Frækorn - 30.03.1910, Blaðsíða 5

Frækorn - 30.03.1910, Blaðsíða 5
37 F R Æ K O R N Skíðaferðir í íforegi. Skíðaleikar Norðmanna við Holmen- kollen, skamt frá Kiistjaníu,eru heims- frægir. Einkurn er það loftstökkið, sem mest orð fer af. Skíðamaður kastar sér á fleygiferð fram af hengi og fer langar leiðir í loftinu, kemur svo niður og heldur áfram ferðinni. Hér ámyndinni sést einn af frægustu skíða- mönnum Norðmanna, Otte Tange, í loftstökki. Skautflmi. Svo mætti virðast, að ísland ætti að vera vagga allra vetrariþrótta. Hér er óslitið snæhaf víða vegu allan vet- urinn; illfaert oft og tíðum nenia fugli fljúgjandi — og skíðamönnum. hlkleyfur farartálmi öLlutn öðrum. Þó hefir skíðafar lagst niður á síð- ari árum í mörgum sveitum, og jafnvel í norðlenzkum snjósveitum sumum hverjum eru skíði því nær ókunn. ísar liggja víða milli fjalls og fjöru sveitina á enda langan tíma vetrar. Og þó eru skautar alls eigi «1 í sumum þeim sveitum! — Og övíða mun skantfimi á því stigi hér á landi, að íþrótt megi heita. Nu hafa Reykvíkingar gengið á undan í íþrótt þessari síðastliðna vetur, enda hefir náttúran sjálf lagt þeim leikvöllinn í opna arma, þar sem bæjartjörnin er. Og þótt stopull sé ís þar oft og einatt, er þó stór furða,að allur fjöldi borinna Reykvík- inga skuli ekki vera skautamenn góð- ir — - og margir listamenn í þeirri íþrótt. — Sést þar bezt, aö það er alls eigi tœkifœríð heldur áhuginn, er skortir. Og þannig e u m allar íþróttir hér á laudi. Hér er utanhýsis-verkefni handa ungmennafélögum vorum á vetrum. Skíðafar og skautfimi eiga að vera kærasta skemtun þeirra á vetrum, þar sem annari hvorri eða báðum verður við komið. Engar vetrar- íþróttir eru fegurri, hollari og karl- mannlegri en þessar tvær! Engar nauðsynlegri hér á landi! Og báðar norrænar í legg og lið að fornu og nýju. — — — Vouandi er,aðáhugi ungra manna á vetraríþróttum þessum vakni og eflist bráðlega eins og t. d. glímu- áhuginn á síðustu 3^-4 árum. Mun þess þá eigi langt að bíða, að ungir og efnilegir íþróttamenn beri nafn ísland út um víða veröld og flytji heim aftur frægð og góðan orðstýr, eins og torfeður vorirgerðu fyr á árum. Að 5—10 árum liðn- um eiga ungir íslendingar að vera svo á legg komnir, að þeir geti kept um verðlaun í»Holmenkollcti,« skíðabrautinni heimsfrægu rétt við Krisjjaníu í Noregi — ogáalheims- skautabrautinni í Davos á Svissara- landi. Þangað sækja nafnkunnir íþrótta- menn úr öllum heimi, og heiður sigurvegaranna og þjóðar þeirra flýgur í fagnandi símskeytum út um víða veröld. Að þessu takmarki eiga allir ungir íþróttamenn að stefna! ís- lendings-eðlið er óbreytt enn, ef á- huginn reynist nógu sterkur. Það hafa glímumennirnir vorir sýnt og sannað. Skjnfaxi. — Silkimjúkar venjur verða stál- harðar, þegar vér reynum að Iátaaf þeim. Krókóttar leiðir myndast, af því að menn reyna að komast til himins, horfandi stöðugt til lieims- ins. Líttu til himins og stefndu til himins, — þá verður vegur þinn fceinn. ,, ifOO't uu

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.