Frækorn - 15.07.1908, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.07.1908, Blaðsíða 5
fftÆKORN ina útborgaða af gjaldkera skips- ins. Meira er varla hægt að heimta, meðan maður dvelur úti á Atlantshafinu. Eg tók mér svolítinn tíma að skoða Stóru New York, sem borgin er nefnd, síðan Broóklyn var talin með sem hennar. Stóra hew York (Oreater New York) telur nú rúmlega fjórar miljónir innbyggjendur; er því næst-stærsta borg heims- ins, og er að mörgu leyti merki- leg, svo merkileg, að stórar bækur hafa verið ritaðar til að lýsa henni. Allra þjóða menn má sjá þar; auk Ameríkumarina eru Oyðingar fjölmennastir, um 1,000,000. 4. hver maðurí New York er Gyð- ingur. Einnig eru Rjóðverjar, Bretar, Norðurlandanienn, Rússar, Ítalíu-menn, Kínverjar og Japanar mjög fjölmennir í New York. Rað fyrsta, sem menn reka augun í, þegar þeir koma til New York, eru hina afarháu byggingar þar. Rað er langt síðan farið var að kalla þær »sky- scrapers* (skýja-skafara), og sjálf- sagt hefir Babelsturninn forni ekki verið hærri. Fyrir nokkrum árum var farið að byggja slík hús, og það þótti gífurlegt þá, að byggja svo hátt sem 20 hæðir, en miklar hafa framfarirnar verið síðan; nú byggja menn hús sem eru 48 hæðir ofanjarðar og ö —8 hæðir undir jörðu. Og bygginga- meistararnir segja, að ekkert sé því til fyrirstöðu að hafa 100 hæðir. Ein af hæstu byggingunum í New York er The SingerBuilding (Hús Singer-íélagsins). Rað hús er 724 feta hátt, og bygt á klöpp 92 fet undir jarðlínunni. Öll grindin er úr stáli, alls ekkert tré er notað; múrað er svo úr steini í grindina. Oftast byggja Ameríkumenn þannig, að þeir setja alla grindina upp í einu, ogbyrja svo efst að múra í hana og halda áfram niðureftir. Pyngd slíkra bygginga er meiri en hægt er að gera sér í hugarlund; Singer-húsið er 90 millíónir smá- lestir. Lyftivélar eru í öllum slíkum húsum. í Singer-húsinu má koma upp í »hæstu hæð«, alt upp í .49. loftthæð á 30 sek. Svo fljót ferð er annars ekki skemtileg. Loftþyngslin eru ekki lítil og sú tilfinning er óþægi- leg. En svo má fara l ægt eins vel — bara Ameríkumenn hefðu tóm til þess. í »skýasköfurun- um« hafa þúsundir manna að- setur. En húsaleigan getur verið há. Eina einustu búð í slíku húsi sá eg á boðstólum fyrir 500 dollara (1850 kr.) um mánuðinn. Orð ttierkrð ntanna um vínsölu ou bannlöð acsn bcnni. Faðir Doyle, New-York: »Af öllu því, sem hefir orðið mönnum að böli, sem hefir komið hjörtum kvenna til að bresta, eyðilagt hf unglinga, rek- ið dygðugar manneskjur út í hol- ur svívirðingarinnar og lagt veg til glötunar, er ekkert til, sem hægt er að bera saman við hið illa, sem áfengir drykkir hafa til vegar komið.« Richard Cobden: »Bindindismálið er grundvöil- ur allra þjóðlegra og stjórnfræði- 1 legra endurbóta.« í 17 John Ireland erkibiskup: »Aðal-orsökfátæktar er drykkju- skapurinn. Þegar eg heyri um fjölskyldu, sem er komin á von- arvöl og spyr um orsökina, þá er svarið: drykkjuskapur. Færi eg tii fangahússins og spyrði fangann um . orsökina að veru hans þar, þá er svarið: drykkju- skapur. Pá spyr eg sjálfan mig hlessa: Rví afnema ekki þessa orsök.« Grant dómari i Michigan: »Brennivínssa!an hefirætíð ver- ið og mun ætíð verða rotnunin í hinu pólitíska lífi.« Abraham Lincoln: Brennivínssalan er krabbamein þjóðfélagsins; hún drepur lífs- kraftana og leiðir til eyðilegging-- ar. Allar tilraunir til þess að, reyna að koma reglu á hana; munu ekki einungis reynast til- gangslausar, heldur munu þær auka hið illa. Vér verðuni að hætta að leitast við að koma reghj á krabbameinið. Rað verður að brúka hnífinn. Og það verður að skera fyrir ræturnar á þvj. Þangað til það er gert hljóta allir að vera í hættu staddir.« » William McKinley: »Með því að gjöra áfengis- verzlunina löglega, tökum vér á- samt vínsölunum hlut í þeirri ábyrgð og því böli, sem söíu þessari fylgir. Hver maður, sem greiðir atkvæði með löggildingu vínsölunnar, verður óhjákvæmi- lega hluthafi í henni og í afleið- ingum hennar«. Giastones svar til bruggara í Lundúiium: »Herrar mínir! Þér skuluðalls ekki gera yður neinar áhyggjur

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.