Frækorn - 15.08.1910, Blaðsíða 6
102
F R Æ K O R N
þorra alþýðunnar. Þegar Good-
Templarar héldu 25 ára afmælishá-
tíð sína þar í landi þann 10. janúar
1909., þá veitti biskup landsins þeim
leyfi til þess, að nota kirkjurlands-
ins til hátíðahaldsins, og þær voru
notaðar. Þá voru sungnir fagnaðar-
og sigursöngvar. og það af gildum
ástæðum. Þann 10. september 1908
bað íslenzka þjóðin með opinberri
atkvæðagreiðslu alþingi sitt um, að
lögleiða algert vínbann í landinu.
Slík lög samþykti alþingi þann 1.
maí sl., og konungur staðfesti þau
með undirskrift sinni samkvæmt til-
mælum ráðgjafa íslands.
Framtíðarhorfurnar eru góðar, það
er nú sýnt og sannað, að landið er
rrviklu auðugra, en menn höfðu ætl-
að fyrirnokkrum árum. Gull, kopar,
járn og aðrir málmar hafa fundist
á síðasta ári. Fiskistöðvar landsins
eru mjög auðugar, en hafa verið
lítið notaðar af landsmönnum þar
til á allra síðustu árum. Tekjur
landsins eru nú 6 sinnum meiri en
þær voru fyrir 30 árum, og fram-
tíðin felur mikið í skauti sínu handa
landi miðnætursólarinnar.
Ecrð til Bandaríkja.
Frh
Andlegt líf er með mörgu móti
íBandaríkjunum. Fjöldi mannaskiftir
sér ekkert af andlegum málum. Að-
eins röskur þriðjungur Bandaríkja-
manna tilheyrir einhverju kirkjufé-
lagi. Allir hinir eru fyrir utan allar
kirkjur.
Trúflokkarnir eru »legio«, nóg er
úr að velja. Ekki skal eg eltast við
allar trúr, sem þar eru í veldi, en
fara skal eg fáum orðum um sitt-
hvað í trúar-lífinu í Bandaríkjunum,
sem þykir einkennilegt.
Andatrúin er þá fyrst að telja.
Hún á að sumu Ieyti Bandaríkin
fyrir heimland. Að vísu er anda-
trúin æfagömul í heimi. En í nú-
verandi mynd hennar er hún að-
eins rúmlega sextíu ára að aldri og
upp runnin í Rochester í New-York
ríki í Ameríku.
Eg bjóst við að finna hana mjög
svo volduga í þessu ættarlandi henn-
ar. En í því skjátlaðist mér mjög.
Andatrúin er aðallega trú margra
þeirra, sem fallnir eru frá kristindómi.
Flest er það ómentað og illa upp-
lýst fólk, sem fylgir henni.
í Detroit eru nokkrir andatrúar-
söfnuðir. Allir þó fremur smáir.
Enginn þeirra telur meir en 200
manns, og sumir fyrir innan 50.
Og er þetta ekki mikið íborg, sem
telur um 500,000 íbúa.
Samkomurandatrúarmannannaeru
mun ver sóttar en annara kirkna.
Eg kom á nokkrar þeirra og skal
eg því lýsa þeim stuttlega.
Samkomurnar byrja með söng, og
oftast eru það söngvar kristinna
manna, sem notaðir eru, þótt þess
sé vandlega gætt, að hvergi komi
fram trú á Jesúm Krist sem frelsara
og friðþægara. Því að andatrúar-
menn trúa ekki á Krist á þann hátt.
Hann er í þeirra augum aðeins
maður, og var »mikill miðill«, er
hann var hér á jörðu. Tvo söngva
heyrði eg oftast hjáandartrúarmönn-
unum, sem sé: »Hærra, minn guð,
til þín,« og: »Mæturnst vér á Ijóss-
ins !andi?«
Eftir söng er haldin nokkurskon-
ar bænagjörð. Það er bæn til »höf-
undar ljóssins,« »hins mikla anda«
og auk þess áköllun til »andanna«
um að koma og sýna mönnum
»sannleikann«, o. s. frv. Hjá einum
söfnuði varð eg var við, að biblían
var notuð ofurlítið, kafli lesinn á
undan ræðu. Eg tók tilefni af
því að spyrja kvennprestinn eftir á,
hvernig stæði á því, að hún notaði
biblíuna við andatrúarsamkomur sín-
ar, þar sem það þó vitanlega sé
bannað í ritningunni að »Ieita frétta
af fram!iðnum.« Svar hennar var
blátt áfram: »Vér vitum, að biblían
bannar það, en auk þess er margt
gott í biblíunni, og af því að fólk
trúir alment á hana, notum vér hana.«
Það var þá greinileg játning um
hræsni.
Ræðan á samkomum þeirra er oft-
ast fremur ómerkileg. Hún er fram-
setning af hugmyndum andatrúar-
manna og lítið gætir þar mælsku
eða ræðusnildar. Oftast eru það
konur, sem tala. En það, sem aðal-
lega dregur menn að samkomunum,
er »eftirspilið.« Eftir ræðuna gefa
miðlarnir »anda-vitnisburði« handa
áheyrendunum. Einhverjir andar
látinna manna eru sagðir nálægir,
og þessir andar tala (að því er trú-
aðir halda) fyrir miðlanna munn til
skyldmenna og vina meðal áheyr-
endanna. Þessi »anda-boðskapur«
er fluttur f fullri birtu. Og á miðl-
unum er yfir höfuð mjög litlabreyt-
ingu að sjá. Helzt »gretta« þeir
sig eitthvað, er »andarnir fara í þá«,
en tala hér um bil eins og þeir
eiga venju til. Ekki höfðu miðlarnir
fyrir því, að breyta röddinni, eins
og sagt er að Reykjavíkur-miðillinn
helzti gjöri, er hann talar í milli-
bilsástandi. En svo talar hann líka
í myrkri, svo ekki er hægt að sjá
á honum hermikráku-merkin.
Hvernig voru svo »anda-vitnis-
burðirnir«? munu lesendur mínir
spyrja.
Oft og einatt þannig, að ómögu-
legt var nokkuð á þeim að byggja.
Miðillinn sagðist sjá einhvern fram-
liðinn í salnum meðal áheyrendanna,
en þeir sáu ekki neitt. Hann sagðist
heyra eitthvað, sem »aðskota-and-
inn« segði, en áheyrendur heyrðu
ekki neitt. Stundum virtust þessir
»anda-vitnisburðir« vera all-einkenni-
legir; sagt var frá, að einhver hætta
hefði borið við, einhver óvinurhefði
gjört einhvern ófagnað o. s. frv. En
um all-flest gildir, að »ljósið« var
æði blandað þoku eins og fram-
setning spákerlinganna, sem menn
þekkja eitthvað til. Oft og tíðum
bar það við, að andarnir sögðu
miklar fjarstæður, og er áheyrandi,
sem talað var til, sagði, að þetta
eða hitt væri ekki rétt, sagði mið-
illinn, að þó svo virtist, þá gæti
þetta komið fram engu að síður,
eða það ætti við eitthvað fyrir löngu
liðið, svo að hægt væri að halda
trúnni.
En hins vegar ber ekki að neita,
að ýmislegt, er miðlarnir sögðu,
virðist vera yfirnáttúrlegt, og gæti
eg fært nokkur dæmi þessu til
sönnunar. En samt sem áður er
langt frá því, að slíkt sanni að
andar framliðinna séu þar með í
spilinu.
Það er alls enginn efi á einu,