Frækorn - 15.02.1910, Side 8

Frækorn - 15.02.1910, Side 8
24 FRÆKORN sótt, enda munu tlestir ef ekki ailir viðstaddir hafa verið vel ánægðir með þessi frábrigði frá kirkjusiðunum. Saigerður Gróa Guðmundsdóttir. Fædd lí>. október 1888. Dáin 25. jan. 1910. Lag: Kallið er koniið. Nú ertu sofnuð svefninum ljúfa. Sælt er að blunda í blíðri ró eftir svo margar andvökunætur og hljóta loksins hvíld og fró. Margir þér unnu, ungmeyjan prúða. Pú varst svo göfug og hjarta-hreio. Aðra pú gladdir oftast með brosi, en barst þinn harm í hljóði ein. Þrátt tyrir tárin, prátt fyrir sárin áttir þá stöðugan innri frið; í þinni fátækt auðug var sál þín af gulli, sem ei grandar ryð. Eins og frá himni heiðbjörtum hljómar blikandi stjarna í bláum sæ, þannig í vorum viknandi hjörtum þín Ij úfa minning lifir æ, Ástvinir þínir, allir, sem harma, fagnandi munu þig siðar sjá. Sælt er að blunda, sælt er að vakna Guðs mikla dýrðar degi á. S. S. Frá vini, sem ekki nafngrein- ir sig, liefi eg ‘2S/i veitt móttöku 5 kr., sem eg hefi afhent gjald- kera s. d. adventista-safnaðar- ins. Bréfið, sem fylgdi gjöfinni, var einkar hugðnæmt. Eg lej'fi mér að tilfæra úr því nokkrar línur, sem lýsa innilegum sam- hug og mikilli trúar-alvöru: »Herra Östlund. »í síðustu viku hafði eg tekið til svolítinn smáskerf, er eg ætlaði að leggja í »Betels«-kassa næsta sunnudagskveld. — En þegar eg svo síðustu laugar- dagsnótt horfði á logann leika í gegnum þetta hús, hve glögt stóð þá fallvaltleiki lífsins fyrir hugskotssjónum mínum! Mér fanst eg geta líkt þessari sjón við það: — að hér lægi vinur minn í baráttu við dauðann — og að væri að sönnu kominn en of seint,--eghefði máskegetað bet- ur uppfyll skyldu míma gagn- vart þessum deyjandi vini. Þenna örlitla þakklælisvott legg eg hér innan í, — eins og lítið blóm, í minningu »Betels«. Brúkið það til aðstoðar í næsta sinni, er þér horgið fyrir liús í »Betels« stað. Það hryggir mig, hve lítið þetta er«. —- — Bréfritaranum þakka eg bæði fyrir gjöfina og ekki síð- ur fyrir hin hlýju alvöruorð. Það mun vera bréfritaranum og mörgum öðrum kærkomin fregn, að ráð er gert fyrir því, að endurhyggja samkomuhúsið »Betel« bráðlega. Hinn n/i meðtekið frá J. Jd. H) kr, til »Betels«. Þökk fyrir þá gjöf. Fyrir hönd s. d. a.-safnaðarins. David Östlund. Gömul visa. Spurning: »Segðu mér það, Sigvaldi, hvað syndir þínar gilda?« Svar: Mhað er undir áliti alföðurins milda«. Samkomur. Sunnudag kl. 6,30 síðd. í Sílóain. Inngangur frá Iíergstaðastræti. David Östlund. Brúkuð íslenzk frimerki kaupir Inger Ostlund Austurstræli 17. Aarhus húmœðraskóli. Aar/uis, Jglland, Danmark. 1. febrúar og 4. maí byrja ný kensluskeið, sem standa yfir hér um bil 6 mánuði. Um rikissjóðsstyrk má sækja fyrir bæði kensluskeiðin. Áætlun um skólann sendist, ef beðið er um það. Marie Jespersén. þakkarávarp. Um næstl. frekt 5 ára skeið urðum við, samhliða van- burðum ellinnar, að búa við þá þungu og sorglegu reynslu, að horfa á okkar kæru, sál. dótturdóttur, Sal- gerði Gróu Guðmundsd., stynja und- ir þungum sjúkdómskrossi, unz hún andaðist hinn 25. f. m. 21 árs að aldri. Á þreytustundum þessum urðu margir, skyldir sem vandalausir, til þess að líta inn til okkar og gleðja sjúkl., meðan lííið entist, með margs konar hluttekningu og greiðvikni. Um leið og við beinum innilegum þakkarhug til allra gleðjendanna i þessu atriði, getum við ekki dulið þessa: D. Ostlund og konu hans, Guðrúnu, konu Einars kaupm. Árna- sonar, Helgu konu Siggeirs kaupm. Torfasonar, konuna Jóhönnu Eyj- ólfsd. og yngismey Sigurbjörgu As- bjarnardóttur. — Hinum nefndu, sem ónefndu, sem og þeim, er heiðruðu útför hinnar látnu, tjáum víð óskift- ar hjartans þakkir fyrir alla lilut- tekninguna og óskum þeim blessun- ar guðs, í bráð og lengd. Jóh. Oddsson. Salgerður F’orgrímsdóttir.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.