Frækorn - 08.10.1908, Qupperneq 4

Frækorn - 08.10.1908, Qupperneq 4
188 urstaðat* íj guðs orði værí gefitE heimild tll að halda fyrsta daginu fyrir hvíldardag eða nokkurt dæmij upp á það, en slíkt finst eigi. Hefði eg ekki verið orðin sannfærð áður um helgi hvíldardagsins, þá hefði eg orðið það við þá heimsókn. Eg fór að halda hvíldardaginn, en heimsótti samt alla helstu guðfr. bæjarins, ef vera kynni, þeir gætu veitt mér meiri þekkingu, en alt fór á sömu Ieið. Eg vil svo lengi, sem eg lifi, halda áfram að rannsaka guðs orð og bið hann að gjöra mig fúsa til að hlýða hans vilja í smáu og stóru. Það sem mér þótti erfið- ast, var að beygja vilja minn til hlýðni í því að tala guðs orð við aðra; fanst hann gæti valið svo marga, sem væru færari til þess en eg, en sá um leið hvílíka ábyrgð eg hefði gagnvart þeim öllum, sem guð vildi nota mig til að leið- beina til Krists, ef eg vanrækti að hlýða köllun hans. Eg skammast mín fyrir slíkt van- þakklæti. Skyldum vér ekki mega á hnjánum þakka guði fyrir að hann leyfir að eiga hlutdeild í starfi síns ríkis — að Jesús sendir oss, til heimsins, eins og faðirinn sendi hann til heimsins? Meðan guð við- heldur lífi mínu og kröftum, lang- ar mig til að víðfrægja mikilleika hans, sem kallaði mig frá myrkr- inu til síns aðdáanlega Ijóss, og með aðstoð guðs anda leitast við að leiða aðra til Jesú. Eg bið guö að varðveita mig frá að draga nokk- uð úr orðum hans, svo eg ekki verði hluttakandi í annara syndum. Jesús sagði: sMaðurinn lifir ekki af einu saman brauði, heldur af sérhverju orði, sem framgéngur af guðs tnunni. Öll orð föðurs- jns eru mér heilög og dýrmæt. Og 'PEÆKORNT’ eg er þakklát hverjum, sem bendir mér á eitthvað, sem eg hef ekki veitt eftírtekt áður. Quð gefi yður að vaxa í náð og þekkingu drottins vors Jesú Krists. Yðar einl. Elliárin. »Eg er yður einn og hinn sami alt til elliára, eg vil bera yður þar til þér verðið gráir fyrir hærum, eg hefi búið mér byrðina; bera skal eg hana og frelsa hana.« Es. 46, 4. Orð þessi eru til hinna gömlu, en einnig til allra þeirra, sem hin hraðfleygi tími setur mark sitt á. Þótt vér verðum gamlir, mun drottinn ávalt vera sá hinn sami. Qráu hárin bera vott um elli og hrörnun, en drottinn eldist aldrei. Regar vér verðum svo hrumir, að vér getum ekki borið hina léttustu byrði, og tæpast okkur sjálfa, þá mun guð bera oss. Eins og hann í æsku vorri bar oss sem börn við brjóst sér, þannig mun hann einn- ig bera oss, þegar vér verðum gamlir og hrumir. Hann hefir skapað oss og mun einnig sjá um oss. Pótt vér verð- um vinum vorum, og okkur sjálf- um til byrði, mun guð þó ekki hrinda oss frá sér. Þvert á móti, því vesalli, sem vér erum, mun hann sýna oss þess nákvæmari um- hyggju. Guð gefur þjónum sín- um oft langt og friðsamt kvöld. F*eir unnu kostgæfilega í þjónustu drottins allan lífsdag sinn, og nú segir drottinn til þeirra: »Hvílið yður nú, og fagnið í voninni um þá „sabbatshvíld“, sem eg hef fyr- irbúið yður.« Kvíðum ekki því að verða »gamlir«, en keppumst eftir að verða ganúir í þeirri náð, sem guð sjálfur veitir oss í ríkulegum mæli. 5. Karl Koulssoti trumbusvcinn. Kristna bctian í jRmcríku-stríðinu. Frh, Fimmtugustu og þriðju nótt- ina dreymdi hana, að hún sæi föður sinn deyja; það greip hana ótti, og hún ásetti sér, að hvern- ig sém færi, skyldi hún ekki eyðileggja næsta bréf, sem kæmi með hönd föður síns. Næsta morgun kom póstþjónninn með bréf með þeirri rithönd, og hún hafði beðið eftir honum við dyrnar. Þegar hann fékk henni bréfin, tók hún bréf föður síns, og stakk því í snatri inn á brjóst sér, hljóp upp í herbergi sitt, lokaði hurðinni og opnaði bréf- ið. Hún fór að lesa það, og las það þrisvar sinnum áður en hún lagði það frá sér. Bréfið gerði hana svo hrygga, að þeg- ar hún kom niður, sá móðir hennar, að hún hafði grátið, og spurði hana, hvernig á því stæði »Móðir mín, ef eg segi þér það, þá þykir þér við mig, en ég skal segja þér það, ef þú lofar mér að verða ekki gröm.« »Hvað er það, barnið mitt?« sagði móðir hennar. Hún tók upp bréfið, sagði móður sinni drauminn frá nóttunni áður, og bætti við: »Eg opnaði bréf pabba míns í morgun, og nú hvorki get eg né vil trúa því, þó afi og amma eða einhver annar segi, að pabbi sé vondur maður, né því, að vondur maður geti skrif-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.