Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 4
106_______
í stað kristnu kenningarinnar
um líkamlega upprisu Jesú kemur
þá það, að »andi Jesú« hafi
farið til guðs og að þetta sé
upprisan.
Páverður líka »eining andans«
hjá oss milli nýju guðfræðing-
anna og — andatrúarmannanna.
það er mikið gleðiefni, að
biskupinn sé ekki enn kominn
$vo langt í »nýju guðfræðina«.
En ekki þykjast þeir lútherskir
prestar, sem afneita upprisu Jesú
p í góðu fylgi við »nýju guó-
fræðina« — þurfa að taka til
orða eins og biskupinn hér gerði,
að »trúin á Jesú væri dauð,«
ef þetta trúaratriði félli burtu.
Pað er alls ekki hægt að gera
sér í hugarlund, hve langt »hin
kristna afneitun*, »nýja guðfræð-
in«, geti farið.
En öllum ætti úr þessu að verða
skiljanlegt, hvort sú stefna sé
holl og trúnni og andlegu lífi
til styrkingar eða ekki.
Að lokum skulum vértaka það
fram, að enginn kali er hjá oss
til hins nýja biskups persónu-
lega.
Af góðri viðkynningu við
hann höfum vér lært að virða
hann og meta sem góðan, al-
varlegan og mætan mann í alla
staði. Hér er að eins átt við
málefmð, og vonum vér, að all-
ir góðir menn lesi grein vora í
þeim anda.
„Eekið blátt áfratti/‘
Fylgjendur nýju guðfræðinnar
halda því fram, að nýja guðfræð-
in komi aðeins með viðkunnan-
legri »umbúðir« um hin kristi-
FRÆKORN
legu sannindi; sannindin sjálf
séu í rauninni hin sömu hjá
þeim og í gamla kristindóminum
Helsti kennifaðir nýju guðfræð-
innar, R. J. Campbell, hefir samt
verið svo hreinskilinn að segja
mönnum frá því, hvernig hann
lítur á gamla kristindóminn. Pessi
lýsing á skoðunum hans hljóð-
ar þannig:
»Samkvæmt hinni viðteknu guð-
fræði hefir önnur persónan í guð-
dómnum, sem var guði líkur og
hafði tilveru ásamt guði föður frá
eilífð, lagt af sér dýrð sína, tekið
á sig hold oss til hjálpræðis, orð-
ið fæddur af mey, lifað stuttu lífi
í þjáningum, gjört mörg kraftaverk,
dáið smánarlegum dauða, risið upp
úr gröfinni á öðrum [þriðja] morgni
eftir að hann var iagðnr í hana,
og farið til himna að lærisveinum
sínum ásjáandi. Sem uppfylling
loforðs þess, er hann gjörði rétt á
undan krossfestingu sinni, og end-
urtók á undan himnaförinni, hafi
hann og faðirinn sent þriðju per-
sónuna í guðdómmim til þess að
útbúa með krafti af hæðum hina
óbrotnu menn," sem voru sendir að
boða hjálpræðis-boðskapinn heimin-
um. Jesús sé nú á hástóli dýrðar
sinnar, en fyr eða síðar muni hann
koma aftur og enda hinn núver-
andi tíma og verða dómari lif-
enda og dauðra á mikilli dóm-
samkomu.
I einni merkingu er þetta alt satt,
en það er venjulega kent á þann
hátt, að menn missa sjónar á sann-
leikanum. — Tekið blátt áfram, er
það ekki hægt að trúa því.« Camp-
bell, The New Theology,. bls.
72-73.
»Tekið blátt áfram, er það
ekki hægt að trúa því«, segir
Campbell.
»Tekið blátt áfram, <r það ekki
hægt að trúa því,« að Jesús
»hafi haft tilveru ásamt guði frá
eilífð, lagt af sér dýrð sína, tek-
ið á sig hold oss til hjálpræðis,«
segir Campbéll.
»Tekið blátt áfram, er það
ekki hægt að trúaþví,« að Jesús
hafi lifað »lífi í þjáningum, gjört
mörg kraftaverk, dáið smánar-
lagum dauða, risið upp úr gröf-
inni«, segir Campbell.
»Tekið blátt áfram, er það ekki
hægt að trúa því,« að »Jesús
hafi farið til himna að lærisvein-
um sínum ásjáandi<, að »Jesús
sé nú á hástóli dýrðar sinnar«,
en muni »koma aftur og enda
hinn núverandi tíma og verða
dómari lifenda og dauðra,«
segir Campbell.
»Rað er ekki hægt að trúa
því.« »lt is incredible«, segir
hann.
Hvað eigum vér að segja til
jiessa?
»Rví lærdómurinn um hinn
krossfesta er þei n heimska, er
sæiunnar missa, en oss, sem
hólpnir erum, kraftur guðs.« 1.
Kor. 1, 18.
JÍstatuJld.
Hýja auðfratðin í norcgi.
Séra Th. Dahl ritar nýskeð í
»Luthersk Kirketidende«:
»Astandið er ískyggílegt. Að-
allega vegna þess, að það virðist
fara að verða hægt fyrir prest í
hinni norsk-lúthersku ríkis-kirkju
að kenna, hvað hann vill. Séra
Konow prédikar opinberlega, að
hann trúi ekki á getnað Krists
af andanum né á líkamlega upp-
rísu hans. Við líkbörur Edvards
Griegs fékk hann tækifæri til
þess fyrir alla þjóðina að gefa
mönnum dæmi uppá kristindóms-
boðun sína í ræðu, sem að því,
er eg frekast veit, ekki hefir ver-
ið rætt um, — þótt undarlegt
megi virðast. En það er líkast