Frækorn - 28.04.1907, Side 6
130
FRÆKORN
væri að vita eitthvað um víni hennar
eða ættingja, en ekkert fanst þar nema
mjög fátæklegur fatnaður. Læknirinn
kom daglega. Hann var alvarlegur
og áhyggjufullur. Loks komst sjúk-
dómurinn á hæsta stig. Hún lá eins
og hun væri dauð svo klukkutímum
skiíti. Ekkert hljóð rauf hina voða-
legu kyrð, meðan menn biðu eftir
því, að sjá hvort hún mundi lifna
við eða deyja. Loksins lauk hún upp
augunum; læknirinn sagði að hún
mundi brátt ná sér aftur, ef hún hefði
góða aðhjúkrun. Bati hennar fór
mjög hægt.
Pær sem áður höfðu áreitt hana
þorðu ekki að segja frá athæfi sínu,
en sendu henni daglega blómvendi
og sælgæti til að reyna að fá hana
til að borða. Augu hennar lýstu bæði
undrun og gleði, þegar hún sá gjaf-
irnar. Allan þann tíma, sem hún lá
í óráði, talaði hún aldrei um með-
ferðina, sem hún hatði mætt.
Einn dag sat forstöðukonan við
rúmið hjá Fanny, og af því hún sýnd-
ist töluvert hressari, spurði hún eftir
vinum hennar.
»Eg á enga vini, bara einn frænda,
Jóhann; hann á sjálfur mörg börn og
hefir aldrei borið umhyggju fyrir
mér. Móðir mfn dó þegar eg fædd-
ist, og eg eignaðist stjúpu. Faðir
minn dó fáum árum seinna, og síð-
an hef eg séð fyrir mér sjálf.«
»Og þú ert aðeins 15 ára.«
»Já.«
»Hvernig fékstu peninga til að
borga íyrir þig heilt ár á skólanum?
»Eg hef unnið fyrir því öllu sjálf,
hverjutn einasta eyri. þegar eg var
orðin svo gömul að eg gat unnið
nokkuð, fór eg að vinna á verksmiðju,
þar fékk eg fyrst 6 krónur um vik-
una og svo 10 krónur, þar að auki
vann eg fyrir fæði kvöld og morgna.
»Vesalings barn!«
iPað þarf ekki að aumka mig fyrir
það, frú ; eg var altaf ánægð.«
»En hvernig hefir þú getað lært
svo mikið á bókina?«
>Eg var vön að láta opna bók
liggja á vefstólnum, og gat þannig
lært setning og setning. Umsjónar-
maðurinn lét það afskiftalaust, af því
eg leysti altaf verk mitt vel af hendi.
Eg skal segja yður: eg hef ætlað
mér að verða kenslukona meðtíman-
um; eg hélt eg fengi betri mentun
hér en nokkursstaðar annarstaðar, og
því kom eg hingað.
»Hvað hefir þú hugsað þér að
gera í sumarfríínu?«
»Eg verð að fara á verksmiðjuna
til þess aö vinna mér inn peninga,
svo eg geti keypt hlýrri föt til vetrar-
ins. Nú sjáið þér, hvers vegna eg
hef ekki efni á að klæða mig betur.«
Forstöðukonan var mjög hrærð,
hún beygði sig niður yfir hvíta föla
andlitið og kysti það blíðlega.
þegar stúlkurnar söfnuðust saman
til bæna um kvöldið, sagði forstöðu-
konan þeim söguna um Fanny. Eng-
in í salnum gat tára bundist. Pegar
forstöðukonan hafði lokið frásögu
sinni, stóð Bertha Brandt upp, og
tárin streymdu niður kinnar hennar
um leið og hún sagði:
»Við höfum verið mjög kaldlyndar
og illgjarnar við þessa vesalings
stúlku. Við höfum frá því fyrsta
hún kom, altaf verið að gléttast við
hana, og hún hefði ekki orðið svona
veik, hefðum við ekki gengið svona
nærri henni. Pað var eg, sem fékk
hinar stúlkurnar með mér til að á-
reita hana; og við höfum verið voða-
lega hræddar altaf síðan, um að hún
mundi deyja. Þér megið reka mig