Frækorn - 23.06.1907, Blaðsíða 7
FRÆKORN
195
»F*að væri fróðlegt að vita hvað það
kemur þessu máli við?«
»Rað kemur þessu máli mikiðvið ,
sagði presturinn, og reyndi svo með
vingjarnlegum orðum — aðvörun og
áminningum að vekja samvizku hans,
en E. reiddist af því að hafa mist
pípuna sína; reiður við prestinn og
jafnvel við guð, stóð hann upp í skyndi.
Presturinn frétti seinna að hann
hefði bygt syni sínum út fyrir það
hann gat ekki borgað honum skuld.
Pessi saga er þess verð, að vér
veitum henn eftirtekt. »Alt silfur og
gull er mitt«, segir drottinn. Vér er-
um aðeins umboðsmenn hans; prett-
um ekki guð, því gjörum vér það,
munum vér eins og veslings E. fáað
reyna stóra óblessun. Mjög er- hætt
við, að það hafi ekki verið einungis
eigur hans, sem hann misti, heldur að
hann hafi stofnað sálu sinni í voða.
Símskeyti frá Ritzaus Bureau.
Kaupmhöfn 13. júní
Konungshjónin dönsku fara í kvöld
frá Lundúnum til Frakklands.
Vínyrkju-uppþotið á Frakklandi er
að breiðast út.
í nánd við Gautaborg fanst bóndi,
kona hans, stjúpdóttir og börn, alt
myrt.
Kaupmhöfn, 18. júní
Ríkisþingið rússneska (dúman) rofið
á sunnudaginn. Meiri hlutinn neitaði
að framselja 16 jafnaðarmanna-þing-
menn, en vildi vísa málinu til nefnd-
ar. Alt með spekt á Rússlandi.
Konungshjónunum dönsku innilega
fagnað í París. Koma heim á morgun.
Nefnd í stórþingi Norðmanna legg-
ur til, að veittar séu 10,000 kr. til
ferða Wathneserfingja milli Noregs,
Færeyja og íslands. Sjö ferðir á ári.
Viðstaða konungs á Færeyjum (í
sumar) ákveðin 3 dagar.
Friðarþingið í Haag sest að störfum.
Ýmsar fréttir.
Skipsbruni.
15. þ. m. brann fiskiskipið «Nyanza«
til kaldra kola hér á höfninni, það
var eign Th. Thorsteinsens kauipmannc.
Eldurinn kom upp í skipinu kl. 6 síðd.
Ekki vita menn Ijóst hvernig hann
hefir kviknað Alt, sem skipinu til-
heyrði brann, einnig munir skipverja,
engu varð bjargað.
Skipið logaðí fram yfir háttatíma
um kvöldið, þá var það brunnið of-
an að sjó, og flakið sökk þar við
fjöruborðið.
Maður varð úti
2. maí milli Snartastaða og Leir-
hafnar á Sléttu. Hann héf Vilhelm
Hansson.
»Sterling«
kom til Akureyrar með stórstúku-
fulltrúana á áætluðum degi. Templ-
arar á Akureyri tóku móti þeim með
iagnaðarsamsæti þá um kvöldið.
Guðm. Hannesson
læknir á Akureyri hefir fengið áskor-
amr með fjölda nafna undir, úr bæn-
um og báðum sýslunum, um að vera
kyr. Hann vilja þeir fyrir engan mun
missa.
Fegursta veður
fyrir norðan þessa dagana.
Fjárkláðafregnir
allískyggilegar koma hvaðanæfa. í
gær kom símfregn um fjárkláða á
Langanesi. Er fé rekið heim af af-
rétt til böðunar.