Frækorn - 05.05.1907, Blaðsíða 6
138
FRÆKORN
arnir safnast þá saman og kveða kátir hræ-
fuglaljóð sín. Jafnóðum hirða þeir það,
sem steinarnir kremja lífið úr Petta er
þeim mun geigvænlegra, sem þokan fyllir
gilið, svo ýmist sér maður alls ekkert frá
sér fyrir henni eða maður sér einlægar
ofsjónir, 'sér alt í tröllaukinni stærð; alt
verður miklu ferlegra en það í raun og
veru er. — — —
Veslings Fanny.
(Niðurl.)
A ákveðnum tíma kom forstöðu-
könan sjálf til að leiða Fanny niður
í salinn, því hún var of máttfarin til,
að ganga ein.
»Barnið mitt,< sagði forstöðukonan
»stallsystur þínar hafa hugsað fyrir
lítiili gjöf handa þér, og vilja gjöra
þér svo skemtilegt sem unt er.
Hún opnaði dyrnar og hjálpaði
Fanny til sætis í hægindastól, náms-
meyjarnar gengu hægt inn með bros
á vörum og sungu kvæði til að bjóða
hana velkomna. Pegar því var lokið,
gekk Bertha Brandt fram, og setti
inndælan blómsveig á höfuð hennar
og sagði við hana: »Kæra Fanny,
við krýnum þig í dag til drotningar
yfir okkur, því við vitum, að þú ert
okkur langt um fremri í augum hans
sem einungis lítur á hið innra, en
ekki hið ytra. þú hefir veitt okkur
þá kenslu, sem við munum aldrei
gleyma, og við biðjum þig að taka
móti merki um einlæga ást vora og
iðrun, fyrir það sem við höfum verið
slæmar við þig að undanförnu. Ojöf-
ina muntu íinna, þegar þú kemur
aftur á herbergi þitt.«
Tárin komu fram í augun á Fanny
Hún reyndi árangurslaust að «vara,
en forstöðukonan talaði íyrir hana,
og eftir að þær höfðu sungió annað
kvæði, t'ylgdu þær nýkrýndu drotn-
ingunni sinni inn í borðstofuna, þar
voru hátíðaréttir á borðum, sem höfðu
verið búnir til fyrirþetta tækifæri. Fanny
var róleg, en ósegjanlega hamingju-
söm, þó varð hún svo þreytt af öll-
um þessum hátíðabrigðum, að for-
stöðukonan sagði, að hún mætti ekki
sjá gjöfina frá námsmeyjunum það
kvöld. Hið fyrsta, sem hún sá, þeg-
ar hún lauk upp augunum morgun-
inn eftir, var stór-fallegur ferðakistill,
lá miði á honum, og var skrifað á hann:
»Ungfrú Fanny Brun, frá kenslukonum
hennar og skólasystrum.« Begar hún
opnaði kistilinn, sá hún að hann var
fullur af nýjum fötum; en hún hafði ekki
tíma til að taka þau upp, fyr en eft-
ir morgunverð; þá gat hún verið
einsömul að skoða þessar dýrmætu
gjafir. Pað voru fallegir kjólar, káp-
ur, falleg ný sóihlíf, glófar, hálfermar
og kragar, — í stuttu máli alt sem
ung skólastúlka hefði getað óskað
sér. Hver einstök af þeim 210 nem-
endum, sem voru á skólanum hafði
lagt til sinn skerf til þess að útvega
fullkominn fatnað handa þessari fá-
tæku skólasystur sinni. Neðst í kist-
unni lá bréfaveski, Ijósmyndabók og
í henni myndir af þeim öllum, og
loks lítil snotur peningabudda með
20 krónum í og bréf frá íorstöðu-
konunni, og var þetta þar í: »Kæra
barn mitt! Bessi miði gildir sem full-
komin kvittun fyrir öll útgjöld, sem
skólavera þín hefir í för með sér,
hve lengi sem þú óskar að vera hér
á skólanum, eg gef þér hana - sem
vott um einlæga ást mína og virð-
ingu.«
foluinne Gazin.
Um hádegi sat hún á gólíinu með
gjafirnar í kringum sig, og grét eins