Frækorn


Frækorn - 05.05.1907, Blaðsíða 3

Frækorn - 05.05.1907, Blaðsíða 3
FRÆKORN klæddir þjóðbiiningi þjóða þeirra, sem þeir starfa á meðal. Sögðu þess- ir trúboðar ýtarlega frá þjóðsiðum og sýndu ótal marga liluti frá trúboðs- löndunum og skýrðu Jjá. Jafnframt þessu skýrðu trúboðarnir auðvitað sérstaklega frá trúboðsstarfinu. Ræðumennirnir voru margir; þenn- an eina dag voru haldnar milli 30 —40 ræður, flestar stuttar þó, en allar, sem eg heyrði, mjög fróðlegar. Húsið, sem haft var fyrir þessa sýningu, var fjarskalega stórt sönghús og sýningin svo margvísleg, að of- ætlun væri að reyna að iýsa henni allri svo, að nokkru verulegu gagni kæmi. Mundi þar til þurfa langa við- stöðu og stóra bók. Hér skal aðeins drepið á fáein atriði: Sýningin var frá þesíum löndum: Kína, Indlandi, Afríku og Madagascar, Ný-Guineu og Suðurhafseyjununt. Af ræðumönnunum voru sérstaklega, tveir, sem höfðu áhrif á mig. Annar var svertingi, að nafni C. H. M. Afee; hann var frá Indlandi og var háskólakennari við trúboðsháskóla þar. Hann var vel fær í ensk* og talaði með brennandi áhuga um kristni- boðsstarfið og hvHti menn til þess að taka þátt í því, *svo þær mörgu millíónir manna, sem enn sætu í myrkri heiðindómsins, fengu að heyra fagn- aðarboðskapinn. Hinn trúboðinn, sem inikið bar á, var enskur inaður, séra T. Biggin. Hann hafði verið 7 ár í Kína, lært kínversku og var klæddur sem Kín- verji. Hann sagði margt t'rá siðum Kínverja og var hinn áhugamesti um kristniboðsstarfið. Eg talaði við hann og sagði hon- um frá Eríki Pilquist trúboðanum, sem Kína-kristniboðsfélagið í Reykja- vík leitast við að styðja ofurlítið. Séra 136 | Bigg'n Þe^ti trúboða þennan og lof- aði að bera honum kveðja mína, er hann sæi hann. Meðal þess, sem séra Biggin sagði frá, skal eg nefna ópíumsreyking- una. A sýningunni var sérstakt herbergi útbúið til að sýna ópí- ums-holu, eins og þær eru almenn- ar í Kína. Meiri hluti gólfsins er upp- hækkaður um eina alin eða svo. Á þennan pall er lögð gólfábreiða og j hér legst reykjarinn fyrir til þess að í njóta ópíumsins. Undir höfuðið hefir hann trégrind fyrir kodda, enda er slíkt alsiða í Kína. Pípan er rúmlega aiin löng, gerð úr spanskreyr og höfuðið úr hörðu tré. Nálægt öðrum enda pípunnar er pípuhöfuðið fest. Pað er breiðara en á tóbakspípu, og gatið er lítið, ekki stærra en svo, að hægt sé að stinga prjóni í það. Pegar reykjarinn á að reykja ópíum j tekur liann milli fingranna ofurlítið af ópium, sem er þykt, svart efni, líkast biki. Hann eltir það milli fingranna, þangað til það verður svo mjúkt, að hann getur stungið löngum al, ekki ólíkum prjóni, gegnum það; svosting- ur hann alnum, með ópíumsstykkinu á, í pípugatið og festir það þarþann- ig, að þegar hann dregur alinn úr pípunni, þá siturópíumið þar á þann hátt, að hægt er að draga loft gegn um pípuna og gegnum ópíumið. Svo er næst að kveikja á ópíumslampan- um. Hann er að eins. venjnlegur sprittlampi með ofurlítilii glerkúpu yf- ir. Lampinn er til þess að hita pípuhöfuðið með ópíumið á, og þá byrjar reykjarinn að draga að sér hinn hitaða ópíumsreyk gegn um pípuna. Ekki reykir hann lengi, fyr en hann sofnar, og er þá eins og kominn inn í sælustaðinn bezta; sorg-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.