Frækorn


Frækorn - 13.12.1907, Side 4

Frækorn - 13.12.1907, Side 4
384 FRÆKORN Bækur 09 rit. Bogi Th. Melsteð: Stutt kenslubók i íslendinga sögu. 2. útg. með 44 myndum og ágripi af þjóðfé- lagsfræði. R.vík 1907. BogiMelsteð hefir gert ís- lenzkri þjóð mjög þarft og gott verk með því að rita þessa bók og gefa hana út. Bókin er að voru áliti mjög góð kenslubók í íslendinga sögu og eina skólabókin í því efni, sem hægt er að tala um. Höfundtrinn kann að rita fýrir börn. Sagan verður þeim skiljanleg og kær. Hinar mörgu ágætu myndir gera þessa 2. útgáfu enn eigulegri en hin fyrri útg. var. Allur frágangur er hinn vandaðasti. Og bandið er eink- ar-snoturt. A framhlið bindisins er titillinn gyltur og auk þess gylt mynd af Fjallkonunni. — Bók þessi er hin bezta jólagjöf og ágæt sem verð- launabók handa börnum. Breiðablik og Bjarmi. Einstakir af lesendum vorum hafa spurt oss, hvers vegna >Frækorn« skyldu flytja greinarstúfinn eftir séra Fr. Bergmann um »Bjarma* í síðasta tölublaði. Tilefnið er það, að »Bjarmi« íupp- hafi vega sinna bar það af sér, að hann mundi verða heimatrúboðs- blað, — eins og »Frækorn« héldu fram. Grein séra Fr. Bergmanns tekur at öll tvímæli í þessu máli og sýnir, að ummæli vor viðvíkjandi »Bjarma« hafa verið rétt. Mennirnir, sem urðu að víkja úr rit- nefnd »Bjarma«, líta þannig á málið, og þeim er það kunnugt. »Ogverk- in sýna merkin.« Blaðið ber það nógu greinilega með sér, hver er stefna þess. Andinn í því hefir ekki látið sig án vitnisburðar. Að nokkru leyti hefir blaðið haldið rétta, kristilega stefnu, t. d. í spurn- ingunni um innblástur ritningarinnar. í öðru tilliti hefir það farið ver: sýnt sig t. d. andmælt aðskilnaði rík- is og kirkju hér hjá oss, og farið ó- bróðurlegum orðum um trúaða menn, sem hafa haft aðrar og biblíulegri skoðanir. Pað, sem síður er í heima-trúboðs- stefnunni, virðist þannig farið að skipa öndvegi í blaðinu, og er það sorg- legt. Því að einnig í þessari stefnu er til það, sein gott er, það, sem gæti orðið að gagni, fengi það aðeins að njóta-sín. Biblíurannsókn 9. Lexía. Starf guðs ríkis. 1. Hverjum hefir guð falið að boða frið- þæginguna? 2. Kor. 5, 18. 19. 2. Hvað verða þeir nefndir, sem rækja þetta starf? 20. vers. í hvers nafni biðja þeir menn- ina að sættast við guð? 3. Hvers þjónar og meðstarfendur eru þeir á þenna hátt? 1. Kor. 3, 9. 4. Hvernig .eiga þeir að koma fram gagnvart söfnuðunum? 2. Kor. 6, 3; 1. Pét. 5, 2. 3. 5. Hvaða reynslu verða þeir að mæta? 8- 10. vers. 6. Hvaða sérstök hvöt er til þess að sýna því meiri áhuga til að vinna menn fyrir guðs

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.