Frækorn - 18.05.1910, Síða 2

Frækorn - 18.05.1910, Síða 2
58 F R Æ K O R N stjörnufræðingarnir gefa oss, af halastjörnuumferðatímum, eru svo stórar, að marga mun sundla: ein halastjarna, sem sást 1844, hefir 102,050 ára langan umferða- tíma; ein, sem sást 1863, þarfn- ast 1,840,000 ára til þess aðgjöra einaumferð á braut sinni, önnur halastjarna, sem sást 1864, notar 2,800,000 ár til ferðarinnar. f>eir, sem efast um áreiðanleik talnanna, gera vel að minnast, hve áreið- anlega tölur stjörnufræðinganna standa heima,þegar um viðburði í stjörnuhimninum er að ræða, er þeir segja fyrir á vorum tímum. Pað er ekkert nýtt, að menn Óttast halastjörnurnar. Myndir þær, er vér hér sýnum,bera það með ser. í hræðslu manna hafa gtjörnurpár kömið til að líkjast terugðnu sverði, eirihverju illdýri g. s. frv. Árið 1848 væntu menn að halastjarnan frá 1556 skyldí koma aftur. Petfa hafði þau áhrif á Karl V., að hann lagði niður rík- isstjórn. Viðvíkjandi Halley’s halastjörn- unni hafa menn áður verið hjá- trúarfullir. Pannig sögðu sagna- ritarar á sínum tíma, að halastjarn- an, sem nú er kend við Halley, hafi hjálpað Vilhjálmi Sigursæla að leggja England undirsig. Ár- ið 1456, fáum árum áður en Konstantinopel var hertekin, vakti halastjarnan óttr hjá mönnum al- inent: kristnir menn töldu stjörn- una merki þess, að Tyrkir mundu vinna í Evrópu, meðan Tyrkir hins vegar töldu halastjörnuna merki upp á sigra hinna kristnu. Stafar nokkur hætta af hala- stjörnunni ? Um það eru heimsins frægustu s'jörnufræðingar ekki sammála. Eyrir ei mi öld síðan skoðuðu stjörnufræðingarnir halastjörnurn- n iiar eins og himinlmetti, og héídu, að það mundi hafa ægi- le'jar afleiðingar, ef halastjarna og reikistjarna rækust hvor á aðra. Þannig segir Lambert (f. 1728, d. 1777): »Þegar maður íhugar ferð hala- stjarnanna og þyngdarlögmálið, er auðvelt að skilja, að árekstur þeirra eða jafnvel það, að þær nálgast jörðu, mun geta haft hinar ægileg- ustu afleiðingar. Slíkur viðburður mundi geta valdið almennu synda- flóði eða þá orsakað, að jörðin gengi undir í bruna, gjört hana að fíngjörðu dufti, dregið hana burt frá braut sinni, rifið tunglið frá henni, eða — sem verra er — kastað henni langt burtu hinu megin Saturn og þannig skapað henni margra alda vetur.« Maupertius,franskurvísindamað- ur (f. 1698, d. 1759), hafði líkar skoðanir um eyðileggingu, sem árekstur halastjörnu gæti haft með sér fyrir jörðina. En hins vegar þóttist hann geta hugsað sér ýms hlunnindi, ef halastjarna að- eins kæmi jörðu mjög nær, en rækist ekki á hana. Pannjg hUgS. aði hann sér það mögulegt, að árstíðirnar breyttust í eilíft sum- ar, að halastjarnan eftil vill breytt- st í fleiri tungl, eða, að jörðin fengi hringi um sig eins og Saturn. Loks segir hann: »Hversu hættulegur, sem slíkur árekstur enn gæti verið, þá er þó mögulegt, að hann aðeins yrði til þess að eyðileggja einhvern iítinn hluta jarðarinnar. Ef til vill gætum við sloppið með eyðileggingu eins eða annars konungsríkis, meðan jörðin að öðru leyti kæmi til að njóta góðs af því, sem þannig kæmi til vor svo langt að. Ef til vill munu jarðabúar með undrunsjá, að halatjörnuefnið kæmi til vor með gull og gersemar.« Einn hinna helstu stjörnufræð- inga nútímans, Guillemin (fram- ber: Gimeng) segir: »Hvað mundi ske, ef ein eða önnur halastjarna lenti beint á jörðu? Slíkur árekstur er enganveginn ó- hugsandi; ekkert Iögmál i stjörnu- fræðinni andmælir þeim möguleika, að tvær stjörnur gætu rekist hvor á aðra og ef til vill þar með gert hvor aðra að gufu eða dufti.« »Nú eru flestir stjörnufræð- ingar horfnir frá óttanum fyrir eyðileggingunni, sem menn í fyrri daga héldu að mundi leiða af árekstri halastjörnu á jörðu. Líkindin fyrir slíkum árekstri eru mjög Iitil, og efni hala- stjarnanna eru svo þynt, að jafnvel þóttárekstur kæmi fyrlr, þámunu afleiðingarnar af hon- um tæplega verða mikilvægar fyrir jörðina. (Halastjörnumynd -"gömul.)I

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.