Frækorn - 28.05.1907, Síða 4
160
FRÆKORN
Þitt orð er lampi fóta minna og Ijós
á vegum mínum, segir Davíð konungur.
Gengur þú í því ljósi?
Hugsaðu vel um hvort þú gjörir það.
Vaknið allir vorið kallar!
Víkur nótt en ljómar sól.
Lífsins gjalla gígjur snjallar,
gróður, þrótt, og von og skjól.
Lifnar flæði laufgast svæðí
leyst úr þröngum klaka hjúp
Föður hæða feginskvæði
flytur himin grund og djúp.
Vonir glæðast ljósið ljómar.
Lífið hlær í mildum blæ.
Blómin fæðast ástin ómár
yndi nærir fold og sæ.
Fram til verka vorið kallar
vakinn þrótt á morgunstund.
Streymir fjör um æðar allar
eftir kaldan vetrarblund.
Tæp er stundin, stuttur skólinn
starfið margt og skyldan há.
Vökum meðan sumarsólin
signir blómin veik og smá.
Pegar haustið k'alda kallar:
kvíða, elli, stríð og þraut
fellur þá sem fis til vallar
fegurð vorsins líf og skraut.
Hörpur gjaila herrann kall^r
heyrið vorsins mildi blæ!
Tímans falla öidur allar
í hinn mikla djúpa sæ,
Bráðum strengir breyta hljómum
bliknar fold og verður snauð,
þá er seint að safna blómum,
sem að liðna vorið bauð,
M M.
Bækur og rit
Stutt matreiðslubók fyrir sveitaheimili.
Útgefandi: Póra P. Grönfeldt.
Bók þessari verður eflaust vel tekið;
því konum er farið að skiljast hve afar-
nauðsynlegt er að læra að búa til mat
svo að hann sé bragðgóður, nærandi, og
í einu og öllu svari tilgangi sínum.
Peninga virði.
Málfærslumaður F. þjáðist af hjartslætti
! og hafði óreglulegan andardrátt. Loks
var hann tilneyddur að snúa sér til læknis,
sem hann þekti.
Læknirinn rannsakaði sjúklinginn og
spurði síðan: »Brúkið þér tóbak?
»Hvort eg brúka tóbak? Já, eg held
það! Eg hef tuggið og reykt að heita
má í sífellu síðastliðin 25 ár. Pegar eg
hef ekki reykt, þá hef eg tuggið.*
»Já, já«, sagði læknirinn, um leið og
hann settist aftur við skrifborðið, »Pá get
eg ekkert gjört fyrir yður hr. F. Hið
eina, sem gæti hjálpað yður, er að hætta
algjörlega við tóbaksbrúkun; en það gætuð
þér ekki, þó líf yðar væri í veði«.
»Svo, haldið þér það?« svaraði mála-
færslumaðurinn. »Eg skal nú sýna yður
það!«
í sama bili tók hann upp úr vasa sín-
um pípu, reyktóbakspoka og munntóbak
af bestu tegund, kastaði því í ofninn og
gekk snúðugt út.
Tveim mánuðum síðar heimsótti hann
læknirinn aftur.
»Læknir« sagði hann, «eg vel biðja
yður að rannsaka hvort nokkur breyting
hefur orðið á hjartasjúkdómi mínum«.
Læknirinn gjörði það.
»Pað er ekkert að hjartanu í yður, hvað
hafið þér gjört við það?
Eg hef gjört það sem þér sögðuð eg