Frækorn - 23.06.1907, Blaðsíða 1
Rodd guðs.
Margir óska þess að guð tali til sín.
Sjúklingar vi!ja gjarna biðja: »Seg ein-
ungis eitt orð, og mun mér batna*. Marg-
ir, sem eru í óvissu um, hvað þeir eigi
úr að ráða óska að heyra rödd guðs tala
til sín. Allir, mundu gjarna vilja heyra
guð tala til sín skýrt og skiijanlega. En
ef menn væru, samt sem áður jafn fúsir
að heyra, eins og guð er til að tala, þá
stæði ekkert í vegi. Sannleikurinn er sá,
að hinn sjúki finnur þau orð, sem hann
þráir, þau eru þegar töluð — löngu áð-
ur cn hann bað um þau, og guð hefur
hugsað fyrir hinum efasama, sem ekki veit
sjálfur hvernig hann á að snúa sér, og
það löngu áður en þarfir hans komu fram
í bæn. Guð hefur borið umhyggju fyrir
oss löngu áður en vér hugsuðum til hans.
I biblíunni heyrum vér rödd guðs og
finnum þau orð, sem vér þurfum og þrá-
um í öllum kringumstæðum lífsins.
Jesús sagði: »F*au orð, sem eg tala til
yðar eru andi og líf«. Vér höfum nóg
dæmi upp á það hvílíkt vald er í orðum
hans. »Hann talaði og það varð, hann
bauð þá stóð það þar . Orð Jesú frið-
uðu syndþjökuð hjörtu, læknuðu veika,
reistu upp dauða, sefuðu sjáfarólguna —
já, það er hans orð, sem hefur skapað
heiminn og mennina, af því - þau eru
andi og líf«, þau etu lifandi og kröftug
af því guðs andi er í þeim.
»Mín orð mtinu aldrei forganga«, seg-
ir Jesús. Vér sjáum hvernig biblían hef-
ir haldist við öld eftir öld og staðist á-
hlaup ofsóknanna. F*að er vegna þess að
guðs orð er andi og líf; sá krattur, sem
skapaði manninn er sterkari en maðurinn
sjálfur, já sterkari en vald myrkranna, sem
hvetur manninn til að burtkasta orðinu.
Pessi kraftur guðs orðsy mun aldrei for-
ganga, — hann er sá sami í dag eins og
það sinn, sem orðið fram gekk af guðs
rnunni.
Vér þurfum að læra að skilja það, að
Jesú orð eru ekki kraft minni þótt þau
séu skrifuð — komin á prent. Jesú orð
geta náð til fleiri nú, heldur en þegar
hljómaði frá himnum: »Verði ljós* eða
jesús /alaði á holdsvistar dögum sínum,
þau hafa sama vald og geta framkvæmt
söniu kraftaverk. Vér sjáum hvernig menn
verða leystir úr fjötrum syndarinnar. Vér
sjáum hvernig gleðiboðsknpurinn breið-
ist út um heiminn, og hvernig spádóm-
arnir uppfyllast, og vér munum sjá þá
spádóma, sem enn eru ekki komnir fram,
uppfyllast með slíkum krafti,*að ekkert tær
staðist móti.
Sá, sem ekki gefur gaum að guðs op-
inberaða orði getur ekki vænt þess, að
heyra rödd frá himnum. Eða skyldu menn
vona eftir að heyra eitthvað nýtt? Guð
hefur ekkert uýtt'að segja okkur, hann
seður ekki forvitni þeirra, sem ávalt sækj-
ast eftir nýungum. En gleðiboðskapur-
inn scm hann hefir gefið okkur hefur þann
eiginlegleika að hann verður aldrei gam-