Frækorn - 08.10.1908, Side 3
hjálpar nema Jesúm Krist og hann
krossfestan.”- Eg elska frelsara minn,
sem gaf líf sitt út til að frelsa mig,
og mig langar til að gjöra vilja
míns himneska föður. Fyrir guðs
náð er eg endurfædd til lifandi von-
ar með guðs ævarandi orði. Sem
barn lærði eg, að guðs orð stend-
ur stöðugt til eilífðar, þó himinn
og jörð forgangi, óg að biblían er
guðs orð. F*etta er enn í dag sann-
færing mín, og oss er boðið að
vaxa í náð og þekkingu drottins
vors og frelsara Jesú Krists, en Jesús
og guðs orð eru eitt, því orðið
varð hold og bjó með oss, fult
náðar og sannleika, og að svo
miklu leyti, sem vér höfum tekið
á móti guðs orði með lifandi trú,
höfum vér tekið á móti Jesú sjálf-
um. Þetta er mér ekki annara frá-
sögn, heldur eigin sannfæring og
reynsla.
Margir hafa sagt við mig, að vér
getum vel komist af með þá trú
og þekkingu á Kristi, sem vér fengj-
um sem börn, en guðs orð segir:
»Vaxið í náð ogþekkingu.« 2. Pét.
3, 18. Jesús segir: »Rannsakið
ritningarnar.« Jóh. 5, 39. Og þekk-
ing á guðs orði og vilja hans leið-
ir til þess að hreinsa oss frá synd.
Pví ef vér erum aðeins orðsins heyr-
endur, en ekki gjörendur, svíkjum
vér sjálfa oss. Ekki svo, að vér
réttlætumst fyrir verkin, heldur eru
verk hlýðninnar ávöxtur trúarinnar
hjá endurfæddum manni.
Sumir halda, að guði standi á
sama, þó maður t. d. haldi annan
hvíldardag en þann, sem guðs orð
til tekur, en Jesús segir, að »þang-
að til himinn og jörð forgangi,
muni ekki minsti titill eða bókstaf-
ur lögmálsins líða undir lok.« Matt.
5, 18. Mig langar til að hlýða
því. Endir lögmálsins er Kristur,
FRÆKORN
til réttlætingar sérhverjum sem trúir.
Eg þakka guði innilega fyrir, að
hann er orðinn þetta fyrir mig, en
það leysir mig ekki frá hlýðms-
skyldunni við guðs heilögu, ævar-
andi boð, heldur veitir mér lifandi
löngun til að fylgja þeim æ betur,
því Jesús hefir tekið sér bústað í
hjarta mínu, og hann er í dag og
í gær og að eilífu einn og hinn
sami. Heb. 13, 8. En afstaða
Jesú til lögmálsins var sú, að hann
kom ekki til að afnema heldur stað-
festa það, og í Heb. 10, 6. 7. og
Sálm. 40. kveður Messías svo að
orði: »Mig langar til að gjöra
þinn vilja, minn guð, og lögmál
þitt er inst í mínu hjarta«, og eins
verður hjá oss, ef Jesús hefir tekið
sér bústað í hjörtum vorum.
Yður þykir máske, að vér leggj-
um of mikla áherslu á að sýna
mönnum fram á, að þeir syndgi
með þvf að brjóta hvíldardagsboð-
orðið; en sama myndi t. d. hinum
ósannsögla máske þykja, ef haldið
væri fram 8. boðorðinu. »Guð
myndi ekki taka það svo strangt«,
myndi hann hugsa, ef hann bara
leitaðist við að sýna mannkærleika
í framkomu sinni. Pannig vilja
menn afsaka hverja synd, sem holdi
og blóði þykir ervitt að sleppa.
En vér höldum ekki fremur fram
einu, heldur én öðru guðs boð-
orði. »Réttsýn eru öll hans boð-
orð. Þau eru óbifanleg um aldur
og eilífð, gjörð með sannleika og
einlægni.« Sálm. 111. »Og þó ein-
hver héldi alt lögmálið, ef hann
verður brotlegur í einu boðorði, þá
er hann sekur við þau öll.« Jak.
2, 10. Pað er nóg til af því í
heiminum, að vilja syndga upp á
náðina. En Jesús kom »til að
frelsa sitt fólk frá þess syndum«,
og gefa oss kraft til nýs lífs, en
187
ekki til að afsaka syndina og lifa
í henni, en það gera þeir, sem sjá,
hvað guð býður, en hugga sig við,
að hann muni ekki taka það svo
strangt með hlýðni í einstökum at-
riðum, t. d. með að halda þann
hvíldardag, sem guð hefir boðið,
ef maður bara heldur annan, en
slíkt er ljós viðurkenning fyrir því,
að þeir brjóta móti betri vitund.
Oetur endurfædd mannéskja gjört
það? Vissulega ekki.
Eg efast ekki um, að þér séuð
svo einlægar og alvarlegar ítrúyð-
ar, að þér viljið þekkja af guðs
orði, hvort er réttara að halda
heilagan fyrsta eðasjöunda daginn.
Fyrir guðs börn er ekkert atriði í
Orði hans of lítilfjörlegt til þess að
gefa gaum að því. Eg fór að
rannsaka þetta til þess að réttlæta
sunnudagshelgihaldið hjá sjálfri mér,
héft það væri hægðarleikur; svo
tók eg upp alla þá texta í nýja
testamentinu, sem tala um guðs
boðorð, og alstaðar, sem nefndur
er fyrsti og sjöundi dagurinn.
Lesi maður þetta í gegn, sést
Ijóslega, að sjöundi dagurinn hefir
verið haldinn heilagur svó langt,
sem nýja testamentið nær; þetta
kom yfir mig alveg eins Og reið-
arslag, en eg fann, að eg hafði enga
heimild til að halda annan hvíldar-
dag en þann, sem postularnir og
hinir fyrstu kristnu höfðu haldið;
eg sá, að eg hlaut að byrja strax
að halda hvíldardag biblíunnar, og
eg vildi fylgja guðs orði, hvað
sem það kostaði, og hvað sem
fjöldanum leið'; og mér sárnaði líka,
að hafa þannig (þótt óvitandi)
brotið boðorð míns elskuríka himn-
eska föður. Til frekari fullvissu
fór eg til guðfræðings, sem eg vissi
var trúaður maður, til þess að fá
leiðbeiningu hjá honum, ef nokk.