Frækorn - 18.05.1910, Qupperneq 7

Frækorn - 18.05.1910, Qupperneq 7
Hliðið.'og’ vegurinn. »Hliðið er skírnin«£sagði séra Fr. Fr. í ræðu á uppstigningardag síðastl., og er sá ræðukafli prent- aður. Þessj-vegna viljum vér ekki láta hjá líða að benda mönn- um á, að þetta er rangt, því að Jesús segir sjálfur: »Eg em dyrnar.« Jóh. 10, 9. Ef Jesús sjálfur er hliðið, þá er skírnin það ekki. »Oegnum þetta hlið . . . verða allir að ganga, ef þeir vilja kom- ast inn til lífsins,« segir séra Fr.'Fr.gum skírnina. Hvað segir Jesús? »Egem dyrnar; ef nokkurgeng- urinnum mig, sá mun frelsast.« »Vegurinn er trúin«. Pað er heldur ekki rétt. Jesúsj segir: »Eg er vegurinn,sannleikurinn og lífið.« Jóh. 14, 6. Trú og skírn eru hvorttveggja mikilsverð atriði í andlegu lífi. En þau geta aldrei orðið það, sem hinn lifandi frelsari á að vera og er öllum þeim, sem finnast í honum. Vér viljum benda séra Fr. Fr. á orðin í Kor. 2, 2: »Ekkert nema Jesús og hann krossfestur.« Ekkert annað hlið, enginn annar vegur. Alt, sem vér getum gert í hlýðni við hann, er afleiðing af lífi Jesú í oss, en það skapar ekkert líf. Petta gildir jafnt um skírn eins og annað, er vér framkvæmum. — Gef mér, ó drottinn, það, sem þú krefst af mér, og bjóð mér svo, hvað sem þér þóknast. Augustínus, F R Æ K O R N Nytsemi freistinganna. Þær sýna hvað innra með oss býr. Það kom í ljós hjá englunum, hjá Adam, hjá Jesú, og mun einnig sýna sig hjá oss á freistingartímun- um. Þá sést, hvernig afstaða vor er gagnvart guði, hvert vér erum hreinskilnir eða ekki. Freistingar stuðla að þroska vorum. Vér lærum að þekkja vanmátt vorn, og einnig uppsprettu kraftarins. Vér getum þá orðið öðrum til hjálpar í freist- ingunr og beðið fyrir þeim. Hví- lík huggun það er, að frelsarinn hefir gengið á undan oss gegn um freistingar og þó án þess að synd- ga. Mættum vér skilja, að vér get- um orðið sigurvegarar í mestu freist- ingum, þegar vér eins og meistari vor verðum íklæddir krafti heilags anda. Fr. Mascher. Leiðrétting. í 3. tbl. Frækorna, bls. 19, 1. dálk, stendur: Ap. gj. 1, 12. 12, 14. 27. 42. 44. en á að vera: Pgb. 1, 12.; 13, 14. 27. 42. 44. Þetta eru menn vinsamlegast beðnir að athuga. Loftskeytin. Marconi er búinn að koma á reglubundnu loftskaytasambandi milli Englands og Canada, segir f fær- eyska blaðinu Dimmalætting. Þetta er margfalt meiri fjarlægð en milli Englands og Danmerkur. Svend Högsbro, sá er var atvinnumálaráðgjafi Dana 1905—1908 og síðan dómsmálaráð- gjafi frá 1908—-1909 dóáupp- stigningardag, 55 ára gamall. G9 Um hús hans úr steinsteypu hefir í D. Östlund ritstjóri ritað rækilega grein í Skírni 1. hefti þ. á. Húsa-spurningunni segist Edison hafa ráðið úr, og eru menn nú í Ameríku ag steypa hús eftir hans fyrirmynd, Rit Björnsons. »Dagbladet« segir, að hér um bil 400,000 eintök af ritum hansgangi nú manna á milli. Smásögurnar hans gömlu eru lang algengastar, Af þeim eru til 112,000 eintök. Ekkert verður gefið útafþví, sem til er eftir hann óprentað, og er það þó margt, einkum mesti sægur af bréfum. Hann hefir mælt svo fyr- ir sjálfur. Sala á íslenzkum hestum. Norska »Dagbladet« skýrir frá því 26. apríl, að nú séu Svíar í þann veginn að fella burtu tollinn á íslenzkum hestum. Segirað menn séu nú betur og betur að átta sig á því í báðum löndunum, að hér sé alls ekki um samkepni að ræða við stóru hestana þeirra, íslensku hestarnir verði notaðir til annarar og létlari vinnu, og sé því tollurinn ástæðulans. Blaðinu þykir fyrir því, að Norð- menn skuli eigi hafa orðið fyrri til, eða að minsta kosti jafnfljótir. Það er óefað að miklu leyti við- skiftaráðanautnum okkar að þakka, hyað á hefir unnist í þessu máli

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.