Frækorn


Frækorn - 20.09.1907, Síða 3

Frækorn - 20.09.1907, Síða 3
FRÆKORN 287 Dýrðleg von. Rað er hin dýrðlega von guðs barna, að þau muni fá að sjá Jesúm eins og hann er, og verða honum lík, þegar hann opinberast. 1. Jóh. 3, 2. Ressi von er bygð á guðs ó- endanlega kærleika íjesú Kristi. »Sjáið, hvílíkan kærleika faðirinn hefir oss auðsýnt, að vér skulum guðs börn kallast.« 1. vers. Vonin er eftirvænting tilkomandi gæða. Hin dýrðlegasta von kristins manns er endurkoma Krists, þegar hann kemur til að gefa öllum guðs vinum eilíft líf. Guðs börn þrá þenna dýrðlega dag. Hans vegna eru oss gefnir allir aðrir dagar; þá mun það, sem hér er sáð óásjálegt, upprísa í vegsemd, það, sem sáð er í veikleika, upprísa í krafti, og það, sem sáð er í forgengilegleika, mun upprísa ófor- gengilegt. (1. Kor. 15, 41. 42.) Pá mun Jesú almættis- og kæi leiks- orð hljóma frá hæðum, blítt og há- tignarlegt, eins og þegar hann kallaði Lazarus fram af gröfinni og gaf ást- vinum hans hann aftur; von þeirra hafði myrkvast um stund, en hún fékk að skína með endurnýuðum Ijóma á framtíð þeirra, og vitna um hinn undraverða eilífa kærleika frels- arans og föðursins á himnum. Hugsið yður, þegar allir guðs vinir þannig fá von sína uppfylta, þegar hinir endurleystu drottins koma fram með fagnaðarsöng, og eilíf gleði verð- ur yfir höfðum þeirra! Fögnuður og kæti skal falla í þeirra skaut, en hrygð og andvarpan á burtu víkja. (Es. 51, 11.) Að hugsa sér, þegar Jóhannes og allir hinir postularnir fá að sjá Jesúm eins og hann er og verða líkir hon- um; þegar Páll, sem lagði höfuð sitt undir böðulsöxina, skal stíga frá hinu myrka fangelsi grafarinnar upp til dýrðarsala himinsins til að meðtaka kórónu réttlætisins, sem hinn réttláti dómari hefir lagt afsfðis handa honum — kórónu, sem er 10,000 sinnum meira verð heldur en allar kórónur heimsins konunga. Hjarta mitt berst af gleði, og eftirvæntingartár streyma niður kinnar mínar, þegar þessi dýrð- lega von guðs barna ljómar fyrir sálu minni með unaðsgeislum sínum. Hugsaðu þér, þegar allur skari písl- arvottanna kemur fram, göfugir menn, konur og börn, sem fúslega hafa gefið líf sitt fyrir Krists sakir. Fjötr- ar þeirra verða breyttir í hvít klæði, og í stað hinna myrku fangelsa fá þeir dýrðlega bústaði við guðs hægri hönd. Hin fölu afmynduðu andlit þeirra bera ekki lengur vott um mis- þyrmingu og ósegjanlegar þjáningarí því þau ljóma eins og sólin, er hún skín í krafti sínum, lýsa eins og stjörn- urnar í fegurð sinni. Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra, og lambið mun leiða þá að lindum lifandi vatns í guðs eilífa ríki. Einn einasti dagur hjá drotni er fult endurgjald fyrir heila mannsæfi fylta sffeldri sorg og baráttu. Hvað skulum vér þá segja um þúsund sinnum þúsund ár, já um alla eilífðina í dýrð hjá drotni? Hvers vegna ert þú niðurbeygö, mín sál, hvers vegna ganga sorgar- bylgjur veraldarinnar yfir þig? Líttu augum trúar og vonar upp til frels- ara þíns, varpaðu akkeri vonarinnar inn fyrir fortjaldið, þangað, sem Jes- ús, æðsti prestur vor, er inngenginn. Láttu guðs dýrmætu fyrirheit vera þinn fasta grundvöll, sem þú getur öruggur bygt á. Haltu fast við fyrir- heitin, guðs framboðnu náð, mittíöll- um breytingum og óeirðum þessa

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.