Frækorn - 09.09.1910, Síða 5
F R Æ K O R N
117
í öllum stærri borgum auglýsa
einhverjir sig sem indverska »guö-
spekiuga«, er séu reiðubúnir til að
segja mönnum alla hulda hluti.
Og mjög margir leita til slíkra
manna, sem auðvitað eru ekki annað
en svikarar, sem reyna að fá menn
til að láta aura sína fyrir lygar sínar.
í New-York einni er fullyrt, að um
300,000 dollars (um ein millíón og
eitt hundrað þúsund kronur) fari ár-
lega í hendur þessara svikara. Fólk
af öllum stéttum leitar til þeirra.
Þeir segjast geta sagt hugsanir manna
og fara svo kænlega að því, að fjöld-
inn varar sig ekki á þeim, heldur
trúir í blindni.
- »Já, geta þeir nú sagtannað
en það, sem hver gæti hugsað sér?«
spurði eg einn þýzkan mann, sem
eg átti tal við.
— »Já, það er víst«, sagði hann.
»Eg fór til eins þeirra í dag. Hann
heitir dr. —- —. Hann sagði mér frá
ýmsu, sem hann ekki gat vitað nema
á yfirnáttúrlegan hátt. Til dæmis
sagði hann mér nafn mitt, sem eg
veit fyrir víst, að hann hafði aldrei
heyrt áður, og ýmislegt annað«.
»Sagði hann yður nafn yðar án
nokkurrar hjálpar frá yðar hálfu?«
spurði eg Þjóðverjann.
»Eg skal segja yður, hvernig hann
fór að þessu. Hann fór út í annað
herbergi, meðan eg skrifaði nafn mitt
á pappírsblað, sem eg' sjálfur braut
saman, svo ekki var honum hægt
að vita, hvað eg hafði skrifað á það.
Hann leit á mig, bað mig svo að
leggja blaðið, — samanbrotið eins
og jaað var — á borðið, sem har.n
settist við. Eg leitáhann ogpappírs-
blaðið, sem lá þarna fyrir framan
okkur. Eftir að við höfðum talað
nokkuð saman, tók hann hinnsaman-
brotna pappírsmiða og hélt honum
fáein augnablik upp að enni sér,
eins og hann læsi með huganum
það, sem stóð á miðanum. Lagði
svo miðann — alt af samanbrotinn
■— á borðið. Sagði mér svo nafn
mitt, Hoffmann; og nokkrar spurn-
'ngar, er eg hafði skrifað á miðann,
sagði hann mér ásamt svörum við
beim. I sannleika, það var dásam-
legt.« —
— — — Já, svo hyggur margur
um óransakað mál.
Eg hugsaði, að eitthvað bogið
væri við þetta alt — og komst að
raun um, að þetta væri ekkert annað
en svívirðileg svik.
Bækur eru nógar til, sem skýra
frá þessuni býsnum, en ýmist gefa
menn sér ekki tíma til að lesa þær,
eða þeir vita ekki, að þær séu til.
Hvaða skýringar gefa svo bækurnar
um þessa »hugarlesara« ?
Eg fékk þetta út eftir nokkra
athugun í þeim bókmentum, sem
gefa sig við slík »dularfull fyrir-
brygði«:
Maðurinn, sem þykist lesa án
þess að nota augun, situr hinu
megin við borð, en á borðinu er
breiddur dúkur, sem nær langt niður
fyrir borðflöt. Miðinn, sem mað-
urinn skrifar á nafn sitt o. fl., er
lagðurá borðið. Um leið og »spek-
ingurinn« — tekur blaðið, saman-
brotið, og lyftir því upp að enni
sínu, þá skiftir hann á miða þeim,
sem skrifað var á, og öðrum miða,
er hann hafði í leyni í erminni
sinni; þessu óskrifaða pappírsblaði,
sem hann hafði geymt í frakkaerm-
inni, skifti hann svo um í flýti
með hinu skrifaða, og nær hann
því þannig í hönd sér, að hann
getur lesið það í ró og makindum
rneð því að halda því undir borð-
inu, þar sem hann situr, en sá, sem
leitar frétta<, heldur, að það blað,
sem hann hefir lagt samanbrotið
frá sér á borðið, sé hið skrifaða
blað, og horfir með undrun á »sjá-
andann«.
Langoftast »sannfærast« aumingja
mennirnir um, að þessir »sjáendur«
tali af yfirnátturlegri þekkingu, með-
an sannleikurinn er, að ósvifnara
spil með fáfróða alþýðu er ekki
hægt að hugsa sér.
Því að spil þetta fer fram í þeim
ákveðna tilgangi að féfletta menn.
Þegar - undra-maðurinn« er bú-
inn að láta »sann!eiksleitandann«
trúa því, að hann þekki hugsanir
hans og hjartans hugrenningar, þá
byrjar fyrst leikurinn fyrir alvöru.
Þá fer »spekinguiinn« að segja frá
því, að hann sjáf það að eitthvert
böl gangi að marr'ii rr rgaðþað
séu einhver andleg maktarvöld, sem
sækja á hann, en að sér sé hægt —
þó það kosti erfiði og mæðu — að
fjarlægja þessi vondu áhrif, eða illu
anda, sem munu gera framtíð manns-
ins hættulega, og því ætti hann að
vinna það til, að leggja eitthvert fé
fram til þess að hann gæti gjört
þetta. Eg spurði Þjóðverjann, sem
dáðist svo mjög að þeim manni,
sem hann hafði nú leitað til, hve
mikið þetta kostaði, að losna við
hin illu áhrif, og svaraði hann mér,
að það mundi kosta 25 dollara
(90 kr.)! Hanu hafði þó ekki greitt
það; hvort það var af því, að hann
trúði ekki nægilega, eða af því að
hann ætti ekki svo mikið fé til, það
veit eg ekki, en það sá eg, að þessi
ófögnuður er afar-almennurí Banda-
ríkjunum.
Á þennan og líkan hátt sópa
þessir svikarar saman fé. En á
sama tíma er lítið af sönnu and-
legu lífi alment meðal manna. Og
hjá þeim, sem trúaðir þykjast vera,
er guðs orð lítið sem ekkert lesið,
hégiljur boðaðar í stað fagnaðarer-
indis Krists og óhjákvæmilegt verð-
ur manni að minnast orða ritning-
arinnar, að af því þeir veittu ekki sann-
leikselskunni viðtöku, mun »megn
villa« sendast þeim, svo að »þeir
trúi Iyginni«.
Líkami mannsins.
A. Bygging líkamans.
I. Holcl og blóð.
Líkami mannsins er að utan klædd-
ur mjúkri húð, sem er ólík að lit
hjá mannflokkunum.
Undir þessari húð er rautt, fast
og þó nijúkt, trefjaðefni—holdið
eða vöðvarnir. Það líkist alveg
nautakjöti eins og það er að sjá hjá
slátraranum, og eins og það er hold
mannsins fest við beinagrindina.
Það er beinagrindin, sem heldur
líkamanum samföstuin og upprétt-
um og gerir liann færan um að vinna,
án þess að þola ofraun af þrýst-
ing og áhrifum að utan — hún er
grindin, sem ber og styður alla bygg-
inguna. í henni'er sumpart brjósk
og sumpart mörg bein, og allur