Frækorn - 18.05.1910, Qupperneq 3
FRÆKORN 59
Mikilvægt líf.
Atrlði úr Iffi D. L. Moody's
ræðuskörungsins mlkla.
Eftir dr. Torrey.
»Af guðs náð er eg það sem eg er;
og náð hans mér til handa hefir ekki
verið til einskis, því eg hef unnið meir
en þeir allir, — þó ekki eg, heldur náð
guðs sem var með mér.« 1. Kor. 15,10.
Þessi ofan ritaða tilvitnun úr heil-
ritningu lýsir æfi Páls postula í
einni málsgrein. — Hún lýsireinn-
ig og skýrir fyrir oss æfi D. L.
Moody’s. — Moody var í (ýmsum
aðalatriðum ólíkur öllum öðrum
mönnum á vorum tímum; og ritn-
ingargreinin hér að framan gefur
til kynna, að hverju leyti liann var
öðrum ólíkur, og hvers vegna hann
var það. Hann hefir unnið meira
en allir vér, og komið meiru til veg-
ar en vér allir. En samt sem áður
var það náð guðs, sem gerði hann
öörum frábrugðinn. Náð guðs hon-
um til handa var ekki til einskis;
því hann lét hann vinna verksitttil
enda. — Náðin verður oft til ónýt-
is á oss; því vér byrgjum reiti hjartna
vorra fyrir geislaflóði hennar, svo
aö hún getur ekki unnið hið dýrð-
lega frjófgunarverk sitt til fulls. —
Æfi Moody’s er full af einkenni-
legum atvikum, og mætti heilar bæk-
ur um sum þeirra rita. En hér
verðum vér að láta oss nægja að
taka fram nokkur hin helstu.
Fyrsta höfuðeinkemni á æfi D. L.
Moody’s er máttur guðs náðar.
Moody var af fátækum foreldrum
kominn og naut nær engrar menn-
ingar í æsku, og var auk þess tal-
inn lítt efnilegur. Faðir hans var
blásnauður steinsmiður uppi í sveit
og hafði sjö börn í heimili; varal-
eiga hans lítill steinbær rislaus með
tveggja dagslátta landi, ogvareign-
in veðsett. En þegar elzta barnið
var fjórtán vetra og Davíð litli ekki
nema fjögurra, varð faðir þeirra
bráðkvaddur. Varð nú ekkjan að
sjá ein fyrir sjö ungum börnum og
svara auk þess vöxtum af skuldinni,
sem á kotinu hvíldi. Þó tók það
út yfir, að rúmum mánuði eftir dauða
manns síns ól ekkjan tvíbura; voru
nú tíu manns á heimilinu, en lítið
um bjargræði. Má því nærri geta,
að ærið eitt hefir Moody orðið að
leggja á sig á æskuárum, og fram-
tíðar-horfurnar lítt glæsilegar. Var
það hvort tveggja, að hann hafði
lítil tæki á fræðslu, enda var hann
óhneigður til fróðleiks. Þar að
auki var hann áhugalaus í trúarefn-
um. Þegar hann baðst upptöku í
söfnuð einn í Boston, var honum
synjað hennar fyrst í stað. Hafa
menn síðan áfelst prestinn og gert
gabb að honum; en presturinn hafði
rétt fyrir sér. Því Moody var þá
svo fávís í þeim efnum,ersáluhjálp
hans snerti, að þegar hann var
spurður að, »hvað það væri, sem
Kristur hefði gert fyrir öss, og gerði
hann verðan elsku vorrar*, — svar-
aði hann: »Það veit eg ekki; eg
held að Kristur hafi gert okkur eitt-
hvað gott, en eg veit ekki, hvað það
er sérstaklega«. — En þó að söfn-
uðurinn veitti honum ekki inngöngu
undir eins, var þó hvorugt, að hann
synjaði honum aðgang algjörlega,
né heldur hitt, að hann skeytti ekk-
ert um hann; heldur var þvert á
móti sett tveggja manna nefnd til
að hafa eftirlit með honumogveita
honum tilsögn í kristnum fræðum.
Á því sést nú máttur guðs náð-
ar, að þessi fátæki, umkomnlausi og
fávísi piltur skyldi verða atkvæða-
mesti andans maðurinn, og mætti jafn-
vel segja mesti maðurinn á öldinni,
sem leið. — Þvf þegar frægð og
afrek hinna mestu hershöfðingja,
stjórnvitringa, rithöfunda og vísinda-
manna eru undir lok liðin, þámun
frægð hatis og afreksverk — og þó
fremur afrek hans en frægð — geym-
ast enn í hug og hjörtum manna
og bera ríkulegan ávöxt.
Annaö atriði, sem oss verður Ijóst
af æfi Moody’s, ergildi starfseminn-
ar. Moody sjálfur tók ekki sinna-
skiftum eftir að hafa heyrt neina
sérstaka snildar prédikun, heldur
smám saman, af kyrlátum áhrif-
um sunnudaga-skólakennara síns. —
Skyldu margar prédikanir á þessari
öld hafa komið eins miklu tií veg-
ar, ef litið er á yztu afleiðingar, eins
og viðræður þessa s. d. skólakenn-
ara? — Sunnudagaaéfóla-kennararnir
mega fara að verða háleitir!
Gildi starfseminnar verður ekki
eingöngu ljóstaf afturhvarfi Moody’s,
heldur einnig af öllu lífi lians. Því
það var ekki fyr en eftir marg-ítrek-
aðar tilraunir og óþreytandi áreynslu
í starfi sínu bæði á strætum, torgum,
farþegavögnum og hvar annarstaðar,
sem vera skal, —að hann varð slík-
ur afburða-verkmaður í víngarði
Krists.
Þriðja atriðið, sem ætti að verða
oss minnisstætt af lífi D. L. Moody’s,
er sigursæld þolgæðinnar. Einsog
vér höfum séð leit ekki glæsilega út
fyrir honum í byrjuninni. En hann
var svo skapi farinn, að hann hætti
aldrei við neitt, sem hann hafði byrj-
að á, fyr eh það var komið íverk. —
Kjarkur hans var óþreytandi. Hann
átti ekki miklu láni að fagna, þegar
hann tók fyrst að prédika. Hann
skorti alla þekkingu á málfræði, svo
málsgreinarnar urðu óskiljanlegar;
ræður hans urðu efnislitlar. En
hann var með sjálfum sérsannfærð-
ur um, að guð hefði sent sig til
heimsins til þess að boða honum
orð sitt. Og þrátt fyrir það, þótt
margur réði honum í bezta skyni
til þess, að hætta að prédika, hélt
hann engu að síður áfram meB
óþreytandi kappi og hætti ekki fyr
en hann hafði fengið eftirtektarbctrí
og sannstiltari áheyrendur heldur eú
nokkur annar maður á hans dögum.
Á síðustu samkomuuum, sem hami
hélt, talaði hann til 12,000 áheyr-
enda, en frá urðu mcnn að hverfa,
svo þúsundum skifti. Það leikui
enginn vafi á því, að hann var lang-
mesti ræðuskörungur vorra tíma.
Þrautsegja hans sást ogengusíð-
ur ljóst í s.d.-skóla-starfi hans. Men.i
þóttust og ekki heldur þar þurfi
hjálpar hans við. En hann hætti
ekki fyr, en hann háfði bæði komi i
á fót stórum s.d.-skóla sjálfur og
gert þess utan mildar endurbætur .í
tilhögun s.d.-skóla um allan heim.
Honum gekk mjög örðugt að n.i
viðurkenningu meðal kristinna manna.
Um eitt skeið var hann nefndui
vitlausi Moody, síðar var hann un'
langan tíma skotmark svívirðilegra
ályga. Það fyrsta, sem eg heyrði