Frækorn - 15.11.1907, Qupperneq 3
FRÆKORN
351
Una$5enul baimsins.
Kaupandi etnn í Vestnrheimi hefir sent Frækornum
kvæðið, sem hér fer á eftir. Það er kveðið a þakkardegin-
um (The Thanksgiving Day) 29. nóv. ’05.
Þakkardagur hcitir þjóðhátíðardagur Vesturheimsmanna.
Það er í tilefni af lokinni uppskeru. að þeir halda hann,
og þakka gjafaranu allra hluta fyrir blessun hans á ár-
inu og gióðann, sem hann hefir veitt þeim af jöiðunni.
Unaðsemd haustsins er horfin
og heilagra sólgeisla skraut;
friður þess fylti vorn anda
og færði oss blessun í skaut.
Friður þess, fegurð og blíða
er fagnaðarefni í dag.
Er ekki sjálfsagt vér syngjum
nú samhuga þakklætislag?
Hefir ei höfundur tíinans
hjálpað oss jafnan í neyð,
ótalmörg gefið oss gæði
og gætt vor á æfinnar leið?
Hann hefir hörðu í ári
hugrekki veitt oss og ró,
blessað vorn bjargræðisforða
og brauð látið æ verða nóg.
Hörð þsgar hretviðri dundu
og hagsældin virtist ei nein,
hógvær hann hastaði’ á storminn
og hérvistar bætti vor mein.
Sorgin, ef sál vora stundum
sveipaði' í gráskýjum kífs,
í andanum osslét hann skoða
endurskin dýrðlegra lífs.
Vor mentamál erfið ef eru
og uppfræðsluvöntun hjá lýð,
hann sér um og sjálfur tilhagar,
að sól andans vertni þar blíð.
Vér hugsum ng hugfangir dáumst
að handleiðslu drottins á oss.
Mildri með miskunnarhendi
hann mýkir vorn daglega kross.
Þess skal með þakklæti mi.nnast
að þrenging oss bugar ei nein,
herrann þvi sjálfur er hjá oss
og hérvistar bætir vor mein.
Því skal nú þakka og kveðja,
þakka þá unaðartíð,
þakka og sætlega syngja
um sífögur haustkvöldin blíð.
K. D. J.
Upprisdn.
„Frækornum" hefir borist svolátandi fyrir-
spurn:
Hvað er átt við f síðasta tbl. „Frækorna",
þegar sagt er, að „kirkjan geri lítið úr uppris-
unni"? - Hvernig er hægt að segja þetta,
þareð hún þó játar, að hún „trúi á upprisu
holdsins og eilíft líf"? — Athugull lesari.
Svar vort er á þessa leið:
Vér þekkjum vel, að kirkjan viðhefur þessi
orð í trúarjátningunni, og að því leyti, sem
hún heldur trygð við þau, gerir hún ekki\'ú\ö
úr uþþrisunni. Sainkvæmt þeim er eilift líf
komið undir upprisu holdsins. Annan skilning
er ekki vel hægt að leggja í þau. Enda er
kenning guðs orðs hin sama. Ef dauðir rtsa
| ekki upp, þá er Kristur ekki upprisinn; „þá
eru ogþeir, sem sofnaðir eru i Kristi, glataðir."
1. Kor. 15, 16-18.
En spurningin er þessi: Er kirkjan alment
á vorri tíð trú játning sinni og guðs orði í
þessu tilliti? Þegar kirkjan kennir, að þeir dauðu,
sem orðið segir að „sofi í Kristi", - alls ekki
sofi, heldur njóti fullsælu himinsins þegareftir
dauðann, á undan upprisu, - hvaða þýðing
fær svo upprisan? Hvers vegna mætti þá ekki
alveg sleppa henni úr kenningunni? Og er
það ofsagt, að kirkjan á þennan hátt geri lítið
úr upprisunni ?
Það er fleira, sem fær minni þýðing en vera
ætti, ef afneitað er kenning ritningarinnar um
■ svefn framliðinna til dómsdagsins:
Ef hinir trúuðu dauðu lifa í sielu himinsins
enda þótt dauðir séu, og það á undau uppris-
unni, þá hlýtur það að fá minni þýðingu,sem
guðs orð lofar viðvíkjandi endurkomu Jesú
Krists og endurgjaldinu, sein hann þá muni
veita þeim, er hafa lifað í honum, eins og
hann segir: „Sjá, eg kein skjótt, og hefi með
mér endurgjaldið handa sérhverjum, eftir því
sem hans verk verða." Op. 22, 12. — Ef
þeir fá endurgjald sitt undir eins við dauðann,
hvað á þá endurkoma Krists að þýða?
Ef óguðlegir menn fara í „vonda staðinn"
þegar við dauðann, og þeir þá fara að líða
fyrir verk sín, hvers vegna eiga þeir svo að fá
líkama á efsta degi, kallast úr hegningarstaðn-
um, dæmast til sömu hegningar og þeir þeg-
ar hafa iiðið milli dauðans og upprisunnar
og sendast í hegningarstaðinn aftur?
— Hinsvegar fær alt þetta rímilega þýðingu,
ef farið er eftir kenningu guðs orðs uin svefn
framliðinna, um að Kristur komi til þess að