Frækorn - 28.04.1907, Qupperneq 7
FRÆKORN
131
úr skólanum eða hegna mér á hvern
hátt sem þér viljið; eg hef unnið til
þess. Og eg vil á hnjánuni biðja
hann um fyrirgefningu strax, er þér
leyfið mér að koma inn til hennar.«
»Mig tekur sárt að heyra þetta,
barnið mitt! Eg hefði varla trúað
að nokkur af nemendum mínum
mundi fara illa tneð skólasystur sína
eða vera vond við hana, þó hún
væri fátæk og illa búin. En þú hef-
ir játað brot þitt afdráttarlaust, og eg
fyrirgef þér eins fúslega, og eg held
að hún muni gjöra það líka, þegar
hún veit hvernig þú hefir iðrast, og
hvað þú ert farin að hugsa vingjarn-
lega til hennar.
Smátt og smátt eítir því sem Fanny
hrestist, fengu stúlkurnar leyfi til að
koma inn til hennar ein og ein í senn
og báðu hana að fyrirgefa sér, og
gjörði hún það fúslega. Hún sagði:
«Migfurðar ekki, þó þið hlægjuð að
mér; eg er svo ófríð og var svo iila búin.
Eg hefði fyrir löngu slitið hvert ein-
asta hár af höfðinu á mér, hefði eg
ekki vitað, að það mundi vaxa eins
rautt aftur. Hefði eg fundið eina
einustu vinstúiku meðal ykkar, þá
hefði eg getað þolað alt; en það fór
alveg með mig, að þið voruð allar
á móti mér.«
Eftir þetta tók heilsa hennar skjót-
um framförum, og einn morgun sagði
læknirinn, að hún mætti vera einn
klukkutíma í salnum saman við hinar
námsmeyjarnar. í seinni tíð hafði ver-
ið mikið hljóðskraf og annríki hjá
ungu stúlkunum, en Fanny sem stöð-
ugt hafðist við á herbergi sínu, hafði
enga hugmynd um það.
(Framh.)
“IfriftÍF
oq
Símskeyti til Blaðskeytasam-
lagsins.
(vR.vík", »Austri<, »Frjekorn«.)
Eftirprentun bönnuð.
Kaupm.höfn, 26. apríl.
Rússland. Innanríkisráðherrann varð
að játa fyrir þinmnu (dúmunni), að
orðrómur sá, er gengið hefði um
pyndingar á föngum í fangelsum rík-
isins, væri á rökum bygður. Lofaði
hann því, að þeim sky'ji : ífsað verða
er í þessu væru sekir.
Skýrsla um grimdarverk leynilög-
reglumanna var lesin up'p á þinginu,
og hafa þau í framkvæmd verið hrylli-
legri en nokkurt ímyndunarafl mundi
gera sér í hugarlund.
Golovin forseti átti tal við keisar-
ann, og lét keisari þá ósk í Ijós, að
Golovin inætti takast að ná saman
öruggum meiri hluta á þinginu, er
stjórnin gæti ájt samvinnu við.
No’cegur. Óðalsþingið hefir sani-
þykt með 61 gegn 31 atkv., að við
stúdentspróf skuli n:m ::: 'ur gera létt-
an stýl á landsmáli.«
Símskeyti frá Ritzaus Bureau.
Kaupmannahöfn 10. apr.
Ríkisþingi slitið í dag. Ólokið við
sveitarstjórnar laga frumvörp, og eins
toli-lagafrumvarp
Reir H. Hafstein ráðfmrra og Jón
Magnússon skrifsiofustjó.i komahing-
að 16. þ. m. Ráðherrann í konungs
boði í gær
Stjórnarflokksmenn hafa tilnefnt í
milliþinganefndina þá A. Thomsen
fólkþingisforseta, og A Nielssen rík-
isreikninga endurskoðaða.
Sam. gufuskipafél. ætlar að senda
nýtísku gufuskip með 100 farþega-
rúmi til íslands um leið og Birma
(konungsskipið) fer.
Landskjálfti í Mexikó. Margt fólk
týnir lífi margir sárir.