Frækorn - 08.10.1908, Page 6
190
um meðlimum þéss safnaðar,
sem hún hafói verið í, eins og
komið gætu, til þess að vera hjá
henni á andlátsstundinni. Klukk-
an hálf ellefu bað hún frú Ryle,
konu prestsins, sem var bezta
vinkona hennar, að taka í vinstri
hönd sér og láta allar konur,
sem inni voru, haldasf í hendur.
Eg stóð hinum megin við rúm-
ið, og tók í hægri hönd henn-
ar, en hinir karlmennirnir héldust
í hendur við mig og slógum við
þannig, 38 alls, liring eftir bæn
konu minnar og svo sungum
við mjög lágt: »Þú Jesús, sem
sál mín elskar, láttu mig fljúga
að brjósti þér.« Regar við fór-
um að syngja: sPú, ó Kristur,
ert það eina, sem eg þarfnast*,
sagði kona mín í veikum en þó
skærum róm: »Já, það er það
eina, sem eg þarfnast, það eina,
sem eg á; komdu, blessaðiJesús
og taktu mig heim til þín«, og
hún sofnaði.
Sonur minn vildi ekki vera
við greítrunina, og að því er eg
frekast veit, hefir hann aldrei
farið til grafar móður sinnar.
Hann hefir ekki heldur kallað
mig föður, og ekki svarað neinu
af bréfum mínum, síðan eg sner-
ist, og þó hef eg þrisvar sinn-
um farið yfir Átlantzhafið frá
Ameríku til Þýzkalands og reynt
að hitta hann og sættast við
hann, en hefir alt af mistekist,
því hann vildi ekki sjá mig. En
það hefir eingöngu kallað fram
öflugri bænir fyrir sáluhjálp hans,
að hann líka megi losna undan
þrældómi hinnar gyðinglegu hjá-
trúar og megi í Jesú »sjá það
guðs lamb, sem burt ber heims-
ins syndir.*
Fjórða ferðin til Þýzkalands,
FRÆKORN
í júlí, 1887 hefir styrkt og stað-
fest trú mína, því að sonur
minn samþykti ekki éinungis að
hitta mig, heldur feldi líka bit-
ur tár, er hann hugsaði til um-
liðna tímans og lýsti því strax
yfir, að hann hefði ákveðið að
hitta systur sína í Ameríku.
Niðurlag næst.
þarf eg að werSa
ðömul?
»Hvað þarf eg að verða gömul,
áður enegverð sannkristin?« spurði
lítil stúlka móður sína einu sinni.
Móðirin var skynsöm og svaraði
barninu ekki beinlínis, heldur spurði:
»Hvað ætlar þú að verða gömul,
áður en þú getur elskað mig?«
»Mamma mín, eg elska þig og
hef altaf gjört það, og mun altaf
gjöra það, en segðu mér það, sem
eg spurði þig að.«
Móðirin hélt áfram: »Hvað ætl-
arðu að verða gömul, áður en þú
trúir mér fullkomlega fyrir þér?«
»Pað hef eg altaf gjört, elsku
mamma nún«, sagði litla stúlkan
hálf óþolinmóð og vafði handleggj.
unum um háls móður sinni, »en
segðu mér nú þetta, sem mig lang-
ar til að vita.«
Móðirin spurði enn einu sinni:
»Hvað ætlar þú að verða gömul
áður en þú getur gjört það, sem
eg bið þig að gjöra?«
Þáfór barnið að skilja, hvað móð-
irin fór, og hvíslaði: »Eg get það
nú þegar, því þú heimtar ekki af
inér nema það, sem eg er fær um.«
Nú sagði móðirin: »Rá getur þú
líka nú þegar orðið sannkristin,
því það er ekki annað en að elska
guð föður, sem var svo góður að
gefa oss son sinn oss til frelsunar;
það er ekki annað en að treysta
honum í Jesú nafni og gjöra alt,
sem hann býður oss. Viltu gjöra
þetta?«
»Já«, svaraði barnið.
Svo féllu þær á kné og báðu
til guðs; móðirin fól guði litlu
stúlkuna sína í Jesú nafni; svo hún
væri hans barn og sannur Jesú
lærisveinn.
Jfdscnt.
í 3. tbl. Óðins þ. á. er getið
nokkurra af vorum góðkunnu tón-
skáldum, þar á meðal Péturs heit.
organista Guðjohnsens, sem er ekki
hvað síztur þeirra er þar eru talin.
Pó segir í nefndri grein: »En
sönglög samdi hann þó ekki sjálfur.«
Petta hygg eg ekki rétt hermt.
Væri gott, ef greinarhöf. vildi leið-
rétta slíkt, sé hann ekki búinn að
því.
H. P.
fllbcrti-bncyk$1ið.
»Frækorn« skýrðu í síðasta tbl.
frá því eftir símfréttum, að fyrv.
dómsmálaráðgjafi Dana, Alberti, hefði
8. f. m. gefið sig fram við lög-
regluna í Kaupmannahöfn fyrir fjár-
svik og fals. Fjársvikin nema um
15 miljónum króna. Pað er sem
formaður Sparisjóðsins sjálenzka,
að flest þessi svik eru gjörð, og
þau koma helst niður á sjálenzka
bændur. Menn halda, að Álberti
hafi eytt þessu fé að miklu leyti í
gullnámu-bralli í Ameríku, og auk
þess hafi mikið fé farið í mútur
og blaðarekstur (Dannebrog). —
Falsanir Albertis hafi meðal ann-
ars farið þannig fram, að hann
hafi í heimildarleysi selt og ráð-