Frækorn


Frækorn - 23.06.1907, Blaðsíða 4

Frækorn - 23.06.1907, Blaðsíða 4
192 FRÆKORN vera fult hundrað þar. Eru margir þeirra án þilfars, — þykja léttari meðferð- ar á landi. í Bolungarvík gengu um 30 mótor- bátar á fiskiveiðar fyrri hluta vetrar, en nokkuð fleiri er útá leið. — F’egar gott sjóveður er, eru sjómenn ávalt mjögárla dags á flakki, bæði til að setja fram skip sín, og svo að huga að ýmsu sem viðkemur starfi þeirra. Hrinda þeir skipum afhlunn- um með svovasklegum handtökum og röggsamlegum fyrirskipunum að un- un er að sjá það og heyra. Sést oft knálega til ára tekið þegar þeir hafa ýtt á flot, og beitt stöfnum til hafs. Eru skipin nú horfin á sæ út innan stundar með skörpu skriði. Ber það stundum við, að einn eða tveir af mótorbátunum dragast aítur úr — eins og latrækir klárar. Kemur þá upp úr kafinu að eitthvað er bil- að í vélunum. Þykir það vaida miklum töfum, er þannig kemur t'yrir, að ekki eru mót- orviðgerðir fáanlegar nær en á ísafrði. Par sem mótorbátar eru notaðir við fiskiveiðar, þyrfti einhver að vera, er því væri vaxinn að konia því í lag sem bilar eða afiaga fer í þeim. Þótt verk þetta sé mjög vandasamt og heimti sérstaka þekkingu, hygg eg að þeir sem á annað borð eru smiðir af náttúrufari geti numið það. Sjómenn þeir, er eg heimsótti, voru kátir og gestrisnir, og naut eg skemt- unar og ánægju í híbýlum þeirra, sjó- búðunum. Engann mann sá eg hér drukkinn, þótt vín væri fyrir hendi. Eru margir af sjómönnum hér mjög áhugamiklir bindindismenn og sækja vel templarafundi. Er Jónas Jensson féhirðir félagsins, hefir verið það frá byrjun. Meðal annara áhugsamra félagsm. má nefna: Sigurð Kristjáns- j son, Jóhann Bjarnason, Jón Eyfirðing, i Kristi n Þorvaldsson, Oísla Árnason, | jens Níelsson og marga fleiri er eg ekkí man að nefna. Verzlanir eru 4 eða 5, og íbúar um 700 að meðtöld- um sjómönnuuum í þeim 40 sjóbúð- um, sem þar eru. í Hnífsdal er fólk miklu færra, en húsagerð er þar í fratnför. Ear er sagt mjög fiskisælt. í Álftafirði skiftist bygðin í 3 þorp, mjög þéttbygð. Eru þau nefnd : Súða- vík, Tröð og Dvergasteinn. Er Tröð einna stærst, og tilkomumest. Þar er barnaskóli. Hefir Friðrik Guð- jónsson stundað þar barnafræðslu um 15 ára skeið. Er það von margra og ósk, að hann enn um lartgan tíma geti unnið að starfi þessu. Stór furða er hve þolinmóður hann heíir verið við starf þetta, þegar þess er gætt hve laun kennara eru lág hér á landi. Hægt mun vera að sanna, að þeir er ganga að alntennri daglauna víunu hafi miklu hærri vinnulaun en þeir sem barnakenslu stunda. Breyta sú og lúi, sem barnafræðslan hefir í för með sér, mun vera miklu meíri en menn alment hafa hugmynd um. Kjör barnakennara þurfa að batna. í Álftafirði hefir, á tveim stöðum, verið *stunduð hvalaveiði: Langeyri og Dvergasteinseyri. Á Langeyri er aðeins eftir íbúðarhúsið, en á Dverga- steinseyri er nú stunduð síldveiði af | norsku félagi, — Hvalveiðarhúsin á Seyðisfirði er sagt að verið sé að rífa. Er nú hvalaveiði stunduð á tveim stöðum á vesturlandi: Tálknafirði og í Jökulíjörðum. f Súgandafirði er einna fjölmennast á Suðureyri. Verzlun rekur þar Krist- ján kaupm. Albertsson. — Ekki all- j langt þaðan er Önundarfjörður. Er I hann fagur mjög, — liggur þráðbeinn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.