Frækorn


Frækorn - 13.12.1907, Qupperneq 1

Frækorn - 13.12.1907, Qupperneq 1
RIT5TJÓU1: DA'/ID ÖSTUJHD- V VIII. ÁRG. REYKJAVÍK, 13. DES. 1907. 49. TBL. Nýja jörðin. Brot úr útl. á »Opinberunarbókinni«, ejtir J. G. Matteson. Þegar báráttunni er lokið, er hvíld- in unaðsful! og sælurík. Regar drott- inn fór heim með Síons bandingja> hlógu þeirogsungu gleðisöngva. Og menn meðai þjóðanna sögðu? Mikla hluti hefir drottinn gjört við oss.« Sí- ons börn voru glöð. (Sálm. 126, 1. 3.) Hafi það verið sVo mikið gleði- efni, að liinn forni ísraelslýður var fluttur heim frá Babýlon, hve miklu meira fagnaðarefni mun það ekki verða, þegar hinn sanni ísrael öðlast hinn óforgengilega arf? Rá munu þeir, sem hafa með tárum sáð, uppskera með gleðisöng, þegar tjaldbúð guðs er hjá mönnunum. Spámaðurinn seg- ir um hina nýju jorð og nýju Jerú- salem: »Eg sá nýjan himin og nýja jörð, því sá fyrri himmn og sú fyrri jörð var horfin, og sjórinn var ekki framar til. Eg sá borgina helgu, þá nýju Jerúsalem, stíga niður af himni frá guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.« (Op. 21, 1. — 2.). Ritningin lýsir hinu sorglega á- standi nútímans, og bendir á orsakir þess, svo vér geium þekt syndina, og komist hjá óförum og glötun heimsins. Hún segir einnig frá hinu ókomna, dýrðlega ástandi til að vekja löngun og þrá í hjörtum vorum eftir öðru betra og fræðir oss um, hvern- ig vér getum orðið hluthafar hins guðlega eðlis og fengið eilíft heim- kynni á hinni nýju jörð. Spámaðurinn Esajas kunngjörir hið dýrmæta fyrirheit drottins: »Pví sjá, eg skapa nýjan himin og nýja jörð; hins fyrveranda skal ekki framar minst verða, og það skal eng- um í hug koma. Gleðjist heldur og fagnið sífelt yfir því, sem eg skapa ; því sjáið, egummynda Jerúsalemsborg í fögnuð, og innbyggendur hennar í gleði « (Es. 65, 17. —18.) Þetta fyrirheit var postulunum gleði- efni, og þeir ámintu guðs fólk um að búa sig undir sitt eilífa heimkynni. »En eftir hans fyrirheiti væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlætið mun búa. Fyrir því, elskan- legir, með því þér eigið á þvílíku von, þá stundið í friði, án flekkja og lýta, fyrir honum fundnir verða.« (2. Pét. 3, 13.-14.) Davíð sagði þúsund árum fyrir Krist: »En þeir hógværu skulu land- ið erfa og njóta unaðsemdar af þeim mikla friði.« (Sálm. 37, 11.) Og Krist- ur staðfes^ti hans vitnisburð í fjallræðu sinni: »Sæ!ir eru hógværir, því þeir munu jarðríkið erfa.« (Matt. 5, 5.( Sá nýi himinn, sem guð mun skapa jafnhliða hinni nýju jörð, er auðvitað sá himinn, eða gufuhvolf, semtilheyr-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.