Frækorn - 15.08.1910, Page 3
F R Æ K O R N
vegna að tilfæra nokkur orð um
þetta úr nefndri bók.
Orðin eru þessi:
»Að lokum verða menn einnig
að þekkja, hvað skírnin þýðir og
hvers vegna guð einmití býður slík
ytri tákn og verknað í því sakra-
menti, sem fyrst veitir oss móttöku
í kristnina. En verknaðurinn eða
ytri táknín eru í því innifalin, að
oss er dýft niður í vatnið og
vér síðan dregnir upp úr því.
Þessi tvö atriði: að hverfa niður í
vatnið og koma aftur upp úr því,
táknar kraft og áhrif skírnarinnar,
sQm ekki er annað en deyðing hins
gamla Adams og því næst upprisa
hins nýja manns.« — Dr. Martin
Luthers sfore Katekismus, Chr.a 1894.
Niðurdýfingarskírn er því ómót-
mælanlega Iúthersk kenning.
í nákvæmri samhljóðun við þessi
orð Lúthers sjálfs sta:ida eftirfylgj-
andi orð, sem eg leyfi mér að til-
færa úr »Hinni postullegu trúarjátn-
ingu« eftir Lisco, bls. 296:
»1 fornkirkjunni var siður að dýfa
mönnum fulikomlega niður í
vatnið (immersio), og það var
ekki fyr en á 12. öld, að það
lagðist af og farið var að ausa
vatninu yfir menn (aspersio). Þessi
hin forna skírnaraðferð var að því
leyti fagur siður sem með því var
ljóslega táknuð greftrunin og upp-
risan.«
Og það, sem varðar oss mestu í
þessu efni, er það, að heilög ritning
heimilar alls ekki aðra skírn en þessa
niðurdýfingarskírn, sem táknar svo
ljóslega greftrun hins gamla manns
og opprisu hins nýja. — Matt.3, 16;
Post.g. 8, 38; Róm. 6, 3., 4.
í tilliti til þeirra, sem eiga að
skírast, ætla ég að taka fram frels-
arans eigin orð:
»Farið og kennið öllum þjóðum
og skírið þær í nafni föður, sonar
og heilags anda; og bjóðið þeim
að gæta alls þess, er ég hefi boðið
yður.« Matt. 28, 19., 20.
»Farið út um allan heim og kunn-
gjörið gleðiboðskapinn allri skepnu.
Sá, sem trúir og verður skírður, mun
hólpinn verða.« Mark. 16, 15., 16.
Samkvæmt þessum orðum kenn-
99
um vér mönnum fyrsf, og skírum
síðan þá, sem trúa á Krist.
Ungbarnaskírn finnum vér ekki
nefnda á nafn í ritningunni, hvorki
sem boð eða dæmi.
Þess vegna trúum vér ekki á hana.
Mjög umvarðandi atriði er enn
þá eftir að nefna:
Vér höldum heilagan hinn
sjöunda dag vikunnar.
Hvers vegna gjörum vér þetta?
Eg svara: Af því það er eini
hvíldardagurinn,sem biblían talar um.
Þessi dagur—-sjöundi dagurinn —
var innsettur og helgaður við sköp-
unina, og síðan kunngjörður sem
eitt af hinum tíu lagaboðorðum.
Hann tilheyrir þannig siðferðislög-
málinu, sem að sjálfsögðu hlýiur
að hafa gildi alla tíma, eins og
frelsarinn sjálfur komst að orði í
Matt. 5, 18:
»Sannlega segi eg yður, þangað
til himinn og jörð forgengur, mun
ekki hinn minsti bókstafur eða titill
lögmálsins líða undir lok, unz því
öllu er fullnægt« [samkv. rrumtext-
annm: »unz það alt er orðið«].
f samræmi við þessi óbreytanlegu
lög héltjesús Kristur sjálfur sabbats-
daginn. Enginn getur neitað því.
Hann varði hið rétta helgihald
hans og sagði um sjálfan sig:-----
»Eg hélt boðorð föður míns.«
Lærisveinar Jesú og hinir fyrstu
kristnu héldu hinn sama dag. Post-
ulanna gjörningar sanna það ómót-
mælanlega.
Kirkjusagan sýnir og berlega, að
kristnir menn á fyrstu öldum héldu
alment helgan sjöundadaginn.
Nokkrir útdrættir úr kirkjusögunni
sanna þetta:
í Hagenbachs kirkjusögu lesum
vér:
»Hinir fyrstu, sem urðu kristnir,
héldu sér í byrjuninni til hins gyð-
inglega hvíldardags, og þeir héldu
áfram að halda hann heilagan, þó
þeir væru orðnir kristnir.« Bls. 109
(sænsk útgáfa).
Edward Brerewood, próf. við
Gresham College, London, segir:
»Þeir vita lítið, sem ekki þekkja
það, að hinn gamli hvíldardagur
hélzt við og að hann var haldinn
helgur af austurlandasöfnuðunum
300 árum eftir Krist.«
Socrates, kirkjusöguhöfundur, sem
uppi var á 5. öld og ritaði kirkju-
sögu, sem byrjar með árinu 305 og
nær yfir 140 ár, segir um árið 391:
»Þótt næstum allir söfnuðir um
allan heim haldi kvöldmáltíðina á
sabbatsdeginum — það er á laugar-
deginum — í hverri viku, þá neita
þó hinir kristnu í Alexandríu og
Róm, sökum einhverrar gamallar
frásagnar, að gjöra þetta.« Eccle-
siastical History, Bohn’s Library
Edition of 1884, bls. 289.
En menn munu spyrja: »Hvernig
er þá sunnudagurinn þrátt fyrir þetta
orðinn að hvíldardegi? Hefir ekki
guð eða Kristur boðið, að menn
skyldu halda sunnudaginn sem hvíld-
ardag til minningar um upprisu
frelsarans?«
Þessum spurningum ætla eg að
láta norska lútherska biskupinn Gri-
melund svara.
Hann segir í bók sinni, »Sör.da-
gens Historie«, á bls. 18:
»Upprisudagur drottins er að vísu
minningardagur, sein aldrei getur
fallið úr minni eða orðið lagður til
síðu í kirkju hans; en þar af leiðir
þó eigi, skyldi maður ætla, að það
beri að hætta við eða yfirgefa það
»sabbat«, sem guð sjálfur hefir fyrir-
skipað og ljóslega fyrirmyndað með
sköpuninni, eða flytja það á annan
dag í vikunni, enda þótt hann sé
slíkur endurminningardagur. Til
þess þarf eins beina skipun frá guð,
sem afnemi hið fyrra boðorð, en
livar finst slík skipun?
Það er satt, slík skipun finst eigi.«
Aftur á móti finnum vér í sög-
unni mesta fjölda af vitnisburðum
um breyting hvíldardagsins.
Hinn frægi kirkjusöguhöfundur
Neander segir í kirkjusögu sinni:
»Sunnudagshátíðin var, eins og
allar aðrar hátíðir, aldrei annað en
mannaboð; og það var aldrei ætlun
postulanna að innleiða nokkurt guð-
dómlegt boðorð í þeim tilgangi —
langt frá þeim og hinum elztu post-
ullegu söfnuðum að flytja hvíldar-
dagsboðorðið yfir á sunnudaginn.
Það getur verið, að hin falska við-
leitni í þessa átt hafi byrjað að koma