Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 2

Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 2
194 Eg gekk svo heill og glaður yið guð og menn i sátt, en sit nú sjúkur maður ýið sektarbjargið hátt. Mér sýnist sólin bjarta af sælum himni máð, ef hverfur mínu hjaiáa, ó herra guð, þín náð. Æ, minstu minnar öndu, hún mænir, guð, til þín, og ljá mér liknarhöndu Og lít þú enn til mín. Eg heyri óm í hljóði frá helgri náðarlind. F>ú svarar, guð minn góði: »Eg gef þér enn upp synd.« Matth. Jochumsson. nýM 9uðfrð?§in 09 nýí biskupinn. „l»að v»«ri illa ðírt.,‘ Ræða hins nývígða biskups hefir réttilega verið skoðuð sem stefnuskrá hans. Kirkjuhúsið gamla, sem hann tal- aði um meðal annars, þýðir sjálf sagt gömlu kristindómskenning- una, og hin nýja kirkjubygging á að tákna nýju guðfræðina, sem er nú flutt mönnum sem kristin- dóm. F*að gerir í augum bisk- ups minna til, »þótt breytt sé til í einhverju um snið og tízku í húsgerðinni, ef að smfðinni er unnið af sama kærleikaogáður.« Út af frásögunni um son ekkj- unnar af Nain fórust biskup þessi orð: „Alveg líkingarlaust og berlega talað, með augun fest sérstaklega á guðspjalls- frásögunni í dag: Lítur kristið safnaðar- fólk nú á þetta eitt hið stærsta undur af kraftaverkum Jesú, að sálin vitjar aftur hins dauða líkama, til framhaldandi lífs hér á jörðinni - litur fólkið eins á það nú og fyrir liðnum öldum? Það eru óefað skiftari skoðanir um þetta en áður, og þá er um það að tala og við það að kannast. FRÆKORN Fyrir mörgum er það bein nauðsyn, beint trúarskilyrði, að halda fastri mynd- inni, óhaggaðri af öllum efasemdum og kenningum. Trú þeirra á Jesúm Krist, frelsara þeirra frá synd og dauða, von þeirra um eilíft líf og ástvinafundi væri töpuð, ef nokkurri efablæju væri brugð- ið yfir myndina - beint þessa mynd í guðspjallinu. - Haldi þeir hinir sömu fastri sinni trú, sér til styrkingar í lífi og datiða. Það væri illa gert að vilja svifta þá þessum sínum trúarstaf, og mér er óhugsanlegt, að frá nokkru kristnu maHnshjarta gæti fallið kaldyrði í þeirra garð fyrir þá skoðun: - ,Sæll er hver sá sem áfellir sig ekki fyrir það, sem hann hefir valið,' segir Páll postuli í 14. kap. Rómvbr." (N. Kbl. 1908, bls. 249). Um þá, sem vilja »halda fastri myndinni, óhaggaðri af öllum efasemdum og kenningum«, — um þá, sem vilja trúa orði nýja- testamentisins um undur Jesú, segir hann: „Pað vœri illa gert að vilja svi/ta þá þessum trúar- staf.“ Vel og drengilega et þetta mælt. En manni verður á að spyrja: Hvernig stendur þá á því, að blað biskupsins sjálfs flytur stöð- uglega greinir bæði frá honum sjálfum og öðrum, sem ekki hafa annan tilgang en að rífa niður trúna á undrin, kraftaverkin, trúna á sögu nýja og gamla testament- isins? Hvernig getur staðið á því, að »Nýja Kirkjublaðið«,sem út kom 1. þ. m. 4, aðeins dögum fyrir biskupsvígsluna, flytur það berlega, að sögurnar um fjölda af undraverkunum í biblíunni séu ekki sannar? Ef það er »illa gjört að svifta menn þessum trúarstaf«, því hef- ir þá »Nýja Kirkjublaðið« — sem er gefið út og ritað af biskup Rórhalli Bjarnasyni — alt af frá upphafi vega sinna verið að leit- ast við að gera þetta? Hversvegna ? Ætlar biskup, að orð hans hafi engin áhrif í þá átt? Pað er alveg óhugsanlegt. Ratsem hann sjálfur kannast við í hinni hátíðlegu ræðu sinni við vígsluna, að slíkt sé »il!a gert« — má maður þá ekki eiga von á, að hér eftir kveði við annan tón um þessi helgu málefni, sem menn trúa á, »sér til styrkingar í lífi og dauða« ? Raðer líka nóg af efa og van- trú, þó hin kristilegu blöð haldi ekki þeirri stefnu — Efi lækn- ast ekki með efa. — Lifandi trú, óbilug trú á guð og hans heil- aga orð, á Jesúm Krist og verk hans hjá hinum helstu kenni- mönnum vorum mundi sjálfsagt bjarga mörgum manni frá að líða skipbrot á sálinni. „Ósamkvatmni." — „Buðsunarrangt." Biskupinn segir síðar í ræð- unni um trúarstyrk hins elsta safnaðar: „Hvaðan kom hinum elsta söfnuði sá trúarstyrkur? Ekki frá líkbörunum við Nain eða frá gröf Lasarusar. - Nei, - heldur frá sjálfri upprisu Krists. Á henni stendur kristin kirkja. - Án henn- ar væri mér saga kristninnar alóskiljanleg. - Án bennar væri von mín dauð. Ætti I eg ekki upprisinn frelsara, þá væri eg ,aumkvunarverðastur allra manna,‘ eins og postulinn kemst að orði. Beri einhver mér á brýn ósamkvæmni, deili eg ekki við hann. Skil það vel og játa, að með trúnni á upprisu Krists, með trúnni á því undri undranna, er það hugsunarrangt að neita öðrum stórmerkj- un, sem frá er skýrt í hinum fornu sögum." (N. Kbl. 1908, bls. 250.) Það er auðvitað rangt að segja, að »trúarstyrkurinn« hafi ekki komið »frá líkbörunum við Nain eða frá gröf Lazarusar*, »heldur frá sjálfri upprisu Krists« ein-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.