Frækorn - 15.08.1910, Page 5

Frækorn - 15.08.1910, Page 5
F R Æ K O R N 101 böðunar, og baðlaugin er við lýði enn þann dag í dag. Annað sérkenni ísiands eru eld- fjöllin. Þau teljast í hundruðum. Þeirra frægast er Hekla, sem gosið hefir 18 sinnum á því þúsund ára tímabili, sem saga landsins næryfir. Hið fyrsta þessara eldgosa varð ár- ið 1104, og hið síðasta í september 1845. Sum þessara eldgosa voru afar-mikilfengleg, en geigvænlegast allra þeirra varð 13. júl'árið 1300. (Hér er slept úr orðrédri Iýsingu Þorvaldar Thoroddsen á þessu eld- fjalli). Hveraleir frá Heklu og öðrum eldfjöllum þekur stóra fláka lands- ins, og gerir það víða að óræktan- legri auðn. Ferðaiag á Islandi er ólíkt því, sem viðgengst í flestum menning- arlöndum. Það eru fáir akvegir á landinu, að undanskildtim þeim fáu hundruðum kílómetra, sem liggja unthverfis höfuðborgina. En fólkið býr of dreift og er of fátækt til þess að geta lagt menningarlanda þjóðbrautir. Vegalengdirnar eru líka miklar og landið er strjálbygt, eins og áður er sagt, jafnvel meðfram ströndum þess. Ferðalög og sam- göngur á landi verða að gerast á hestbaki. Litlu íslenzku hestarnir fullnægja öllum þeim kröfum. Þeir hlaupa léttilega yfir grjót ogklung- ur, þar sem aðrir hestar muudu detta og fótbrotna. Hestarnir hafa alist upp með þjóðinni í þúsund ár og eru landinu svo að segjasam- grónir. Án slíkra heski væri bygð- iu í landinu ómöguleg. Einn slíkra hesta getur hæglega borið mann eða 200 punda vöruþunga 60 til 70 kílómetra á dag, og vanalegt er, að mennirnir þreytast fyr en hest- arnir. Þegar kemur að vatnsföllum, þar sem ekki eru brýr eða ferjur, Þá leggja hestarnir út í ískalt jökul- vatnið með byrði sína og syndayfir um, án nokkurs hiks eða þving- unar. Vegalengdirnar sem ferðastverð- ur milli ýmsra staða, eru afarlangar. Það er ekki ósjaldan meira en dag- leið milli bæja og býla, og ári svo, að hríðarbylur skelli á vegfarand- ann, getur líf hans verið í veði. Til þess að koma í veg fyrir slíka hættu, hefir landstjórnin látið gera sæluhús meðfram mörgum hinna svokölluðu þjóðbrauta, og margir ferðamenn hafa forðað Iífi sínu með því að njóta þar skýlis. í höfuðborginni og öðrum bæj- um eru timburhús almennust. Vana- legaeru þau járnþakin. Þaðskemmir útlit þeirra, en er talið hyggilegt vegna loftrakans, og einnig af því, að það er eldvörn utan frá. Á íslandi eru engir skógar. Timb- ur er innflutt frá Noregi og Svíþjóð og er afardýrt. Flest íslenzk bænda- býli er í því gerð úr tcrfi og grjóti, og eins lítið af trjávið notað í þau eins og frekast má verða. Lífið á þessum bændabýlum er hæglátt og einmanalegt. íslenzki bóndinn þarf ekki að plægja né sá. Starf hans er að annast um gripi sína, vanalega nokkur hundruð fjár og nokkrar kýr og hesta. Mesti annatími hans er heyskaaartíminn, að slá, þurka og hirða heyin sín. Þá vinna konur og á engjum með karlmönnum, og það sem fólkið verður að leggja hart að sér um sláttinn, getur það bætt upp á hin- um löngu vetrarkveldum, þegar það fær nóg næði til hvíldar og lesturs. ísland fanst á níundu öld eftir Krists burð. Það var árið 873. Haral ur hárfagri varö konungur í Noregi. Nokkriraf höfðingjum Iands- ins neituðu að hlýða lögum hans eða að gjalda honum skatta, kusu heldur að flytja úr landi. Á næstu 60 árum fluttu margir af beztu mönnum landsins yfir til íslands og settust þar að. Þar fengu þeir not- ið fulls frelsis og nægilegt landrými. Á þennan hátt myndaðist íslenzka þjóðin. ísland var lýðveldi um nær 400 ár. Þjóðin valdi sína eigin leiðtoga og hélt alþing á þingvöllum, þeim undursamlega hluta landsins, þar sem eldgos hafa skapað varanleg minn- ismerki. Nú er ísland undir vernd Dana, því íslendingar hafa aklrei selt af hendi sjálfstjórnarrétt sinn. Og það skal sagt Dönum til heið- urs, að árið 1902 veittu þeir íslend- ingum sjálfstjórn. Þjóðin hefir því nú ekki eingöngu sitt eigið þing, heldur einnig sinn eigin íslandsráð- gjafa, sem stendur alþingi ábyrgð gerða sinna. ísland hefir haft litlar samgöngur við umheiminn á sl. þúsuud árum. Um langan aldur gengu að e'ns 6 seglskip til landsins árlega, flytjandi fólkinu matvæli og aðrar nauðsynj- ar og takandi í staðinn það, sem landsmenn höfðu til útflutnings, að- allega fisk og ull. Hin einmanalega tilvera hefirsett mark sitt á þjóðina, fólkið er þung- lynt, hugsandi og gefið fyrir söng og skáldskap. Mál íslendinga ervel lagað eftir þörfum þeirra, fribæri- lega auðugt að orðum og framburð- ar fagurt. Það er eitt af merkverðusíu eig- inleikum íslendinga, að þeir hafa verndað mál sitt óblandað gegnum aldaraðir. Hvert íslenzkt barn get- ur lesið gömlu sögurnar, sem rit- aðar voru fyrir 7 hundruð árum og skilið þær til hlítar. Gáfur íslendinga eru þess verðar að á þær sé minst. Fram að þess- um tíma hefir nauðungarkensla ei átt sér stað í Iandinu, en þrátt fyr- ir það getur hvert 14 ára gamalt barn í landinu skrifað, lesið og reiknað. Fólkið hefir lagt svo mikla alúð við mentun barna sinna, að lagaákvæði um nauðungarkenslu hafa verið ónauðsynleg. — Margur bóndi, sem aldrei sá skóla eða nokkurn mentaðan mann nema prestinn sinn, fékk frá honum nokkur undirstöðu- atriði í einhverju útlendu máli, hefir af sjálfsdáðum lært 2 eða máske 3 útlend tungumál, auk móðurmáls- ins, svo að hann getur lesið bók- mentir heimsins. í engu landi eru jafnmargarbæk- ur prentaðar í tiltölu við fólksfjölda. Um 100 bækur eru gefnar út á ári, auk 15 fréttablaða og 10 tímarita, til að fullnægja lestrarfýsn 80 þús- und manna. Glæpir eru hart nær óþektir í landinu. Um langan tíma hefir að eins eitt fangahús verið þar, ogþað hefir oft staðið tómt. Bindindi hefir náð djúpum rótum á íslandi. Um tíundi hluti þjóðar- innar tilheyrir bindindisfélögum og þessi hreyfing hefir samhygð alls

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.