikar og mótlæti hafa
hvað eftir annað hótað með að eyðileggja
mig og starf mitt; en drottinn hefir aftur
og aftur sigrað erfiðleikana og hjálpað
mér gegnutu alt. Menn hafa misskilið
mig og hvað eftir annað reynt að eyði-
]eggja álit mitt; drottinn hefir látið þetta
verða mér til góðs og verndað um mig.
Varla hefir nokkur vika liðið, án þess að
eg hafi reynt það, að miskunnsemi drott-
i ins sé yfir mér enn þá.
Vinir, það, seni guð hefir gjörí fyrir
mig, vill hann gjöra einnig fyrir yður,
' því ’hann elskar yður alla jafnt. Viljið
þér ekki gefa yður honum á vald til þess
| að reyna, að »eilíf er hans miskunnsemi?*
H. M. Lund
Bækur og rit.
Vafurlogar. Eftir Fr. J. Bergmann.
Winnipeg 1906.
Það er góð bók, sem hinn gáfaði
rithöfundur hér býður íslenzku fólki
vestan hafs og austan. Pað er unun
! að finna slíka bók meðal alls þess