Frækorn - 08.10.1908, Blaðsíða 8
192
JHdar-afmæli
Péturs biskups var 3. okt.
og var þess minst með útkomu
veglegrar og vandaðrar bókar um
hann, er samið hefir tengdasonur
hans, prófessor Porvaldur Thorodd-
sen, en þeir kostað í félagi, hann
og Sigurður Kristjánsson.
Biskupsvígslan
á sd. 4. þ. m. var hátíðleg at-
höfn. Séra Jón Helgason hélt ræðu
til að byrja með, og las hann um
leið upp æfiágrip, er hinn nýskip-
aði biskup hafði samið. Því næst
hélt herra Hallgrímur vígsluræðu
og framkvæmdi vígsluna á hinn
fyrirskipaða hátt. — Loks hélt hinn
nývígði biskup ræðu út af texta
dagsins (um son ekkjunnar af Nain),
og hélt því fram, að aðalatriði trú-
ar vorrar væri að líta til Jesú Krists.
Við vígsluna voru sungin Ijóð þau,
sem birtast á öðrum stað hér í
blaðinu. Pað mun hafa fallið mönn-
um einkannlega vel í geð, að hinn
nýi biskup vildi ekki sækja vígslu
sína til Danmerkur, sem flestir fyrir-
rennarar hans hafa gjört. — Að-
eins tveir íslenzkir biskupar hafa
áður verið vígðir hér á landi: Jón
Vigfússon, af Brynjólfi Sveinssyni
1674, og Geir Vídalín, af Sigurði
Hólabiskupi Stefánssyni 1797.
Þorstcinn Erlingsson
varð fimtugur 27. f. m.
Símskeytum, bréfum og Ijóðum
rigndi inn til skáldsins öðru hvoru
allan daginn.
Stundu af nóni safnaðist fjöldi
bæjarbúar saman við Austurvöll,
fylkti sér þar undir marga ísl. fána
og gekk í skrúðgöngu um götur
bæjarins heim til Porsteins. í far-
arbroddi var lúðraflokkurinn óg
þeytti lúðrasína.^Pegar komið var
FRÆKORN
að heimili Porsteins í Ping-
holtsstræti, kom hann sjálfur
fram í dyrnar. Gekk þá
fram Björn Jónsson ritstj. og flutti
sköruglega ræðu fyrir minni skálds-
ins. Pví næst voru iúðrarnir þeytt-
ir, en á meðan afhenti 5 manna
nefnd Porsteini gjöf frá nokkrum
bæjarbúum, var það blekbytta fylt
með gullpeningum, 1000 kr. Að
því loknu kom skáldið fram og
þakkaði með fögrum orðum fyrir
fimtugasta afmælisdaginn. Pá hóf
lúðraflokkurinn söng sinn og mann-
fjöldinn hélt burt í skrúðgöngu.
Um kveldið komu margir vinir
Porsteins heim til hans, til þess að
flytja honum hamingjuóskir.
Prcstaskólimi.
Peir eru settir í embætti þar frá
1. þ. m., séra Jón Helgason lektor,
og cand. theol. Haraldur Níelsson
fyrri kennari. Nýja guðfræðin hef-
ir náð þar töglum og högldum.
Nemendur eru nú við skólann
5, þar af 3 nýir.
RϚa
um
Undraverkin
heldur D. Östlund ritstjóri
í Betel
á sunnudaginn kl. 6,30 síðd.
Allir velkmnir.
Engir inngangseyrir.
frá 3. P. nyítröm í HarBtad
eru viðurkend að vera bljóm-
fcgurrt og ódýrutt eftir gæð-
um. Markús Þorsleinsson Reykjavik.
Orgel óskast til leigu. Ritstj. ávísar.
til sölu í afgreiðslu »Frækorna«
Reykjavík.
Opinberun Jesú Krists. Helstu spádómar
Opinberunarbókarinnar útlagðir samkvæmt guðs
orði og mannkynssögunni Eftir I. G. Matteson
224 bls. í stóru 8 bl. broti. Margar myndir
í skrautbandi kr. 2,50. Heft kr. 1,75.
Spádómar frelsarans og uppfyling þeirra
samkvæmt ritningunni og mannkynssögunni.
Eftir J. G. Matteson. 200 bls. í stóru 8 bl,
broti. Margar myndir. I skrautb. 2,50.
Andatrúin o«r andaheimurinn eða lífið
og dauðinn. Ettir Emil J. Aahrén. Með myndum
af helstu foisprökkum andatrúarinnar, svo sem
Margaret og Kate Fox, madame Blavatsky,
mr. Peters. E. d’Esperance, Karaðja prinsessa o
fl, — 166 bls, Innb, 2 kr, Heft kr, 1,50.
Vejjurinn til Krists. Eftir E, G, White.
159 bls, Innb. í skrautb. Verð: 1,50,
Endurkoma Jesú Krists. Eftir James
White. 31 bls, Heft, Verð: 0,15,
Hvíldardagur drottins og helgihald
hans fyr og: nú. bftir David 0stlund.
31 bls. I kápu, Verð: 0,25.
Verði ljós og hvíldardagurjnn. Eftir
David 0stlund. 88 bls. Heft. Verð: 0,25.
Hverju vér trúum. Eftir David 0stlund
16 bls, Heft. Verð: 0,10.
Lútherskur ríkiskirkjuprestur um
skírnina og hjálp við biblíurannsókn. 12
bls. 5 au.
Ferðaminningar frá Þýzkalandi, Sviss og
Englandi eftir Guðm. Magnússon. Með 28 mynd-
um. 200 bls. í skrautbandi 3 kr. Heft 2 kr.
Ljóðmæli eftir Mattli. Jochumsson. I —V bindi
Hvert bindi er um 300 bls. Verð pr. bindi
Heft 2 kr. I skrautbandi 3 kr,
Æfíminning Matth. Jochumssonar. Heft 1 kr
Bóndinn. Eflir A. Hovden. Kvæðabálkur
Matth. Jochumsson íslenzkaði. Heft kr. 1,50.
Rímur af Hálfdáni Brönufóstra. Heft
kr. 0,75.
Nýa testamentíð. Vasaútgáfa. Heft kr. 0,50.
Alkoholspörg:smaalet eftir Dr. polit.
Matti Helenius. I bandi 4 kr,
Eramantaldar bækur sendast hvert á land sem
vill án hækkunar fyrir burðargjald, sé andvirði
þeirra fyrirfram sent til afgreiðslu Frækorna í
peningabréfi, póstávísun eða í óbrúkuðum íslenzk-
um fiímeikji m. Pöntun grciðlcga afgreidd, hvort
sem hún sé stór eða lítil.
Af«:reiðsla „Frækorna,“ Reykjavík.
Gjalddagi Frækorna er i. okt.
Útg. vonast eftir góðum skilum.
Pr écLiltun
i Bctd á sunmidaginn kl. él/a $iód.
rn /tri/nPM kosta hérá landi 1 kr. 50 au. um
r nHLIVUnn [ Vesturheimi 60 cent. —
Úrsögn skrifleg; ógild, nema komin sé til útg
fyrir 1. okt. enda sé ursegjandi skuldlaus við blaðið.
Gjalddagi 1. okt,
Prentsmiðja^ii Frækorna".