Frækorn - 08.10.1908, Blaðsíða 2

Frækorn - 08.10.1908, Blaðsíða 2
186 Þú faðir Krists, þú faðir vor, þú feðranna’ og niðjanna hlíf; þú gafst þínum börnum þinn bless- aða son og þeim býður hið eilífa líf Pað munur á frantkvæmd hjá mönn- unum er, og mannanna ráð er oft valt; en guð er hinn sami, þótt getum ei vér, hann gjörir og framkvæmir alt. Faðir, faðir kær allra fjær og nær, enn kveik þú hér Ijós þín í kirkj- unni skær, og kristninni þinni við halt. II. Dýrð sé guði, dýrð á himni’ og storð! dýrð í guðs og manna helgidómi! Hljóma lætur hann sitt blessað orð. Honum allir dýrð og vegsemd rómi. Guð vor elskar alla sína hjörð, enn hann gefur náð og frið á jörð; enn hann sendir sinni kristni vörð. Syngjum guði lof og þakkargjörð. III. Ljósanna faðir á himnanna hæðum! hvað sem er fagurt er geisli frá þér. Hjörð þína krýnir þú himneskum gæðum, heilögum fræðum. Kveikir þú Ijós þitt í kirkjunni hér. Það kemur og fer. Sjá, hjarðirnar breytast og hirðarnir þreytast. Þú einn eigi breytist né eldist né þreytist. Þinn eldur ei þver. Þig lofum og prísum og vegsöm- um vér. IV. Yfirhirðir engla og manna, æðsti prestur himnaranna, drottinn, lífsins Ijósið sanna, Iýs þú allri þinni hjörð. Blessa’ og helga hirða þína, hjörð þá lát þú eigi týna. Lát þeim sannleiks Ijósið skína, lýsa þeim að halda vörð. FRÆKORN ' ' .......- • . - . ... Þín í spor lát þá æ feta, þína leiðsögn dýrsta meta, kærleiksveg þinn gengið geta, greiða mönnum lífsins braut. Sannleiksgötu sífelt þræða, sýna leið til dýrðarhæða, reyna mannkyns mein að græða, mýkja’ og sefa hverja þraut. Lof og dýrð um aldir alda öll þín kristni skal þér gjalda. Þína miskunn þúsundfalda þökkum vér af hjartans rót. Þínum hám í helgidómi hirðar þína vegsemd rómi; það í allra hjörtum hljómi. Hjörðin »amen* svari mót. V. Þú heimsins Ijós úr himinsölum! þú hér í vorum jarðardölum lést skína þinna geisla glóð. Þú dreifast lést um löndin víða og Ijóma þína geisla fríða, að lýsa hverri heimsins þjóð. og oss hér iengst við úthafs strendur var einnig margur geisli sendur, svo bittu lagði brautir á. Þótt hér sé stundum dimmur dagur, er drottins sólargangur fagur og náðarsólin sífelt há. Þú heitnsins Ijós, sem aldrei eyðist, þótt ótal geislar frá þér breiðist, en eilíflega birtu ber! þú votta þína valið hefur og vizku þeim og krafta gefur; þeir fá sitt Ijós og lið frá þér. Gef þeim um landið Ijós að vera og lof og prís þinn opinbera, svo dýrð þín megi’ ei dulist fá. Þeim lát þú ætíð Ijós þitt skína, og lát þú dygga hirða þína í Ijósi þínu Ijósið sjá. „endir löpiálsitis til réttl«tis.“ Frá merkri konu hef eg fyrir nokkru meðtekið bréf um hvíldar- dagshelgihald mitt; og þar sem bréf þetta tekur að miklu leyti fram skoðanir margra og eg hins vegar gjarnan vildi, að fleiri hugsuðu um málið, heldur en þessi eina ko.na, sem eg hef skrifað, þá leyfi eg mér að birta kafla úr bréfi hennar lil mín og eins svari rnínu aftur. Nöfn- um okkar er auðvitað siept, en bréfkaflarnir eru á þessa leið: Góða systir! — — Þér haldið fram helgi- haldi laugardagsins í stað sunnu- dagsins. . . Er ekki Kristur end- ir lögniálsins til réttlætis sérhverj- um sem trúir? Róm. 10,4. Kristur hefir sagt, að meðan að himinn og jörð eru við lýði, skuli ekki minsti bókstafur eða titill lögmálsins líða undir lok, og þessi orð eru upp- fylt í honum, því að til þess kom hann, að hann uppfylti lögmálið og fullnægði því, bæði með sínu lífi og með sínum dauða, með lífi sínu með því að lialda það full- komlega, með dauða sínum í því að fullnægja kröfum þess urn hegn- ingu gegn þeim, er höfðu brotið það. Það er satt, að guð hvíldist frá verki sköpunarinnar á sjöunda deg- inum og að hann blessaði og lielg- aði sjöunda daginn, og verði sjö- undi dagurinn fyrir meðvitund mimii sá rétti hvíldardagur, þá verð eg samvizku minnar vegna að halda hann, því að alt, sem hneyksldr mig, verð eg að ofurselja, hvott sem það kostar mikið eða lítið, en að gjöra þetta til þess með því að eignast lífið, það er alveg gagn- stætt guðs orði. Yðar-----------(• Kæra systir í Kristi. Þökk fyrir yðar hógværa, kær- leiksríka bréf! Eg get glatt yður með því, að mér líður í sannleika vel. Eg veit ekkert mér til sálu-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.