Frækorn - 30.03.1910, Blaðsíða 8
40
F R Æ K O R N
Balkanskagi.
Ófriðarhorfur milli Bulgara og
Tyrkja.
A Orikklandi Iítur friðsamleg-
ar út nú en áður.
Bannstefnan í Svíaríki.
50 læknar í Stokkhóimi hafa
nýlega lýst því yfir í blöðum Svía,
að þeir hafa »gengið í lið með
þeim flokki þjóðarinnar, er álítur,
að nú sé kominn tími til að inn-
leiða algengt og áframhaldandi á-
fengísbann í Svíaríki. Þeir segja:
»Vér neitum þvi alls ekki, að
mögulegt sé að neyta áfengis í
svo smáum rnæli og áþann hátt,
að tjón stafi ekki af þvífyrirein-
staklinginn, en skoðun vor er sú,
að áfengisverzlunin (alkoholtra-
fiken), eins og henni er háttað í
daglegu lífi, hafi í sér fólgin og
í för með sér svo alvarlegan og
áþreifanlegan voða fyrir þjóó vora,
að þjóðfélaginu er skyltaðneyta
allra krafta til að losna við þessa
verzlun. Með því að vér erum
orðnir sannfærðir um, að þetta
takmark getur ekki náðstáannan
hátt en með því að hugmyndin
um algert áfengisbann innræfist
alvarlega öllum ahnennningi, þá
höfum vér viljað styðja viðleitni
bannvinanna að þessu markmiði.
Véf höfum sérstaklega álitið það
skyldu vora að lýsa því yfir að
frá hálfu læknisfræðinar og heilsu-
fræðinnar geta engin gild rökfund-
ist á móti því, að afnema áfeng-
ið sem nevlzudrykk«.
Jón trausti
er altaf að skrifa.
Og sögum hans er vel tekið
bæði utanlands og innan. Hið
síðasta eftir hann er þriðji þátt-
ur »Heiðarbýlisins«, er »FyIgsn-
ið« heitir, og er byrjað að prenta
hann. í »Kvöldvldvökunum«, er
út koma á Akureyri, kom út saga
síðastliðið ár, er >Borgir« heitir.
Hún hvað vera sérprentuð og til
sölu, þótt lítið beri á því, oglaunt
sé með farið af útgefandanum.
Frú Helga Gad er að þýða á
dönsku smásögur hans^er komu
út í fyrra vor, og hefir í hyggju
að þýða næsta »Heiðarbýlið« á
dönsku. Smásagan »Sigurbjörn
sleggja« var þýdd ífyrra á þýzku af
Heinrich ErkeskaupmannniíKöln,
en nú er búið að þýða hana á
sænsku í blaðið »Uppsala« og
verið að þýða hana á frönsku í
úrvalssafn skáldsagna frá öllum
löndum, er heitir »Mille nouvel-
les«.
Látinn
er Jón Halldórsson bóndi á
Laugalandi, 2, þ. m. á 82. aldurs-
ári. Dugnaðarmaður og vel Iát-
inn.
Kommandör A. Hovgaard,
sem mörg ár var skipstjóri á
»Thyru«, lézt í Khöfn 17. þ. m.
á 57. aldursári.
Annar prestur
í Reykjavíkur dómkirkjusöfn-
uði verður Bjarni Jónsson frá Mýr-
arholti, samkvæmt veitingu stjórn-
arinnar.
Við prestkosninguna, er frani
, fóru hér í bænum síðastl. Iaugar-
dag (26. þ. m.), féllu atkvæðin
á þá leið, að
Bj. kennari Jónsson á ísaf. 489atkv.
séra Þorst. Briem, . . 404 —
séra Bjarni Hjaltesteð . 160
séra Bjarni Þorsteinss. .124 —
séra Kristinn Daníelss.. 17
séra Böðvar Bjarnason. 10
Bannlögin
kváðu vera komin út á svo
vonda þýzku, að þjóðverjar skilja
ekki í þeim(l).
Laura
strandaði 16. marz við Skaga-
strönd.
Bankastjóri horfinn.
Friðrik Kristjánsson útbússtjóri
íslandsbanka á Akureyri er horf-
inn og veit enginn hvert eða hvern-
ig-
(c^ '
I
i
I
HUSALEIGU-
SAMNINGA- OG
REIKNINGA EYÐUBLOÐ
selur
D. ÖSTLUND.
Brúkuð íslenzk frímerki
kaupir /nger Östlund.
Austurstræti. 17.
Aarhus húsmæðraskóli,
Aarhus, Jylland. Danmark.
1. febrúar og 4. maí byrja ný
kensluskeið, sein standa yfir hér um
bil 6 mánuði. Um ríkissjóðsstyrk
má sækja fyrir bæði kcnsluskerðin
Áætlun um skólann sendist, cf beð:ð
er um það.
Marie Jespsrsen.
r .*/
i
t
ov
m
. " YS- ..r. t C - VI
Ný prentsmiðja.
-Í'V'
i?
í
íf
Undirritaður hefir nú sett á stofn nýja, vandaða
prentsmiðju, og tekur að sér ails konar prentvcrk.
Vinnan vönduð.
Ódýrari en hjá öðrum.
Austurstr. 17.
Talsími 27.
David Östlund.
mP
m
—5;«
■ t «r