Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 3

Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 3
FRÆKORN göngu. Upprisa Krists er hið mikla »undur undranna*, eins og biskupinn segir. En hin undrin mörgu hafagjört mönnum hægra að trúa upprísu-undrinu. Og einnig frá hinum ýmsu undrum hlutu rnenn á Krists dögum mik- inn trúarstyrk. Um þau tvö undur, sem biskupinn nefnir, er þetta beinlínis sagt. Um upp- vakning sonar ekkjunnar eru þessi orð í sjálíum texta biskupsins: »Við þetta kom ótti yfir alla. Vegsömuðu þeir guð ogsögðu: „Spámaður mikill er risinn upp meðal vor, guð hefir litið í náð til síns Iýðs.“ Lúk. 7, 16. Og um uppvakningu Lazarusar les- um vér: »Vegna pessa trúðu marg- ir af Gyðingum, sem komnir voru til Maríu og séð höfðu það, sem Jesús gjörði.« Jóh. 11, 45. Út af því, að það sé ósam- kvæmni hjá biskup að efast um kraftaverk Jesú, en trúa þó upp- risu Jesú, segirhann: „Skilþað vel og játa, að með trúnni á upp- risu Krisis, með irúnni á þvi undri undranna, er það hugsunar- rangt að neita öðrum stórmerkj- um, sem skýrt er frá í hinumjornu sögum Já, það segir hann satt. En hví er hann þá að neita? og hví er hann að svifta menn »trúarstafnum« ? Hvort er nú betra: Að trúa orði guðs afdráttar- laust og fá fyrir það þáásökun, að maóur sé ékki samkvæmur »vísindunum« svo nefndu, sem þó aldrei liafa náð fullkomnun eða algildi? — eða: Að trúa aðeins sömu af »undr- unum í orðinu, en neita öðrum Stórmerkjum«, og svo jafnframt verða að játa ásig »ósamkvæmni«, ogað þetta sé »hugsunarrangt?« Já hvort er betra? Með fyrra mótinu verður mað- ur fyrir álasi þeirra, sem afneita Kristi, en með hinu síðara verð- ur maður viljandi eða óviljandi að hneyksla smælingjana, sem trúa á frelsarann í lífi og dauða, trúa orðum hans og verkum hans. Og maður kemst samt ekk- hjá því, að vantrúuðu mennirnir hæðist að slíkum kristindómi, sem er hvorki heill né hálfur, hvorki já nc nei, hvorki trú né vantrú, slíkum kristindómi, sem er »ósamkvæmur< sjált'um sér og hugsunarrangur.- Já, hvort er betra? Vér gerum oss litla von um, að biskupinn vilji svara svona spurningum, enda segir hann, að hann »deili ekki«. Þetta er skynsamasta afstaðan frá hans sjónarmiði, en þetta er heldur ekki skrifað aðallega vegna hans, heldur végna þeirra mörgu, sem um þessi alvarlegu málefni hugsa og leita eftir Ijósi í myrkri því, sem vantrúin í hin- um ýmsu myndum er að breiða út á vorri tíð. Hver veit hvar endar, ef mað- ur gefur sig út í afweitun? Bent getum vér á, að trú- bræður eða efunarbræður bisk- upsins í Noregi sumir hverjir — sem jafn-afdráttarlaust vilja vera kristnir eins og hann vill vera það — sumir af heldri guðfræð- ingum Noregs nú á þ’ssum tímum eru á undan biskupi ís- lands í »nýju guðfræðinni«. Samkvæmt þýðingu á grein úr »Luthersk Kirketidendi« (sem birtist á öðrum stað hér í blað- inu) prédikar séra Konow.merkur iöi> norskurþjóðkirkjuprestur.aðhann »trú i ekki á likamlega upprisu Krists.« Biskupnum hér er þetta vel kunugt. Hann les án efa »Luthersk Kirketidende«, enda er þetta orðið kunnugt um öll Norð- urlönd, og nýja guðfræðin éf ekki að fara í felur með þessa afneitun. Campbell trúir heldur vistekkí líkamlegri upprisu Jesú. Hann segir: »Engin kenning viðvíkjandi upprisu Jesú er óhjákvæmilega nauðsynleg; aðal- atriðið, sem maður verður að kannast við, er það, að kristindómurinn hófst með þeirri trú, að höfundur hans væri upprisinn frá dauðum til þess að sýna, að dauðinn gæti engan veginn eyðilagt það, sem væri guði verðugt. Samkvæmt þessari andlegu skoðun á málinu, verð- ur himnaförin skiljanleg; hún þýðir að- eins það, að líkamanum var slept, þeg* ar Jesús hafði unnið það, sem hann þurftl að vinna. Það er enginn efi á þvf, að hinir fyrstu kristnu höfðu þá barnslegu hugmynd, að himininn væri staður fyrir ofan skýin, sem líkaminn f rauninni fór til, og Hades væri í undirheimi, og að það væri staðurinn, sem andi Jesú hefði komið frá, til þess hann gæti sameinast líkamanum, áður en Jesús færi upp til húss föðursins. Og greinilega talað, þá var það þetta, sem Páll kendi um það, en slík hugmynd er nú öllum ómögu- leg; hún var aðeins möguleg, meðan menn héldu, að jörðin væri miðpunktur alls, en þeirri skoðun eru menn fyrir löngu horfnir frá." (Campbell: The New Theology. Bls. 224 - 225.) Biskupinn játar trú á upprisu Krists. En auðvitað má ganga að því vísu, að fylgismenn nýju guðfræðinnar hér á landi innan skamms fari að fylgja forgöngu- mönnum sínum í öðrum löndum enn betur að máli. Rá fer upprisu- trúin — trúin á »undri undranna* — sömu leið og önnur atriði kristindómsins — í hyldýpi af- neitunarinnar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.