Frækorn - 15.08.1910, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.08.1910, Blaðsíða 2
98 Hverju vér trúum. Stutt yfirlit yfir kenning S. d. adventista. Niðurl. Eg ætla nú dálítið að skýra þau at’.iði, sem vér skiljum að nokkru leyti öðruvísi en aðrir móímælendur. Eitt af þessum atriðum er skoð- un eða trú vor um afdrif hinna óguðlegu eða, með öðrum orðum, kenningin um komandi hegning óguðlegra. Margir í öðrum Iöndum—og eg hefi, heyrt að það nmni vera eins hér á íslandi — hafna kenningunni um óendanlega hegning af því að skynsemi þeirra leyfir þeim ekki að trúa á hana. Og þ-eir gefa einnig talað í þessu máli með sterkum orðum. Hvað oss sjöundadags-aðventista snertir óska eg fyrst að segja, að þótt vér trúum ekki heldur á óendanlega hegning, þá er ekki ástæðan hjá oss hin sama og hjá þeim, er ég nefndi. Vér byggjum ekki trú vora á mann- legri skynsemi, en á orði guðs. Astæðan hjá oss fyrir trú vorri í þessu eins og í öllu öðru er ein- ungis bibh'an; hún er oss langtum meiri en mannleg skynsemi. Vér finnum að hún í þessari grein kennir þetta: 1. Ódauðleiki tilheyrir aðeins guð- dóminum. *Hinn sæli og alvaldi konungur konunganna og drottinn drotnanna, sem einn saman hefir ódauðleikann, honum sé heiður og eilíft veldi.« 1. Tím. 6, 15., 16. Ef »hinn alvaldi konungur konunganna < er sá eini, sem hefir ódauðleika, þá getum vér ekki haft hann. 2. Einungis þeir, sem lifa í Kristi, munu ódauðleikann öðlast, og það verður á tilkomudegi drottins. Orðið segir, að »sérhverjum mun hann endurgjalda eftir hans verkum, þeim, sem með stöðugleika í góðu verki leita vegsemdar og heiðurs og ódauð- leika, eilíft líf, en hinum, sem þver- úðarfullir eru, reiöi og bræði.« Róm. 2, 6, 7. Spurningu þeirri, sem eg hygg, að hver eir.asti maður leiti svars upp á: »Er ekki sál mannsins ódauðleg?« skal eg láta ritninguna sjálfa svara, og svar hennar er ljóst: Drottinn F R Æ K O R N segir: »Sjá, allar sálir eru mínar; sonarins sál eins og föðursins sál, hver sú sál, sem syndgar, hún skal deyja.« Esek. 18, 4 [eldri þýð.J í Matt. 10, 28. lesum vér: »Hræðist þann, sem vald hefir til að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti.« Ouð getur tortímt sálunni eins vel og líkamanum. Orðin sál og andi finnast í biblí- unni á nálægt 1700 sföðum, en ekki á einum einasta stað er notað í sambandi við þessi orð lýsingar- orðið »ódauðlegur«, sem þó svo vanalega kemur fram, þegar talað er um anda og sál nú á dögum. Vér trúum orðuni ritningarinnar blátt áfram. Sé maðurinn í eðli sínu dauðleg- ur, og veitist ódauðleikinn aðeins hinum trúuðu, þeim, sem eru guðs börn, þá er það augljóst, að hegn- ingin verður einnig að hafa takmörk- un, hvað ritningin og ljóslega kennir. Hér verður einungis timi til að nefna fáein þeirra Es. 41, 11., 12: »Sjá, allir fjand- menn þínir skulu verða til skammar og háðungar, sökunautar þínirskulu að engu verða og tortímast, svo þú skalt ekki finna þá, þó þú leitir; þrætudólgar þínir skulu verða að engu; þeir sem á þig herja, skulu undir lok líða, því eg em drottinn, þinn guð.« Obadías 14,16: »Því hegningar- dagur drottins er nálægur öllum þjóðum; eins og þú hefir öðrum gert, eins skal þér gert verða; því á sama sem þér (ísraelsmenn) hafið bergt á mínu heilaga fjalli, á því hinu sama skulu allar þjóðir ávalt bergja; þær skulu bergja og til botns drekka og verða eins og þær aldrei hefðu til verið.« Og ef nú einhver spyrði, hvort eigi væru í ritningunni þeir staðir, sem bentu á óendanlega hegning, þá get eg svarað: Fyrir þann, sem alla sína æfi hefir æft sig í að hugsa þannig, getur það litið þannig út, en eg fyrir mitt ley+i er sannfærður um það, að nákvæm rannsókn ritningarinnar mun sanna, að öll biblían, spjaldanna á milli, sýnir fullkomna samhljóðun í þeirri kenningu sinni, að »Laun syndarinnar er dauðinn«, en ekki eilíft líf í pínu, heldur ekki eins og skynsemis- trúarmennirnir kenna: að engin glötun sé til. En þessi kenning ritningarinnar veitir oss útsýni yfir komandi tíma, þegar synd og bölvun, kvöl og dauði eiga sér ekki framar stað, tíma, þegar alheimurinn fyllist af óskertri, óendan- legri gleði, tíma, þegar þessi undur- samlegu orð opinberunarinnar munu lætast: »Ogdauðinn mun ekki framar til vera; hvorki harmur, né vein, né mæða mun framar til vera, því [sað fyrra er farið.« »Sá, sem í hásætinu sat, sagði: þessi orð eru trúanleg og sönn.« Opinb. 2i, 4. 5. Þessi kenning gerir heldur eigi lífið að leik, hún leiðir eigi mennina til að hugsa: Ekkert gerir það til, hvernig eg lifi; alt fer vel á end- aniim.« Heldur hljóta menn að hugsa: »Eg lifi að eins einu sinni; á líf mitt að verða eilíft skipbrot? Á ég að missa alt, eða á ég að vinna alt, vinna hlutdeild í hinu komanda, óendanlega Iífi?« Hér á vel við að nefna, að sumir af helztu mönnum lúthersku kirkjunn- ar hafa einnig haldið fram þessari skoðun. Á síðari tímum hefir hún fengið marga áhangendur meðal prestanna; hvað Norðurlönd snertir, hefir þetta sérstaklega átt sér stað í Svíþjóð og Danmörku. Um sakramentin ætla eg ekk: að fara mörgum orðum, sökum þess, að ágreiningurinn í þeim atriðum er ekki mikill. Um kvöldmáltíðina trúum vér því, að hún sé innsett fyrir lærisveina frelsarans, og að hún eigi að vera endurminning um pínu hans og dauða. Innsetningarorðin, sem vér notum við máltíð þessa, eru einmitt drott- ins eigin orð í ritningunni. Dálítið meira mun eg minnast á skírnina. Hvað skírnaraðferðina snertir, trú- um vér og framfylgjum einmitt því sama sem Lúther kennir í sínum stóra katekismus, og ætla eg þess

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.