Frækorn


Frækorn - 23.06.1907, Blaðsíða 3

Frækorn - 23.06.1907, Blaðsíða 3
FRÆKORN 101 korn og sagði síðart: »Eg er ólærð- ur maður.« Rað getur satt verið, en hugsið yður um, litla stund. Rér segið að hann dó fyrir syndara, fyrir okkur alla, en nefnið nú fyrir mér einhvern af þeim syndurum, sem hann dó fyrir.« Maöurinn stóð lengi þegjandi. Ut- lit hans bar vott um órósemi og sál- arstríð. Alt í einu rann upp Ijós í sálu hans, og augu hans lýstu af gleði er hann sagði: »Hann dó fyrir mig.« »Já, hann dó fyrir yður, og guð segir í sínu orði: »Trúðu á drottinn Jesúm Krist.o Nokkrum dögum seinna líitti eg hann aftur, og spurði hann: »Getið þér sagt inér, fyrir hvern dó Jesús?« »Já, sagði hann, )g augu hans tindruðu aí gleði, »hann dó fyrir mig nú sé eg það.« Kæri vinur, hefir þú séð, að Jesus dó jyrir þig. Laimið ílt með goðu. Lítil stúlka kom einu sinni og sýndi mömmu sinni ávexti, sem henni höfðu verið gefnir. »Hvað hún vinstúlka þín hefir ver- ið góð við þig,« sagði mamtnahenn- ar. »Já,« svaraði barnið, >hún gaf mér meira en þetta, eg gaf nokkuð af þeitn aftur.« Regar móðirin spurði, hverjum hún hefði gefið þá, svaraði hún: »Eg gaf þá telpu, sem hrindir mér oft á götunni, og grettir sig framan í mig.« Móðirin spurði, hversvegna hún í hefði gefið henni ávextina, en hún svaraði: »Eg hélt að hún skildi þá betur að mér þykir vænt unt hana og vil vera góð við hana, og að hún þá kannske hætti að vera vond við mig.« Ferðasaga. Eg lagði af stað frá Rvík 3 febr. síðastliðinn með »Laura« til ísafjarðar, Dvaldi eg bæði þar og í næstu hér- uðum það sem þá var eftir vetrar. Einnig brá eg mér snöggvast til Dýra- fjarðar. Hrepti eg oft veður stirð á ferðalagi þessu, — umhleypinga með úrkomum miklum. Kaupstaðurinn á ísafirði er óðum að stækka. íbúar um 1600 (?) Mörg hús sá eg þar nýbygö, og virtust mér þau vönduð í alla staði. Var Brynjólfur skipstj. Bjarnason að láta byggja hús í félagi með öðrum. A giskað að það hús mundi kosta um 40,000 kr. Hefir Pétur Bjarnason bygt niðursuðuhús, virt á 30,000 kr. Er barnaskólahúsið, að mínu áliti lag- legt hús mjög, og vel úr garði gjört. Goodtemplarahúsið þar er talið með vönduðustu húsum landsins af því tagi. Er flokkur templara þar all-fjöl- mennur. Par er og ríkjandi meðai templara eldheitur bindindisáhugi. Má hvað það snertir, nefna t. d.: Helga Sveinsson, Kristinn Jónsson, Jóhann Þorsteinsson, Jón Eyjólfsson, Magn- ús og Halldór Oíafssyni, Guðmund Guðmundsson . frá Gufudal o, fl, Á ísafirði mun án efa bezt höfn á landinu. Lifa ísfirðingar mest á fiskiveiðum. Þilskipaútgerð ei þar í einna stærstum stýl hjá Árna kaupm. Jónssyni, — 12 — 15 skip. Við ísa- fjarðardjúp eru fiskiveiðar aðallega stundaðar á mótorbátum, munu þeir

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.