Frækorn - 15.08.1910, Qupperneq 4

Frækorn - 15.08.1910, Qupperneq 4
100 F R Æ K O R N í Ijós við endalok annarar aldar.« — >Kirchengeschichte« 1828bls.339. Fyrsta boðorð um sunnudagshelg- ina gaf Konstantínus mikli árið 321 e. Kr. Seinna, þegar páfarnir komust til valda, gáfu þeir út hvert sunnudags- boðið eftir annað. Kaþólskir játa líka sjálfir, að þeir hafi breytt hvíldardeginum. í barnalærdómsbók kaþólskra manna, sem er nefnd »Abridgement of Christian Doctrine«, stendur svo: »Sp.: Hvernig fer þú að sanna það, að kirkjan hafi vald til þess að skipa hátíðar- og helgidaga? Sv.: Einmitt með því að hún hefir breytt sabbatsdeginum í sunnu- dag, og á það fallast prótestantarnir og komast þannig beinlínis í mót- sögn við sjálfa sig, þar sem þeir halda sunnudaginn stranglega heilagan, en vanhelga þó flesta aðra helgidaga, sem þessi sama kirkja hefir innleitt « Þetta er að eins stutt ágrip. En vér getum þó eigi betur séð, bæði hvað biblíuna og söguna áhrærir, en að sunnudagshelgin sé blátt áfram mannaboðorð, en um þau segir frels- arinn: »Þeirra dýrkun er til einskis, með þvi þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannaboðorð.« Matt. 15,9. Vér sjöundadags-adventistar trú- um því að oss sé af guði falið það verk að vekja athygli heimsins á því, að guðs heilaga orð er fótum troðið, og vara menn við aö gera það framvegis. Vér trúum því, að starf þetta sé undirbúningsverk undir hinn mikla dag drottins, eins og vér lesum um guðs börn á hinum síðustu tímum: „Hér reynir á þolgæði heilagra, sem varð- veita boðorð guðs og trúna á Jesúm." Opinb. 14, 12. Eitt er nauðsynlegt! Það er að vér séum trúir í því að fylgja ljós- inu, sem nú skín fyrir oss. Orð frelsarans til Gyðinga forðum eiga fult eins vel við oss og vora tíma: »Stutta stund verður ljósið héreftir meðal yðar; gangið, meðan þérhafið ljósið,svo myrkrið yfirfalli yður ekki.« Jóh. 12, 35. ísland og fólk þess. Meðan eg dvaldi í Bandaríkjunum ritaði eg grein í ameríkst blað um ísland og Islendinga, og þar eð eg geri ráð fyrir, að sú grein geti verið ýmsum til skemtunar, tek eg hana hér upp eftir þýðingu »Heims- kringlu«. »Heimskringla« segir um þessa grein mína, um leið og hún flytur hana: ♦ Greinin er vel rituð, á góðu ensku máli og ber landi og þjóð mjög vel söguna.« Ritgerðin var prýdd með 3 mynd- um: 1) af konu í íslenzkum fald- búningi, 2) af reisulegum bóndabæ og 3) af konu í íslenskum peisubún- ingi. Grein þessi birtist í Detroit Free Press sunnudaginn 28. nóv.sl. Greinin sjálf fer hér á eftir. Hvergi á jarðríki býður náttúran undursamlegri eða margbreyttari fyrir- burði en á íslandi, en sem umheim- urinn hefir litla eða enga þekkingu á. Þar sjást jöklarnir í sínu jötun- veldi, og hundruð eldfjalla hefja tindasínaupp mótiskýjunum. Undra- verðar goslindir spý asjóðandi vatni upp í loftið. Miðn »íursólin heldur þar veldi sínu á sumrin, en á vetr- arkveldunum leiftra skínandi norður- ljós um himinhvolfið. Um meira en þúsund árabil hefir þjóð þessa lands orðið að heyja baráttu við öfl náttúrunnar, á sjó og landi, og hefir orðið sigursæl. Þær 80 þúsundir manna, sem byggja ísland, hafa geymt hinar fornsögu- legu bókmentir og goðafræði Norð- ur-Evrópu þjóðanna. — Þess vegna hefir ísland verið nefnt »Grikkland Norðurheims«. Vissulega hlýtur slíkt land og slík þjóð að vekja athygli skynsamra nú- tíðarmanna. ísland er 40,500 fer- mílurenskar að strerð eða litlu stærra en írland. Loftslagið er mjög mis- munandi. Aðal hálendið, sem tekur yfir mestan hluta landsins, er frá 1650 til 2 þúsund fet vfir sjávar- mál. Frá hæð þessari rísa ævarandi jökulbungur, eins og skýstólpar, við loftið, og norðantil er landið óaf- látanlega í helgreipum frosts og snjóa. Flatarmál jöklanna og hins ísþakta hálendis er ætlað að vera 5500 fermílur, eða meira en áttundi hluti alls landsins. Vatnajökull einn mælist 3300 fermílur. Eitt af markverðustu einkennum íslands er það, að þó Ioftslagið sé afarkalt þar uppi á hálendinu, er það miklu mildara meðfram ströndum landsins. Gólfstraumurinn lykst um landið og veitir því mildara veður- lag á vetrum heldur en er í Dan- mörku eða jafnvel á Norður-Ítalíu að vetrarlagi. Sumurin eru heit. Meðalhitinn í Reykjavík er 53 stig á Fharenheit. Sumarið varir að eins 3 mánuði og hlýindi sólarinnar á því tímabili eru svo lítil, að ekkert vex þar nema gras og lítillega kart- öflur og aðrir garðávextir. Korn vex þar ekki og aldini geta ekki þroskast. Meðal furðuverka náttúrunnar á íslandi munu heitu laugarnar vera bezt þektar. Margar þeirra eru í landinu, misjafnar að stærð og feg- urð. Hin stærsta þeirra er tveggja daga leið frá höfuðborginni Reykja- vík. Sú lind gýs vanalega einu sinni á dag, og kastar þá féikna straumi sjóðandi hveravatns 120 fet upp í Ioftið, og er það hin dýrð- legasta sjón. Sumar hitalindirnar eru þjóðinni hin mestu þarfaföng. Ein slík hitalind er hálfrar klukku- stundar ganga frá Reykjavík. Borg- arbúar nota laug þessa til fataþvotta. Á hverjum degi sjást konur ganga úr borginni með stóra poka af óhreinum fötum á bakinu, og í hönd- unum kaffikönnu og nestisböggul, og meðan þær eru að þvo í laug- arhúsinu setja þær könnur sínar og matvæli niður í hverinn og matreiða þannig meðan þær eru að vinna. Á einum stað á norðurlandinu hafa hagsýnir menn notað laugavatn til þess að veita því eftir skurðum í kartöflu og kálgarða, til þess að ila jarðveginn, og er sagt að það hafi gefist vel. Einna sögulegast þektar eru laugarnar í Reykholti, þar sem sagnfræðingurinn Snorri Sturlu- son bjó fyrir 700 árum síðan. Hann veitti heitu vatni úr laugunum til

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.