Frækorn


Frækorn - 05.05.1907, Blaðsíða 5

Frækorn - 05.05.1907, Blaðsíða 5
FRÆKORN 137 ur lítið dýr, t. d. íluga, látið inn í gatið og innibyrgt þar, látið deyja. Andi þessa dýrs fer — að trú Kín- verja — í skurðgoðið, sem á þann hátt verður aðguðdómi*. Skurðgoða- dýrkunin fær eftir þessu aðra merk- ingu, en menn eru vanir að leggja í hana. D. Ö. f*egar vitranir birtast. (Kafli úr nýprentaðri bók eftir Friðrik Bergmann: »Vafurlogar«.) Eitt Pjóðskálda vorra hefir lýst því bet- ur en flestir aðrir, sem fram fer í sálu hans, þegar vitranir birtast. Flestum er kunnugt dálítið kvæði eftir skáldin Matt- ías Joehumsson, er hann kallar leiðsla. það er ekki laust við, að lient hafi verið gaman að skáldinu fyrir þetta kvæði. Há- tíðisstundin í sálu skáldsins, er kvæðið lýs- ir, er svo mikil og heilög, að marga brest- ur lotningu til að skilja, Þeir gleyma að draga af sér skóna, að því þeir standa með skáldinu á helgum stað. En ekkert skáld hefir lýst því betur fyrir mér að minsta kosti, hvað fram fer í sálu hans^ þegar skáldafákurinn þýt- ur með hann hæst td fjalla. Kvæðið mun hann hafa ort býsna ungur. Pað ber það með sér að minsta kosti, að skáldið hefir enn eigi náð fullum þroska, Hann er enn á æskú-skeiði svo að segja. Rað er ein af fyrstu fjallferðunum hans, sem hann lýsir. Hefði hann ort þetta kvæði síðar á æfinni, mundi búningurinn hafa verið þroskaðri. En tilfinningin, geislabrotin, það, sem hann er að sýna oss með kvæð- inu, mundi það þá hafa orðið jafn-lifandi og jafn-satt? Mundi glampinn af því hafa jafn-sterkur orðið í sálum vorum? eg ef- ast um það. Og andinn mig hreif upp á háfjallatind, og eg horfði sem örn yfir fold, og mín sál varð lík ístærri, svalandi lind, og eg sá ekki duft eða mold. Með öðrum, orðum andinn hrífur hann upp á háan íjallstind. Raðan sér hann um alla heima og geima. Hann vei'ður þess var, að aldrei hefði sjón hans verið jafn- glögg og nú. Hann hefir fengið arnar- augu. Engri, skepnu hefir önnur eins sjón verið gefin og örninni. Ofan úr háa lofti sér hún lambið í dalverpinu — jafn- vel maðkinn í moldinni — og steypir sér beina leið niður til að hremma það. Ef nokkur skepna hér á jörðu hefir augu eins og eldsloga, þá hefir örnin þau. Slík arnaraugu hefir nú skáldið fengið, þar sem hann er kominn upp á fjallstindinn. Sál hans er orðin hrein, laus við sora gróm og ryk, sem láglendinu fylgir, eins og tær, svalandi lind. Honum finnast nýjar uppsprettur hafa opnast í brjósti sér, Arnsúgurinn hefir feykt öllum skýjum og allri þoku burt frá augum hans, þegar hann var borinn í hæðir. Mold og myrk- ur er horfið. Alt ljótt og lélegt er kom- ið í fjarska. Það nær ekki til hans, hef- ir ekkert vald yfir honum lengur. Frjáls eins og fuglinn svalar hann höfði sínu í »himinblámans fagurtærri lind«. Endurminningarnar lifa samt enn í sálu hans, Bergmálið er eftir. Pað er kvöld í hjartanu út af því, sem fyrir augum hef- ir borið. Á leiðinni upp á tindinn hef- ir lífið birst honum í hræðilegri mynd. Mér þótti sem hefði eg gengið upp gil fult með grjótfiug og hræfugla-ljóð, fult með þokur og töfrandi tröllheima spil uns á tindinum hæsta og stóð. Að kliíra upp slík gil er lífshættu óskap- leg. Grjótið kemur fljúgandi niður af hamrastöllunum fyrir ofan mann. Hver slíkur steinn, sem losnar, getur orðið að bráðum bana. Enda fer það svo hvað eftir annað. Peir, sem á leiðinni eru, samferðamennirnir, hníga, hver á fætur öðrum, steini lostnir til grafar. Hræfngl-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.