Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 7

Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 7
FRÆKORN 190 En það er auðvitað ekki aðeins hér, að sjórinn hefir gengið hærra, heldur kringum alt land. Miðfell í Dalasýslu er einnig mjög einkennilegt. Stendur það í miðri sveit og eru bæir alt í kring um það. í Mýrasýslu og Borgarfjarðar er mikill skógur. t. d. í Skorradaln- um, Karlmannstungu og í Pverár- hltðiuni. En einna mestur held eg hann hafi verið neðantil í Norður- árdal á niilli Laxfóss og Hreðavatns; að öðru leyti er næstum alt há- lendið um Borgarhreppinn þakið skógi. Á þessu svæði eru bændabýlin einna þétttust í Dalasýslunni. Landið er um allar þessar sýsl- ur gott og grasgefið, en í síðar- nefndri sýslu er túnræktin í betra lagi og þúfurnar víða horfnar. Að- ferðin að skera ofan af er í góðu áliti, og er eflaust góð; því gras- rotin grær fyrr en þegar plægt er og sáð fræi. Á nokkrum bæjum í Mýrasýslu var samt farið að plægja og sá höfrum til þess að undirhúa jörðina fyrir túnrækt, og spruttu þeir vel. Sumarið er stutt og milli margs verður að skifta kröftunum, scm eru lieldur ónógir; þess vegna væri æskilegt, að geta notað hest- aflið meira en verið hefir. Ef bú- ið væri að gjöra vél, er skæri of- an af, þáværi hægt að gjöra við alla sléttuna með hestafli ef ekki væri mjög grýtt. Slík vél þyrfti sjálf- sagt hvorkl að vera margbrotin né dýr. Rar sem jarðvegurinn er grunn- ur, hefir reynslan sýnt, að það spretti langt um betur, ef mold úr moldargörðum er borin undir þök- urnar. Slíkir garðar eru auðvitað ekki altaf fyrir hendi. En það er einfalt ráð að búa þá til á þann hátt, að mold aunaðhvort úr mýri eða valllendisjörð er hrúgað upp til þess að loftið nái að verka, og hún tileinki sér súrefnið í loftinu. En við slík verk þyrftu menn langt um meira á vögnum að halda. En þeir eru heldur dýrir í samanburði við verðið í útlöndum og væri sjálfsagt hægt að færa niður verðið með því að búa þá til hér á landi. F*að sama er að segja um plógana. Alstaðar er byggingin að batna, og víða er hún góð. Það væri ekki heldur skynsamt fyrir efnaiitla meiin að byggja meira en ástæður leyfa. Bóndinn á að leitast við að láta bæinn líta vel út úti fyrir, en konan innanbæjar. Og ef þau bæði hjálpast að, mun margt lagast. Loft og vatn stendur öllum jafnt til boða. En játa skal, að starf húsmóður- innar er oft mjög erfitt og van- þakklátt, því að í vætutíð forast gólfið jafnóðum og það er þvegið. A einum bæ, sem eg kom á, leyfði húsmóðirin ekki að spýtt væri á gólfið, heldur aðeins í hrákadall, og það var mikil bót og henni veittist miklu hægara að halda gólf- inu hreinu, og alt var þar mjög svo viðkunnanlegt. Lítill moldar- bær, sem er vel hirtur, hefir meira gildi en stórhýsið, et þar ríkir ill stjórn og óhreinlæti. »Steinsteypa« er ný byggingar- aðferð upp til sveita. Eg sá tvö slík hús í Mýrasýslu og fjögur á mjög litlu svæði í Dalasýslu. Stein- límið (cerr.entið), er hafði farið í þau, var ýmist frá 30 - 60 tunnur. Steinlímið hafði verið hlutfallslega 1 á móti 10 eða 12 af sandi og möl. Pessi byggingaraðferð á sér vafalaust framtíð hér á landi og mun fullkomnast í ýmsu þannig, að húsin verði ódýrari og alveg raka- laus. Af steinveggjum er hætt við að stafi raki að mejra eða minna leyti, að minsta kosti á meðan vegg- urinn er nýr. Rað hefir samt tek- ist að gjöra þessi hús rakalaus með því að þilja fyrir innan 5 eða 6 þuml. frá veggnum og »stoppa« svo á milli. En í einum stað var þiljað þannig, að 3 þuml. bil var í millum þils og veggjar, en það hús reyndist að vera ekki laust við raka. Önnur aðferð til þess að verða laus við rakann er að steypa veggina hola að innan, það er að segja tvöfalda veggfi með bili á milli. Oegnum það loft, sem þann- ig geymist inni í veggnum getur enginn raki komist. Með þessu fyrii komulagi þyrfti ekki að þilja að innan og væri sjálfsagt efnissparnaður í því að hafa veggina mjög þunna ef bönd- in á milli þeirra væru nógu mörg og sterk og húsið ekki mjög hátt. Þessi steypuaðferð ætti ekki að vera mjög stinleg eftir að mótin væru tilbúin eins og húsið ætti að vera. Og ekki þyrfti það að kosta meira, hvað efnið snertir, en við þann, er í mótin færi. Til samanburðar skulum vér segja, að í mótin þyrfti eins mikinn við og nægði í 4 álna j háa klæðningu utan á húsið. Og I gehtr hver, sem v\\\, re'tknað út, hvað slík mót i.’undu kosta. En það væri auðvitað hægt að steypa fteiri í sama mótinu og þannig skifta kostnaðinum niður á fleiri. En svo er líka hægt að steypa steina á undan, þannig að húsið yrði samt nákvæmlega eins og steypt væri í einu lagi. En einfaldast er jjað sjálfsagt að byggja úr hraungrjóti jjar sem það er til, því þau hús verða rakalaus, sé vel frá þeim geng- ið. Alstaðar voru stærri eða minni bókasöfn, og er það helst sögu- bækur, er lesnar eru. En hvergi

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.