Frækorn - 30.03.1910, Blaðsíða 3

Frækorn - 30.03.1910, Blaðsíða 3
FRÆKORN 35 Testaments neu iiberzetzt und fiir die Oegenwart erklárt, II. Aufl. 1907. Otg. Joh. Weiss.-----------vefengir ýmist eða hafnar mörgum aðalatrið- um kristinnar trúar. Hún hafnar guðdómi Krists (sbr, bls 321') o. v.), og segir að skoð- un sú, að Jesús hafi ekki átt neinn mannlegan föður, sé líklega koniin frá heiðingkristnum mönnum (sjá bls.235), meðöðrum orðum, séseinni mannatilbúningur og hugarburður. Um jólaguðspjallið farast Weiss svo orð: »Jesús hefði hlotið að fá alt aðrar viðtökur hjá fjölskyldu sinni og Þjóð, ef þessar sögur hefðu verið til í raun og veru á undan fram- komu hans. Þess vegna getur eng- inn vafi á því leikið, að þær hafa þá fyrst orðið til, er kærleikurinn til meistarans mikla og tilbeiðslan á honum fundu þörf á því að um- vefja einnig barnæsku hans með 'jóma guðlegrar dýrðar, sem hana hafði vantað alveg í raun og veru« (bls. 427). Mikið einstaklega held eg, að jólaræðurnar verði hjartnæmar og jólafögnuðurinn mikill, þegar prest- arnir eru búnir að læra þau »vís- indi«, að jólaboðskapurinn sé tóm- ur tilbúningur. Kraftaverkasögur n.t. fá ekki háan vitnisburð; að vísu er því ekki neitað að Jesús hafi getað læknað tauga- veiklað fólk með sálaráhrifum, en flestum kraftaverkasögunum sé þann- 'g varið, segir bókin, að allir, »sem aðhyllast vísindalega heimsskoðun 1 ^u'Iri alvöru, hljóti að telja þær skáldskap«. (Sbr. bls 49). »Látum svo vera, að jólasögurn- ar séu skáldsögur, upprisan er aðal- atriðið, henni má ekki hafna«, sögðu þeir í fyrra í bréfum sínum, ein- hverjir framfaramennirnir, ef mig minnir rétt, en Weiss er ekki svo hjartveikur. Raunar ber hann ekki á móti því, að María frá Magdöl- um og nokkrir aðrir hafi sannfærst um það við »sýnir« (Wisionen), að Jesús væri upp risinn, en segir þó meðal annars um upprisuna: »ÖI! ') Tilvitnanirnar cru allar úr fyna bindinu. viðburðalýsingin er algjörlega ó- hugsanleg mönnum, sem hafa »krít- iskar« skoðanir, og hefirþessvegna1) ekki sögulegt gildi«. (Sjá bls. 226). í inngangi bókarinnarsegir Jylicher háskólakennari: »Upprisusögurnar eru ágætt dæmi þess, hvernig ímynd- unarafl trúaðs safnaðar fyllir í eyð- ur óvissunnar« (bls. 49). Þeir verða ekki í vandræðum með páskahuggun og páskalofgjörð, prestarnir, sem aðhyllast þessar »upp- götvanir«. Eins og nærri má geta er fleira vefengt en þetta í nýjatestam. T. d. má nefna, að orð Jesú hjá Matt. 28, 18.—20.: kristniboðsskipunin og skírnarorðin, eru talin tilbúningur, þótt þau séu í elztu handritum, af því að postularnir hafi ekki þegar farið til heiðingjanna! (Sbr. bls. 402). Allmörg rit í nýjatestam. eru enn- fremur talin rangfeðruð, stundum þvert ofan í gamlar og nýjar rann- sóknir. Og mjög víða kemur það í ljós beinlinis eða óbeinlínis, að »aðalsönnunin gegn vitnisburði ritn- ingar og kirkju liðinna alda er jafnan sú sama: »Vérnútíðarmenn sem höfuni vísindalega heimsskoðun, getum ekki trúað öðru eins«. — En svörin þau hefir vantrúin jafnan haft á reiðum höndum, — í hennar angum er kristindómurinn jafnan á eftir tímanum, — svo ný- lundan er aðeins sú, að nú skuli þau vera kend prestsefnum sem vísindalega sannað mál. — Vera má, að þetta síðasta sé of- sagt, og gleðiefni væri það, ef prestaskólakennararnir í Reykjavík lýstu því yfir opinberlega, að þeir fallist ekki á þær vantrúarkenningar, sem hér hafa verið taldar, enda þótt þeir af einhverjum ástæðum hafi kosið sér að nota þessa fyrnefndu bók við kensluna.« Auðvitað munu fylgismenn nýju guðfræðinnar segja, að þótt Weiss sé fylgt, þá geta menn verið trú- aðir engu að siður. Já, »trúaðir«, en á hvað? ') Leturbreytiugin hér. Á afneitun flestra grundvallarat- riða kristindómsins. Á það eru þeir trúaðir. Af trú í venjulegum skilningi þess orðs verður svo ekkert annað eftir enn það, sem jafnvel heiðingj- ar geti haldið að sé sannsýnilegt: Að til sé eitthvað æðra, og að það sé skylda mannsins að hegða sér eins vel og hann hefir vit á — enda þótt ekki sé tal um neina op- inberun guðs í kristilegumskilningi. Hvaða lífskraftur og lífsgleði fylg- ir slíkri »trú« — já, um það ætti að vera hægt að gera' sér í hugar- lund. Menn munu alment eiga erfitt með að trúa þvi, að útlitiðjséy'svo dinit og hér hefir verið drepið á. »Prestaskólakennararnir fylgja ekki þessari afneitunaratefnu, þótt þeir vilji, að nemendurnir kynnist henni, og álíti nauðsynlegt að, það sé gert«. Sé svo, þá láta þeir auðvitað til sín heyra og skýra afstöðu sína. En því miður mun ekki mikils vera von úr þeirri átt. Docent Haraldur Níelsson er kunn- ur að skýlausri »andatrú« sem ekki kemur neitt í bága við niðurstöður Weiss. Lektor Jón Helgason er í- hæzta máta »hærri-kritíkar«-maður. Og höfuð þjóðkirkjunnar, bisk- upinn, hefir í seinni tíð í blaði sínu sýnt svart á hvítu, hvoru megin hann stendur. Moldar-rekurnar. »Orikkir og Rómverjar skoð- uðu greftrunina trúarbragðalega skyldu, með því þeir héldu, að skuggi (eða sál) þess, sem ekki væri jarðaður, hlyti að flakkay um fljótebakka straumsins Styx í 100 ár. Það vafTþvt nauð- sýnlegt að kasta að minstakosti 3 hnefafyllum moldar á líkið til þess að gefa hinum látna frið. Frá þessu á sá siður upptök sín, sem enn þá er almennur í sumum kristnum kirkjudeildum, sem sé að kasta rekum á líkið eða kistuna«. Salomonsens Konversations lexikon, II., bls, 768.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.